Ole Gunnar Solskjaer talaði um að United þyrfti að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum til að tryggja þáttöku í Meistaradeildinni. Liðið tók öll stigin í dag en frammistaðan var algjörlega ósannfærandi. Solskjaer hvíldi nokkra leikmenn í dag og fengu nokkrir leikmenn séns til að sýna eitthvað til að réttlæta betri samning eða hreinlega til að sannfæra stjórann um að selja sig ekki. Helst ber þar að nefna Marcos Rojo, Juan Mata og David de Gea. West Ham skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að það var rangur dómur og sem betur fer er VAR ekki komið ennþá í gagnið í Úrvalsdeildinni. Frammistaða Rojo var þannig að hans yrði varla saknað ef hann fer. Reyndar var hann að spila í bakverði sem er ekki hans sterkasta staða. Juan Mata lék ágætlega og vann vítaspyrnuna sem Paul Pogba skoraði úr. Sameiginleg mistök David de Gea og Marcos Rojo urðu til þess að West Ham tókst að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Mata var óheppinn með að vera sá sem fórnað var til setja Marcus Rashford inná en þeir Jesse Lingard og Anthony Martial höfðu verið talsvert daprari. Sá síðarnefndi vann einnig vítaspyrnu seint í leiknum og aftur skoraði Pogba. 2:1 sigur staðreynd en frammistaðan engan veginn nógu góð.
Næst á dagskrá er útileikur á Nou Camp í Meistaradeildinni.
Bekkur: Romero, Darmian, Lindelöf, Pereira (Rojo 75′), McTominay, Greenwood (Lukaku 76′), Rashford (Mata 55′).
West Ham: Fabianski, Zabaleta, Ogbonna, Balbuana, Masuaku, Rice, Noble, Lanzini, Anderson, Snodgrass, Chicharito.
Bekkur: Adrian, Obiang, Diop, Fredericks (Zabaleta 76′), Antonio (Chicharito 73′), Holland, Diangana (Lanzini 62′).