Eftir þessi hrikalegu vonbrigði á miðvikudaginn er annar risaútileikur næstur á dagskrá. United fer til Newcastle og tekst á við Saudi United.
Meiðslalistinn hjá okkur er nokkurn veginn óbreyttur, Mason Mount er byrjaður að æfa en verður nær örugglega ekki með á morgun. Það var skynsamlegt að henda Mainoo ekki í djúpu laugina í İstanbul en hann verður að vera á miðjunni á morgun
Liðið verður því svona
Newcastle er líka í stökustu vandræðum, meiddir hjá þeim eru Jacob Murphy, Joe Willock, Matt Targett , Javier Manquillo , Harvey Barnes, Sven Botman, Elliot Anderson, Dan Burn (back) og Callum Wilson meiddir. Sandro Tonali er svo í nær árs banni vegna veðmángs.
Liðinu er spáð svo:
Newcastle hefur verið hrósað í vetur fyrir góða frammistöðu, en United er stigi á undan! Það er nauðsynlegt til að sveifla pendúlnum til baka úr umræðunni eftir Galatasaray leikinn að vinna á morgun eða í það minnsta tapa ekki. Það getur United haldið haus þokkalega hátt í deildinni
Leikurinn er kvöldleikur og hefst stundvíslega klukkan átta og við hvetjum ykkur öll að ganga á hæfilegum hraða um gleðinnar dyr!