Maggi, Bjössi og Raggi settust niður og ræddu:
- Leikinn gegn Brighton
- Leikinn gegn Bayern í Meistaradeildinni
- Andra Onana
- Erik ten Haag
- Umræðuna í kringum Manchester United
- FC24
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 115. þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Maggi, Bjössi og Raggi settust niður og ræddu:
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 115. þáttur
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 5 ummæli
Leikið var í kvöld í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu og mættu Rauðu djöflarnir á Allianz völlinn í Þýskalandi þar sem heimamenn í Bayern tóku vel á móti þeim. Erik ten Hag stillti upp sínu sterkasta liði ef frá eru taldir allir á meiðslalistanum og allir þeir sem eru í skammarkróknum.
Leikurinn fór hraustlega af stað en United átti dauðafæri strax í upphafi leiks þegar fyrirgjöf frá vinstri kantinum sneiddi markmannsteiginn en Bayern björguðu í horn á síðustu stundu. United virtust óhræddir í spilinu upp völlinn þrátt fyrir að vera á einum erfiðasta útivelli í Evrópu en á sama tíma reyndu heimamenn sífellt að finna Gnabry og Sane með stungusendingum inn fyrir varnarlínu United.
Pressa United virkaði á köflum vel og skilaði sér í nokkrum unnum boltum ofarlega á vellinum sem settu heimamenn í örlítinn hnút. Rashford átti góðan sprett upp vinstri kantinn og skildi Laimer eftir í grasinu en fyrirgjöfin frá honum endaði í föstu gripi Ulrich í marki heimamanna. Svona voru margar sóknir United, fínt uppspil en vantaði síðustu sendinguna til að regla smiðshöggið á sóknina.
Lengi vel var leikurinn fram og til baka á þessum upphafs mínútum og United virtust aðeins vera búnir að girða sig í brók eftir flengingu helgarinnar. Menn hlupu hver fyrir annan og sinntu varnarvinnunni þótt stundum hafi litlu mátt muna að heimamenn kæmust inn fyrir. Eftir tæplega hálftímaleik komst Bayern meira inn í leikinn og tók meiri völd á vellinum eftir erfiða byrjun. Þeir léku boltanum vel á milli sín en það virkaði þó ekki hættulegt. Sem oft getur reynst lognið á undan storminum.
Því þegar Leroy Sane fékk boltann á hægri kantinum og tók stutt þríhyrningaspil við Kane sem var í vítateig United, fékk Sané sæmilegasta skotfæri fyrir utan teiginn, Skotið var ekkert sérstakt og í raun beint á Onana sem ákvað að leyfa boltanum hins vegar að fara undir sig. 1-0, nokkuð gegn gangi leiksins þó heimamenn hafi reyndar verið farnir að fikra sig ofar á völlinn.
Aftur áttu heimamenn góða sókn sem endaði með því að Musiala brunaði á Dalot og komst djúpt í vítateiginn og eftir smá klafs og með örlítilli heppni fríaði hann sig frá þeim portúgalska og renndi boltanum á frían Gnabry sem setti boltann í fjærhornið og tvöfaldaði forystuna.
United hengdu hins vegar ekki hausinn, a.m.k. ekki strax og voru fljótir að skapa sér færi hinu megin á vellinum en næsta færi kom þegar Reguilon átti fyrirgjöf sem í raun lak yfir á fjærstöngina en Pellistri var mjög nálægt því að ná að pota boltanum inn en náði ekki til hans.
Leroy Sané var svo aftur á ferðinni rétt undir lok fyrri hálfleiks þegar hann dansaði tango inn í teig gestanna en sem betur fer skrúfaði hann boltann framhjá markinu. 2-0 í hálfleik og ekkert sem benti til þess að heimamenn myndu ekki fara frá borði með öll þrjú stigin.
Síðari hálfleikur fór af stað með látum. Rasmus Hojlund opnaði markareikning sinn fyrir United eftir einungis fjögurra mínútna leik en því miður var Adam ekki lengi í Paradís því jafnmörgum mínútum síðar fengu heimamenn vítaspyrnu. Harry Kane steig auðvitað á punktinn og setti boltann fast út við vinstri stöngina og Onana átti ekki fræðilegan möguleika að verja boltann. 3-1 og aftur virtist allt stefna í þægilega siglingu fyrir Bayernmenn.
Næsta markverða færi kom stuttu seinna þegar Sané komst inn fyrir vörnina vinstra meginn í teig United og kom fyrir sig skotfætinum en skaut í stöngina innanverða. Hann hefði líklegast geta gert algjörlega út um leikinn með örlítið hnitmiðaðra skoti en inn vildi boltinn ekki að þessu sinni. Við tók langur kafli af Sambandsdeildarklassa tennis, boltinn fór vallarhelminga á milli án þess að púlsinn hækkaði nokkurn tímann.
Allt þar til að United ákvað skyndilega að blása til sóknar þegar lítið lifði af venjulegum leiktíma. Þá upphófst skrautlegur kafli þar sem Martial átti sendingu á Bruno sem tók boltann viðstöðulaus áfram á Casemiro sem var í hlaupinu inn fyrir. En sá brasilíski datt og lá í teignum en tókst að sparka laust í boltann sem rúllaði í fjærhornið framhjá öllum sem í teignum voru. 3-2 og örlítill vonarneisti leit dagsins ljós, þrátt fyrir að uppbótartíminn væri einungis 4 mínútur.
En það kom í hlut varamannanna Thomas Muller og Mathys Tel hjá heimamönnum að skora næsta mark, en þýski reynsluboltinn vippaði boltanum laglega yfir varnarmúr gestanna og sá kornungi tók boltann viðstöðulaust og smurði honum upp í þaknetið framhjá Onana og jarðaði þar með vonir gestanna um að taka svo mikið sem eitthvað úr leiknum með heim til Englands. 4-2.
En það var hins vegar ekki allur vindur úr okkar mönnum ennþá því Garnacho kom askvaðandi upp vinstri vænginn og lék á örmagna Laimer og uppskar aukaspyrnu í upplögðu færi. Fyrirliðinn Bruno mætti á svæðið og setti boltann á markið, þó með ákveðnum fyrirgjafarbrag sem skilaði sér í því að Casemiro náði að nudda sér upp við tuðruna og hún endaði í netinu. 4-3.
En þá var tíminn búinn og ljóst að heimamenn halda uppteknum hætti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar áfram og fara með sigur af hólmi. United tókst í raun aldrei að komast nálægt þeim því mest allan leikinn lifði þessi 2 marka forysta. Besti maður vallarins var Musiala en Sané fylgir fast á eftir honum.
Onana vill sjálfsagt gleyma þessum leik enda óskaði hann sjálfur að fá að fara og tala við fréttamenn eftir leikinn. Margir úr United liðinu voru líflegir en varnarlínan var alls ekki nógu góð og einstaklingsmistök gerðu það að verkum að United átti í raun aldrei séns. En þetta var þó miklu skárra en um helgina. Næsti leikur er á laugardaginn þegar United mætir Kompany og lærisveinum hans í Burnley.
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
Eftir slæmt tap á laugardaginn hefðum við getað þegið auðveldan leik í kjölfarið til að reyna að koma liðinu í gang aftur en því er ekki að heilsa. Nú seinni partinn flaug United hópurinn til München og leikur gegn Bayern á Allianz Arena á morgun. Þeir sem fóru voru Onana, Heaton, Vitek og Bayındır.; Lindelöf, Martínez, Requilon, Dalot og Evans; Fernandes, Erisen, Casemiro, Pellistri, McTominay, Gore, Hannibal; Martial, Rashford, Højlund, Garnacho og Forson.
Það sést vel af þessu að hoggin hafa verið stór skörð í hópinn. Listinn yfir leikmenn sem ekki eru leikhæfir er: Wan-Bissaka, Varane, Maguire, Shaw, Malacia, Amrabat, Mainoo, Mount, van de Beek, Antony, Sancho og Diallo. Það er bara þokkalegasta lið, án markvarðar, og sex menn sem væru án efa í sterkasta byrjunarliðinu. Það er óþarfi að kalla það fyrirfram afsakanir þegar við sláum því föstu að þessi meiðslalisti hafi áhrif á þau vandræði sem liðið á í
Það eru ekki margir valkostir í stöðunni þegar stilla á upp liði:
Það er fyrst og fremst vörnin sem er fáliðuð núna sem er auðvitað frekar óþægilegt þegar Harry Kane bíður
Bayern hefur byrjað vel í Bundesligunni, unnu fyrstu þrjá leikina en gerðu 2-2 jafntefli á Allianz um síðustu helgi gegn Bayer Leverkusen. Og já, Harry Kane hefur byrjað af krafti og er búinn að skora fjögur mörk í fyrstu fjórum leikjunum.
