Það kom okkur öllum á óvart þegar fréttir bárust í síðustu viku að United væri á höttunum eftir Diogo Dalot, 19 ára bakverði Porto og ætlaði að greiða upp klásúlu hans. Síðan þá hefur þetta gengið í gegn, United mun greiða aðeins umfram klásúluna, eða um 19,3 milljónir punda í stað 17,5 milljóna, til að fá kaupin í gegn sem fyrst og þau eru nú staðfest.
👋 A big #MUFC welcome to @DalotDiogo!#BemvindoDalot 🇵🇹 pic.twitter.com/kYPAfmdapk
— Manchester United (@ManUtd) June 6, 2018
Dalot þykir geysiefnilegur hægri bakvörður sem hefur leikið upp öll unglingalandslið Portúgal, en hefur leikið alla sex leiki sína í byrjunarliði Porto sem vinstri bakvörður. Nánara yfirlit um feril hans er á United vefnum.
Mourinho segir:
“Diogo is an extremely talented young defender with all the qualities to quickly become a great player for this club. He has all the attributes that a full-back needs: physicality, tactical intelligence and technical quality, combined with a Porto Academy mentality which prepares players for the maturity they need at the professional level.
Eins og alltaf er til YouTube myndband: