Páskarnir. Engin upphitun og síðbúin leikskýrsla en það verður að hafa það, leikurinn vannst allavega.
José Mourinho hefur farið mikinn í fjölmiðlum undanfarið, svo mikinn í raun að allir hættu að tala um frammistöðu leikmanna Manchester United í nokkrar vikur en í dag snerum við okkur aftur að fótboltanum, loksins.
Varamenn: Bailly, Martial, Rashford, Herrera, Shaw, McTominay, Castro Pereira.
Leikurinn
Fyrri hálfleikurinn var einn sá skemmtilegasti á tímabilinu, okkar menn léku á als oddi og biðin eftir fyrsta markinu taldi einar fimm mínútur. Alexis Sánchez kom þá boltanum á stóra manninn, Romelu Lukaku, sem skoraði sitt 100. mark í ensku úrvalsdeildinni, einn sá yngsti til að afreka það.
Forystan var svo tvöfölduð á 20. mínútu þegar Sílemaðurinn sjálfur þrumaði boltanum í nærhornið frá vítateigslínunni eftir sendingu frá Jesse Lingard. Gott dagsverk frá Sánchez í dag, eitt það besta frá honum í United treyju.
Passion ❤️ pic.twitter.com/XegneBDNGX
— Manchester United (@ManUtd) March 31, 2018
Það virtist alltaf stutt í þriðja markið og var þá helst Lingard að daðra við það í fyrri hálfleik en allt kom fyrir ekki. United menn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og var viðstöddum á Old Trafford vel skemmt en gestirnir frá Swansea stóðu okkar mönnum á sporði eftir hléið.
Juan Mata var ekki langt frá frábæru marki þegar hann lét vaða, viðstöðulaust eftir vipp-sendingu Paul Pogba en honum brást bogalistin og boltinn þaut yfir markið. Á hinum enda vallarins hafði David de Gea svo betur gegn Tammy Abraham en sá síðarnefndi fékk tvær álitlegar tilraunir til að skora með skömmu millibili.
Það tókst ekki að fylgja eftir frábærum síðari hálfleik en kannski ekki við öðru að búast eftir landsleikjahlé. Stigin urðu allavega þrjú og er það fyrir öllu.
Punktar eftir leik
Lukaku í 100 marka klúbbinn. Muniði þegar stuðningsmenn United voru síkvartandi yfir Belganum? Það vill enginn kannast við það í dag enda kappinn að ríða baggamuninn hjá liðinu þegar á reynir. Lukaku er nú einn 28 sem hafa skorað 100 í úrvalsdeildinni, sá fyrsti frá Belgíu og sá fimmti yngsti.
Romelu Lukaku has scored his 100th PL goal and is the 5th youngest player to reach that milestone
Youngest players to 100 PL goals
Michael Owen (23y 134d)
Robbie Fowler (23y 283d)
Wayne Rooney (24y 100d)
Harry Kane (24y 191d)
Romelu Lukaku (24y 322d)#MUFC #PL pic.twitter.com/5cP7IsqIhk— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) March 31, 2018
Alexis Sánchez að vakna til lífsins? Sílemaðurinn hefur farið rólega af stað en hann sýndi, í rispum, hvers hann er megnugur í dag. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins og skoraði það næsta og fer vonandi að finna sitt allra besta form á næstu vikum.
Að duga eða drepast. Næsti leikur er nágrannaheimsókn á Etihad og nokkurs konar „lose, lose“ viðureign. Ef við vinnum þá frestum við hinu óumflýjanlega og ef við töpum þá tryggja hinir háværu Englandsmeistaratitilinn fyrir framan nefið á okkur. Það væri þó skömminni skárra að slá þeim fögnuði á frest.