Bayern hefur verið með nær sama lið í haust
Hörkusterkt lið þar sem við þekkjum nær alla leikmenn vel. Leroy Sané hefur byrjað tímabilið næstum jafnvel og Kane, er með þrjú mörk, en svo er það franski unglingurinn Mathys Tel, átján ára gutti sem hefur komið inná í öllum leikjum og skorað tvö mörk. Í vörninni verðum við að nefna Kim Min-jae sem slúðrið vildi endilega meina að væri á leiðinni til United snemma í sumar en fór svo áreynslulaust til Bayern.
Helsta fjarveran á vellinum er Kingsley Coman og svo er óvíst hvort Joshua Kimmich nái leiknum, ef ekki er búist við Konrad Laimer byrji. Thomas Müller er ekki búinn að vera fastamaður, byrjað tvo leiki en komið inn á í tveimur og þykir líklegra að Musiala verði fyrir valinu.
En markverðasta fjarveran er auðvitað Thomas Tuchel en hann er í banni. Nú verður fróðlegt að sjá hvort hann verði í símanum allan leikinn en það eru víst eitthvað þéttari reglugerðirnar í Evrópuboltanum en hér heima.
Síðast þegar United kom á Allianz tapaðist leikurinn þrjú-eitt, en það er auðvelt að segja að ein besta mínútan síðan Sir Alex hætti kom eftir að Uncle Pat skoraði þetta frábæra mark… og þangað til Bayern skoraði og slökkti vonirnar. Er það jinx að setja þetta hér? Held ekki.
Leikurinn hefst á slaginu sjö og dómari er Svíinn Glenn Nyberg.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 24 ummæli
United tók á móti Brighton á Old Trafford í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. United er í talsverðum meiðslavandræðum; Varane, Shaw, Mount, Mainoo, Malacia og Amrabat allir á meiðslalista, þá eru Sancho og Antony í öðruvísi vandræðum utan vallar. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar frá tapinu gegn Arsenal fyrir landsleikjahlé. Þeir Rasmus Hojlund, Sergio Reguilon og Scott McTominay komu allir inn í byrjunarliðið.
Byrjunarlið United
Varamenn: Bayindir, Evans, Maguire, Wan-Bissaka, Gore, Hannibal, Garnacho, Pellistri, Martial
Fyrri hálfleikur
Man Utd byrjaði fjörlega á Old Trafford. Á fimmtu mínútu fann Reguilon Marcus Rashford, sem prjónaði sig í gegnum vörn Brighton, en laust skot enska framherjans var varið af Jason Steele í marki Brighton.
Skömmu síðar opnaði Hojlund næstum því markareikning sinn í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir félagið. Hann náði hins vegar ekki alveg lágri sendingu Rashford þar sem Lewis Dunk koma honum aðeins úr jafnvægi .
Brighton fór þá að ná fótfestu í leiknum og á 20. mínútu skoraði Welbeck sitt fjórða mark gegn sínu gamla liði. Framherjinn fann Simon Adingra á hægri kantinum, Adingra sneiddi boltann út í teiginn til Welbeck sem slúttaði boltanum af öryggi framhjá Andre Onana, 0-1.
Rashford virtist líklegastur til að jafna metin fyrir Manchester United – þrumuskot hans í miðjum vítateignum fór í Mahmoud Dahoud en hefði ábyggilega legið í netinu. Þá átti Rashford fínt upphlaup, en skot hans skaust af baki Joel Veltman og ofan á þverslána.
Stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks héldu United menn að þeir hefðu jafnað metin. Þegar að Rasmus Hojlund koma boltanum í netið eftir sendingu frá Rashford. Boltinn hafði þó farið rétt útaf áður en Rashford náði að sendi boltann. Ótrúlega tæpt og VAR tók langan tíma að meta hvort boltinn hefði farið allur útaf. Rashford fékk síðan fínt færi stuttu seinna þegar hann „köttaði“ inn á hægri en skot hans framhjá. Brighton leiddi 0-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikur
Rashford hélt áfram að vera líflegur og á 51. mínútu keyrði hann á vörn Brighton en skot hans endaði í hliðarnetinu. Tveimur mínútum síðar var komið að Brighton að sækja Lamptey sendi boltann á Pascal Gross rétt fyrir utan vítateig United, sem virtist vera með alltof mikið pláss og eftir létta gabbhreyfingu endaði skot hans í netmöskum United, 0-2. Ég á eftir að sjá þetta almennilega en það virðist vera að Eriksen hætti að elta Gross, enginn pikkar hann upp og fékk frítt skotfæri. Þar sem vörn United var á hælunum reyndi Martinez að koma í veg fyrir skot Gross, en þjóðverjinn las það og tók þægilega fintu og eftirleikurinn þægilegur. Það munu margir kannski segja að Martinez hafi selt sig en fyrir mér var lítið annað í stöðunni þar sem argentínu maðurinn var að reyna þrífa upp fyrir annarra mistök.
