Erik ten Hag heldur áfram að hrista upp í byrjunarliðinu. Núna koma inn Reguilón og Martial en liðið er svona:
Á bekknum eru þeir: Bayindir, Varane, Wan-Bissaka, Evans, Van de Beek, Mainoo, Hojlund, Rashford og Pellistri.
Lið gestanna:
Pendúllinn sveiflast og við erum komin aftur í krísu. Skelfileg frammistaða í dag, United fékk varla færi, átti þrjú skot á mark en vörnin og miðjan gerðu næg mistök sem Bournemouth nýtti. Solanke skoraði á fimmtu mínútu eftir mistök á miðjunni. Phillip Billing bætti við í seinni hálfleik eftir að hafa verið skilinn eftir óvaldaður af Reguilon, rétt á eftir skoraði svo Senesi með skalla eftir horn, hafði skilið sig frá Maguire og í uppbótartíma setti Outtara boltann í netið en hafði slæmt hendi í hann þegar hann fór yfir og framhjá Onana og markið því dæmt af.
Það er ekkert hægt að segja gott um United í þessum leik, mestur fögnuður var þegar Martial var tekinn útaf fyrir Højlund enda hafði fyrrnefndur ekki sést.
Bruno Fernandes rak smiðshöggið á ömurleikann þegar hann nældi í gult spjald fyrir kjaftbrúk og verður í banni í næsta leik sem er auðveldur: Liverpool á Anfield.