
Liðið gegn City

Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Manchester United leikur gegn Manchester City á borgarleikvanginum í Manchester á morgun. Hvorugu liðinu hefur gengið vel að undanförnu – sem að minnsta kosti ekki United í óhag. Meiðslalisti City er töluvert lengri en hjá United um þessar mundir.
City er með þriðja lakasta árangurinn í síðustu fimm leikjum í ensku úrvalsdeildinni, hefur tapað þremur, unnið einn og gert eitt jafntefli. Liðið er þar með í hóp með liðum sem almennt er ekki eftirsóknarvert að vera innan um, eins og Southampton, Leicester, Wolves og Tottenham. Árangur United er illskárri, tveir sigrar, tvö töp og jafntefli. Til að bæta gráu ofan á svart er City aðeins með einn sigur í síðustu tíu leikjum.
City stendur þó mun betur í deildinni, er í 5. sæti með 27 stig og myndi með sigri á morgun ná Arsenal, sem er þriðja, að stigum. United er á móti í 13. sæti með 19 stig. Sigur kæmi liðinu ekki nema upp um eitt sæti, það yrðu sætaskipti við Tottenham.
United tapaði með klaufagangi fyrir Nottingham Forest á Old Trafford fyrir viku. Liðið vann síðan Viktoria Plzen í Evrópudeildinni í Tékklandi í vikunni. Þar var engin flugeldasýnin, þótt seinni hálfleikurinn væri virkilega fínn.
Af þeim sem meiddir hafa verið hjá United er það helst að frétta að Johnny Evans hefur verið við æfingar í vikunni. Luke Shaw er meiddur.
Ruben Amorim hefur fiktað með byrjunarliðið í hverjum leik síðan hann tók við í lok nóvember, enda þörf á að halda mönnum ferskum í gegnum mikið leikjaálag því tveir leikir viku eftir viku geta sagt til sín. Rasmus Höjlund gerir trúlega tilkall til byrjunarliðssætis eftir að hafa leikið lykilhlutverk í Tékklandi.
Meiðsli hafa haft sitt að segja um vandamál City. Mestu munar um Rodri, sem er frá út tímabilið. Rico Lewis verður ekki með á morgun og Manuel Akanji, John Stones og Nathan Ake eru allir tæpir svo varnarlínan er brothætt. Ederson og Stefan Ortega hafa skipt með sér markvarðastöðunni í síðustu leikjum. Mateo Kovacic og Phil Foden eru heilir.
Leikurinn hefst klukkan 16:30.
Hagur Manchester United í Evrópudeildinni er að vænkast eftir tvö sigra í röð. Líkt og gegn Bodö/Glimt fyrir tveimur tók það tíma fyrir United að komast yfir og Rasmus Höjlund sá um mörkin.
Fyrri hálfleikur var færalaus og því ekki vert að eyða fleiri orðum í hann. Strax á þriðju mínútu seinni hálfleiks ákvað André Onana að kveikja í fjörinu með að senda boltann beint í fætur eins Tékkans og sá kom boltanum fyrir á félaga sinn Vydra sem kom Viktoria yfir.
Ruben Amorim hélt áfram tilraunum með liðið, svo sem Johsua Zirksee og Tyrrell Malacia í byrjunarliðið. Það virkaði ekki og eftir tíu mínútur í seini hálfleik fór hann að breyta til baka. Fyrst brást hann við því þegar Marcus Rashford var næstum búinn að fá sitt annað gula spjald fyrir tæklingu og skipti honum út fyrir Höjlund. Fimm mínútum síðar fór Zirksee út fyrir Mount og Anthony kom inn fyrir Malacia en Diego Dalot fór úr hægri kantbakverði í þann vinstri.
Frá þeirri stundu var United miklu betra liðið í leiknum. Jöfnunarmarkið kom strax eftir seinni skiptinganrar, Antony losaði um Diallo hægra megin, skot hans (eða sending) hrökk af varnarmanni og fyrir Höjlund.
