Það má segja að á morgun verði krísufundur á Old Trafford. Tvö lið sem eru hnífjöfn í deildinni, hafa 7 stig eftir 2 sigra, eitt jafntefli og tvö töp mætast. Munurinn er sá að Spurs er me fjögur mörk í plús en markatala United er á núllinu. Það hefur gustað um báða stjóra og Ange Postecoglu er farinn að sjá, líkt og Erik ten Hag, köll eftir að hann fái að taka pokann sinn. Ólíkt Ten Hag hefur hann átt betri tíð síðustu vikuna, 3-1 sigur á Brentford um síðustu helgi og 3-0 sigur á Qarabağ í Evrópudeildinni hafa létt skap Tottenham manna á meðan að jafnteflin gegn Palace og Twente hafa ekkert gert til að gleðja United stuðningsmenn
Ef það er eitthvað sem hefur plagað United liðið í haust þá er það færanýtingin. XG, sú yndislega tölfræði, getur liðinu tæp tíu vænt mörk í deild en liðið hefur skorað fimm. Nú er spurningin hvort Ten Hag breyti til í framlínunni og setji Rasmus Højlund í byrjunarliðið. Bjartsýnasta fólk sér fram á að Bruno Fernandes sem hefur verið ansi mistækur það sem af er leiktíð fái að hvíla og Joshua Zirkzee færi sig aftar á völlinn. Ég geri ekki ráð fyrir neinu slíku og set upp vænt byrjunarlið svona. Christian Eriksen hefur verið í fínu formi, byrjað fjóra leiki í röð og skoraði gegn FC Twente, en gerði svo mistökin sem leiddu til jöfnunarmarksins og ég held hann fari á bekkinn. Ugarte og Mainoo er tvíeyki sem mörg búast við að verði aðal miðjudúóið í vetur og þeir þurfa að sýna þeir passi saman.
Mathijs de Ligt kemur auðvitað aftur í vörnina og bakverðirnir eru öruggir með stöður sínar, það er enn þó nokkuð í Luke Shaw.
Tottenham
Sem fyrr segir er ekki alveg lygn sjór í kringum Ange Postecoglu en sex mörk í tveimur leikjum verður að teljast nokkuð gott. Brennan Johnson og Dominic Solanke hafa séð um fjögur þeirra og eru klárlega hætturnar i þesus liði. Son Heung-min (ekki Min Søn eins og uppstillingargræjan okkar virðist vilja kalla hann) verður kominn á sinn stað. Það virðist því ljóst að Tottenham muni skora mörk á morgun og eins gott að United nái að svara því. Ef ekki vitum við alveg hvernig umræðan verður eftir leik.