Á 64. mínútu gerði Ten Hag sína fyrstu breytingar, þegar Hojlund var skipt út fyrir Antony Martial og Casemiro út fyrir Hannibal Mejbri. Stuðningsmenn á Old Trafford púuðu þá ákvörðuna að taka Hojlund útaf. Vont varð verra þegar Brighton bætti við þriðja. Svipað mark og fyrsta markið en nú var það Lamptey sem fann ódekkaðan Joao Pedro við vítateiginn sem átti fast skot talsvertí hornið, Onana var í boltanum en skotið of gott, 0-3.
Allt virtist vonlaust en beint eftir mark Brighton fengu United menn að fagna einhverju þegar Hannibal Mejbri átti frábært skot af 25 metrum sem endaði í netinu, 1-3. United náðu þó ekki að gera leikinn spennandi, nokkur hálffæri og talsvert af hornspyrnum en liðinu tókst ekki að ógna marki Brighton af alvöru eftir þetta, Pellistri, Wan-Bissaka og Garnacho komu inn á en tókst ekki að setja mark sitt á leikinn. Það voru hins vegar Brighton sem voru næst því að bæta við marki, þegar að Ansu Fati sem koma inn á í seinni hálfleik, fékk mjög fínt færi en Onana sá við honum. 1-3 úrslitin staðfest og United sigrað á heimavelli og þriðji tapleikurinn á tímabilinu staðreynd.
Að lokum
Þetta var alls ekki lélegasti leikur United á tímabilinu en varnarleikurinn var talsvert verri en t.a.m. á móti Arsenal. Liðið byrjaði af krafti og virtust vera með Brighton liðið sem vill halda mikið í boltann upp við kaðlana. Það varð þó augljóst að upplegg Brighton var talsvert öðruvísi en það hefur verið í upphafi móts De Zerbi ætlaði greinilega að beita skyndisóknum og leyfa United að halda í boltann í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og tók Brighton við því að vera meira með boltann. Sérstaklega seinustu 25 mínúturnar þegar þeir héldu boltanum endalaust og drápu alveg leikinn.
Mestu vonbrigðin í leiknum voru helst að það var augljóst að Brighton er miklu klínískari en United á síðasta þriðjung vallarins. Þá er varnarskipulag United enn þá í ólagi, það er eins og það sé stöðugur samskiptavandi í vörninni og lið eins og Brighton refsa. Það er líka mjög erfitt gegn liði eins og Brighton sem spilar hraðann bolta að vera með Eriksen og Casemiro saman á miðjunni.
Ef að við leygum okkur að vera aðeins bjartsýn, þá var fyrsti leikur Hojlund fínn. Það var gott að geta fundið danann í lappir og látið hann var uppspilspunkt, þá var hann handfylli fyrir Lewis Dunk sem er ekkert lamb að leika sér við. Reguilon var einnig mjög sprækur og hann og Rashford voru alltaf hættulegir saman á vinstri kantinum.
Tímabilið byrjar ekki vel og lítið til þess að vera bjartsýnn yfir, en dómdagsspám um að allir í liðinu séu ömurlegir og Ten Hag viti ekki hvað hann sé að gera ætla ég ekki að vera sammála. United á leik gegn Bayern Munich í miðri viku þar sem liðið þarf að spila betur varnarlega ef það á að eiga einhvern séns. Næsta helgi er það svo Burnley úti og ef að liðið á ekki að enda + 10 stigum á eftir efstu liðum þá þarf liðið sigur.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | Engin ummæli
Manchester United tekur á móti Brighton & Hove Albion á morgun, laugardaginn 15. september, klukkan 14:00. Loksins loksins er landsleikjahléið búið og enska deildin hefst aftur um helgina. Það var fúlt fyrir United stuðningsmenn að fara með frústrerandi tap gegn Arsenal á bakinu inn í landsleikjahlé. Það var þó kannski allt í lagi fyrir United að fá tæplega tveggja vikna pásu þar sem liðið endaði með Maguire og Evans í miðvörðum gegn Arsenal. Meiðsli hafa plagað rauðu djöflana í upphafi tímabils: Varane, Mount, Shaw, Mainoo og Malacia eru allir meiddir og einhver óvissa ríkir um nýjasta lánsmann United, Sofyan Amrabat. Lisandro Martinez og Victor Lindelöf ættu þó báðir að vera tilbúnir sem er mjög ánægjulegt.