United fékk nokkur ágæt færi, tvö þó best. Á 76. mínútu slapp Mason Mount inn fyrir vinstra megin en markvörður Viktoria varði vel. Á 83. mínútu fékk Mount líka gott skotfæri, aðeins þröngt þó og markvörðurinn varði aftur.
Það var eitt færi eftir. Á 88. mínútu var dæmd hendi á sóknarmann heimamanna, sem var að reyna komast fram eftir horn. Bruno sá pláss vinstra megin við Höjlund og sendi boltann þangað. Daninn sýndi styrk og hélt varnarmanninum vel frá sér, tók vel við boltanum, lét hann skoppa nett áður en hann smellti honum á markið.
Bruno átti góðan dag á miðjunni, var maðurinn sem sóknarleikur United fór í gegnum en það var Höjlund sem stal senunni með tveimur mörkum. Innkoma hans gerði United betur kleift að senda boltann fram og halda boltanum þar. Casemiro verðskuldar líka hrós fyrir að hafa unnið öll 10 nágvígin.
United fékk engin færi fyrsta klukkutíma og sóknarleikurinn var jafn dauður og á tíma ten Hag. Skiptingarnar breyttu þessu. Annan leikinn í röð gerir Onana byrjendamistök sem kosta United mark.
Fín innkoma Anthony hægra sem hægri kantmaður megin. Það virðist gefast betur fyrir Amorim að vera með örvættan kantbakvörð, þá Dalot, vinstra megin. Amad Diallo var fyrir aftan framherjann lengst af leiknum. United er ósigrað í sex fyrstu Evrópudeildarleikjunum – Viktora fór taplaust inn í leikinn.
Kemur betur í ljós síðar í kvöld þegar aðrir leikir klárast. United er hins vegar komið í 12 stig og í það minnsta tímabundið í hóp átta efstu liðanna, sem þýðir að ekki þarf að spila aukaleiki um að komast í 16 liða úrslitin. Í næsta nágrenni er Glasgow Rangers sem United á í næstu umferð. Sá leikur er þó ekki fyrr en 23. janúar. United spilar næst í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag, útileik gegn City.
Leny Yoro spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í 2-0 tapinu fyrir Arsenal á miðvikudag. Fleiri leikmenn snúa til baka fyrir leikinn gegn Nottingham Forest í dag.
Fyrst ber að nefna að Kobbie Mainoo og Lisandro Martinez snúa aftur úr leikbanni. Líklegt er að Martinez komi aftur inn í byrjunarliðið og verði vinstra megin í vörninni. Harry Maguire byrjaði sinn fyrsta leik í langan tíma, hann var í miðjunni og Mathijs de Light hægra megin.
Nouassir Mazraoui var vinstra megin í vikunni og fer væntanlega yfir til hægri. Tyrrell Malacia entist aftur einn hálfleik, væntanlega kemur Diego Dalot í hans stað. Amad Diallo hlýtur að vera búinn að eigna sér hægri kantbakvarðarstöðuna.
Til viðbótar er Victor Lindelöf farinn að geta æft aftur eftir meiðsli, en verður víst ekki með á morgun. Hann gæti mætt í Evrópuleikinn í vikunni. Jonny Evans er meiddur. Luke Shaw er þar með að verða einn eftir á meiðslalistanum. Ómögulegt virðist að segja til um hvernig byrja á miðju og frammi.
Hjá Forest virðast fair nýir leikmenn á meiðslalistanum. Danilo, Ibrahim Sangare og Andrew Omobamidele hafa verið frá í talsverðan tíma.
Forest er í sjöunda sæti ensku úrvaldeildarinnar fyrir leikinn með 22 stig en United í því þrettánda með 19 stig. United hefur betra markahlutfall og færi því upp fyrir Forest með sigri.
Á vesturströnd Bretlands hafa verið gefnar út rauðar viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar á morgun. Íþróttaleikjum í Wales hefur verið frestað. Gert er ráð fyrir leikir í Englandi fari fram á eðlilegan hátt, en það gæti samt orðið hvasst.
Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Tyrell Malacia byrjar sinn fyrsta leik í 556 daga og þarf að taka á móti Bukayo Saka á kantinum. Martinez er í banni þannig að Harry Mauire kemur inn. Kannski ekki sterkasta vörn sem við gætum séð en Amorin gefur ekkert eftir. 3-4-3 er kerfið og leikmenn verða ð venjast.
Arsenal kom boltanum í markið á fjórðu mínútu en það var klár rangstaða þanig þurfti ekki að hafa áhyggjur af því. Annars var bara United þó nokkuð með boltann, héldu honum ágætlega. Bæði lið pressuðu hátt en færi létu verulega á sér standa, loksins á 25. mínútu kom skot að marki United, Martinelli skaut framhjá eftir horn.
Annars ógnaði Arsenal lítið sem ekkert, United uppstillingin var að virka vel til að stöðva þá. Loksins á 43. kom almennileg sókn United og pressa, Garnacho átti villt skot sem stefndi útaf en sveigði það mikið að Maguire náði til boltans, og síðan átti Dalot skot þröngt utan úr teig og framhjá fjær.
Malacia hafði orðið sér úti um gult spjald í hálfleiknum, þannig að Amorin setti Amad inn fyrir hann í hálfleik. Annars fín frammistaða hjá Malacia en ekki alveg kominn í fullt leikform.
Arsenal byrjuðu seinni hálfleikinn mun sprækari og sóttu mikið á United. Það var því eftir gangi leiksins sem þeir tóku forystuna, auðvitað eftir fast leikatriði. Rice tók horn og Jurrien Timber var eini maðurinn sem komst í boltann og skallaði aftur fyrir sig og framhjá Onana. Smá vesen á United þarna í dekkningu.
Amorin hefur sýnt strax að hann er óhræddur við skiptingar og á 59. mínútu kom þreföld. Garnacho, Mount og Maguire fóru útaf og inná komu Rashford, Zirkzee og Leny Yoro í sínum fyrsta alvöru leik fyrir United.
United fékk fínt tækifæri á 67. mínútu. Amad grillaði Zinchenko á kantinum og var svo togaður niður. Bruno gaf inn á teigin og þar var de Ligt með flottan skalla en Raya henti sér með miklum tilþrifum og blakaði boltanum frá. United orðið þó nokkuð frískara eftir skiptingarnar. En það var Arsenal sem skoraði og auðvitað aftur eftir horn og enn ódýrara í þetta skiptið. Boltinn fór yfir allan markteiginn, Partey skallaði tilbaka, í bakið á Saliba og inn. 2-0.
Rétt á eftir komst svo Havertz inn fyrir, en Onana lokaði markinu vel.
Eins og skýrslan gefur til kynna fékk United afskaplega fá tækifæri í þessum leik og Rasmus Höjlund kom varla við sögu. Síðasta skiptingin var því að taka hann útaf og senda Antony inn á. Antony kom við sögu fljótlega þegar brotið var á honum og united fékk aukaspyrnu rétt utan teigs. Hann hljóp yfir boltann og Bruno bjó sig til að skjóta en gaf í staðinn inn í teig á Antony. Hann var í þokkalegu færi en þröngu og skaut beint á Raya sem náði að lyfta hönum til að verja. Nokkuð skemmtilegur snúningur þó ekki færi vel.
Það var margt gott í þessum leik. Það er ljóst að það er verið að þjálfa liðið og að eins og það sé í fyrsta skiptið í langan tíma. Þetta var þéttur varnar- og miðjuleikur en á kostnað sóknarinnar. United fékk ekki eitt horn í leiknum, en Arsenal þrettán. Það gengur ekki gegn þessu liði sem er Stoke ársins 2024, hættulegasta lið deildarinnar úr föstum leikatriðum.
Áfram gakk!
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!