Gleðileg jól kæra United stuðningsfólk nær og fjær!
Eftir hörmungina á Þorláksmessu lýkur öðrum degi jóla á því að Aston Villa kemur í heimsókn. Villa hefur farið með himinskautum undir stjórn Unai Emery og sætu nú á toppinum ef þeir hefðunáð að sigra Sheffield United á föstudaginn var. En þeir náðu þó að stela stigi þar með jöfnunarmarki langt inni í uppbótartíma og hafa auka dag til hvíldar á United á morgun þannig að það er ekki mikið að marka. Villa er ósigrað í tíu leikjum, hafa skorað tvö mörk í síðustu þremur útileikjum en hafa reyndar fengið á sig mörk í öllum útileikjum í vetur utan á Stamford Bridge.
Stjarna Villa í vetur er búinn að vera Ollie Watkins með fjögur mörk og fjórar stoðsendingar og hann leiðir línuna á morgun
Manchester United
Hvað er hægt að segja? Það er allt í steik. Højlund skorar ekki, enda fær hann aldrei stoðsendingar. Rashford skorar ekki. Scott McTominay skorar ef liðið er undir pressu og getur lítið en getur litið gert ef liðið á að liggja í sókn. Amrabat þarf engar áhyggjur að hafa af því að vera í Manchester næsta vetur, Kobbie má ekki spila of mikið, það veit enginn hverjir geta vilja eða eiga að spila í hafsent, og það segir eiginlega mest um þetta allt að Onana hefur ekkert komist að í neikvæðu umræðunni i nokkrar vikur.
Fréttir fréttana er auðvitað staðfesting á kaupum Sir jim Ratcliffe á 25% í félaginu og yfirtaka hans á knattspyrnumálum. Hún kemur samt ekki til framkvæmda fyrr en á nýju ári og við förum vonandi yfir hana nánar hér síðar.
En á morgun klukkan átta þarf þetta lið að storma inn á Old Trafford og gefa okkur jólagjöf!