Landsleikjahlé að baki og svo langt síðan United lék síðast að það er næstum auðvelt að gleyma því hvernig sá leikur fór og gegn hverjum. En á morgun hefst þetta aftur og þrátt fyrir slæmt tap gegn City hafa flestar fréttir af United ílandsleikjaglugganum verið jákvæðar. Talað er um að stemmingin í hópnum sé ólíkt betri en hún var, Martial er kátari (en enn nokkuð fjarri því að skrifa undir nýjan samning
og Chris Smalling fær nýjan samning upp á 120 þúsund pund á viku (það er valkvætt að fagna þessu síðastnefnda)
En það verður ekki hjá því komist að skoða stöðutöfluna og horfast í augu við raunveruleikann. United situr í 8. sæti deildarinnar, á eftir Bournemouth og Watford, 12 stigum frá toppnum. Ef liðið fer ekki á urrandi sigurskrið það sem eftir er árs verður fátt eftir annað en að ræða hvenær stjórinn verður rekinn, ekki hvort. Nokkrar slúðursögur án mikils krafts voru í vikunni um áhuga United á Pochettino, sem er álíka merkilegt svo sem og að segja að ég hafi áhuga á ferðalögum. Ekkert nýtt þar en engar fréttir.
En stíf leikjadagskrá fram yfir nýja árið er vissulega áhugaverð. Einn risa erfiður leikur, orustan um Ísland á Anfield, og annar erfiður, gegn Arsenal á Old Trafford, sem getur skorið úr um hvort við höldum í við toppliðin. Síðan verður fróðlegt að sjá hvort Bournemouth verði enn með í baráttunni þegar að kemur að síðasta leik ársins. En hinir leikirnir fimm í deild eru gegn liðunum í 14., 16., 17., 18., 19. og 20. sæti. Það þarf ekkert að ræða það hver krafan er í þeim leikjum.
Fyrsta mál á dagkrá er þá heimsókn Crystal Palace á morgun. Palace situr í 16. sæti eftir erfitt gengi síðustu mánuði. Síðasti sigur þeirra vannst 15. september og einhver vafi er á hvort Wilfried Zaha verði með en án hans hefur Palace ekki unnið leik í tvö ár. Við reiknum þó með gamla United leikmanninum heilum. Gott gengi has undanfarið hefur vakið upp spurningar hvort hann eigi endurkvæmt, en United á engan endurkauparétt og það verður að teljast ólíklegt hann vilji koma til baka. Það er eitthvað um smávægileg meiðsli hjá Palace og óvíst hvort Hodgson splæsir í 4-3-3 eða verst meira með 4-4-2 þannig að þessi uppstilling er nokkuð óljós.
Þó að eins of áður segir að Palace hefur ekki unnið í síðustu sjö deildarleikjum hafa þeir sjaldnast verið auðveldir andstæðingar, gerðu jafntefli við Arsenal og töpuðu gegn Tottenham með einu marki í síðasta leik. Þannig að jafnvel þó United hefði gengið mun betur í haust væri engin ástæða til að taka þennan leik sem gefins.
Okkar menn
Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá leikmönnum United fyrir og í landsleikjahléinu. Paul Pogba, Anthony Martial, Romelu Lukaku og hinn nýklippti Marouane Fellaini drógu sig allir úr landsliðshópum sínum. Victor Lindelöf, nýkrýndur knattspyrnumaður Svíþjóðar, fór veikur af velli í leik Svíþjóðar gegn Tyrklandi. Marcus Rashford meiddist eitthvað lítillega einnig. Fyrir utan Lindelöf taldi Mourinho hins vegar upp alla þessa og sagði þá tilbúna fyrir morgundaginn. Luke Shaw er hins vegar í leikbanni, þannig það er spurning hvort við sjáum Diogo Dalot snúa aftur, en hann hefur náð sér af meiðslum.
Miðað við að Mourinho nefndi sérstaklega að Martial og Fellaini myndu spila á morgun ætla ég að skjóta á þetta lið
Það er erfitt að sjá Matic í þessu liði eins og staðan er, en það virðist sem ekkert geti hindrað Mourinho í að velja hann. Fred er greinilega ekki tilbúinn enn þá. Lingard kom vel inn í enska liðið og hefur náð sér eftir meiðslin þannig hann verður vinstra megin. En þetta kemur í ljós kl 2 á morgun, leikurinn er síðan kl 3.