Ekki nóg með að landsleikjahléið hafi verið þunglyndislegt vegna skorts á ensku úrvalsdeildinni, heldur var kastljósi fjölmiðlanna beint að United vegna talsvert óskemmtilegra mála. Antony málið er nú komið á þann stað að hann hefur verið settur í leyfi á meðan lögreglan rannsakar málið. Undirritaður hefur þó ekki alveg nógu mikið fylgst með málinu til þess að tjá sig um það í löngu máli, það er þó grafalvarlegt. Þá tók Sancho ummælum Erik Ten Hag eftir Arsenal leikinn heldur betur illa. Enski vængmaðurinn ákvað að skella sér (eða senda samfélagsmiðlastjóra sinn) á twitter eftir að Ten Hag sagði að hann hefði ekki verið í hóp vegna lakrar frammistöðum á æfingum undanfarið. Að mínu mati frekar barnaleg hegðun af atvinnuknattspyrnumanni en dæmi hver fyrir sig. Óvissa ríkir núna um framtíð Sancho hjá félaginu sem og Antony.
Við skulum þó ekki missa okkur í neikvæðu fréttunum, heldur frekar reyna vera bjartsýn, það er nú einu sinni bara september. Það hefði verið hægt að fá þægilegri mótherja en Brighton svona í ljósi erfiðrar byrjunar og mikilla meiðsla. Brighton situr í 6. sæti deildarinnar og hefur unnið 3 af 4 fyrstu leikjum sínum og litið mjög vel út í byrjun tímabils. Þetta er þó heimaleikur og United hafa verið sterkir á Old Trafford undanfarið ár. Það virðist ekkert hafa háð mávunum að missa Caicedo og Mac Allister í sumar. Liðið er þó langt frá því að vera í jafn miklum meiðslavandræðum og United, en þó er Evan Ferguson tæpur fyrir leikinn og þá eru þeir Julio Enciso og Jakub Moder báðir meiddir.
Það verður skemmtilegt að sjá hvort eitthvað af nýju leikmönnum United fái tækifæri um helgina, ég tel það eiginlega alveg víst að Højlund byrji eftir kröftuga innkomu gegn Arsenal. Barátta danans gegn Lewis Dunk gæti orðið mjög fróðleg, það er a.m.k. víst að Lewis Dunk vonast frekar eftir því að mæta Anthony Martial heldur en Rasmus.
United:
Það er erfitt að segja til um hvernig byrjunarlið United verður á morgun, getur Amrabat byrjað? Byrjar Reguilon? Hver verður á hægri kanti? Ég myndi ekki þora að veðja miklum pening á nákvæmt byrjunarlið. Ég ætla vera djarfur og spá Pellistri á hægri kanti, Bruno gæti verið þar sem og Garnacho. Ef Bruno er á hægri kanti gæti Eriksen færst upp í holuna og annað hvort Amrabat eða McTominay dottið inn á miðjuna. Þá er spurning hvort Reguilon eða Dalot byrji í vinstri bakvarðar stöðunni, miðað við frammistöðu Dalot gegn Arsenal held ég að hann fái traustið.
Brighton:
Þetta er mjög mikilvægur leikur, sigur gegn Brighton gæti „kickstartað“ tímabili United og komið með meiri bjartsýni og jákvæðni inn í klúbbinn sem heldur betur þarf á þessum tímapunkti. Það má þó ekki gleyma því að undanfarið hefur United strögglað talsvert gegn Brighton sem og hefur Brighton verið að spila einn skemmtilegasta boltann í deildinni, þannig gæti leikurinn orðið talsvert erfiður. Ég held að leikurinn verði talsvert jafn og fjörlegur, De Zerbi vill ýta liðinu sínu hátt upp á völlinn og pressa og það gæti orðið til þess að svæði myndist fyrir Rashford og Højlund. Aðaldómari leiksins verður ástralinn Jarred Gillet og vonandi fáum við bara leik sem litast ekki af vafasömum dómum. Síðast en ekki síst geta áhugasamir séð innbyrgðis viðureignir liðanna í deild frá stofnun Premier League hér að neðan.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!