Leny Yoro spilaði sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í 2-0 tapinu fyrir Arsenal á miðvikudag. Fleiri leikmenn snúa til baka fyrir leikinn gegn Nottingham Forest í dag.
Fyrst ber að nefna að Kobbie Mainoo og Lisandro Martinez snúa aftur úr leikbanni. Líklegt er að Martinez komi aftur inn í byrjunarliðið og verði vinstra megin í vörninni. Harry Maguire byrjaði sinn fyrsta leik í langan tíma, hann var í miðjunni og Mathijs de Light hægra megin.
Nouassir Mazraoui var vinstra megin í vikunni og fer væntanlega yfir til hægri. Tyrrell Malacia entist aftur einn hálfleik, væntanlega kemur Diego Dalot í hans stað. Amad Diallo hlýtur að vera búinn að eigna sér hægri kantbakvarðarstöðuna.
Til viðbótar er Victor Lindelöf farinn að geta æft aftur eftir meiðsli, en verður víst ekki með á morgun. Hann gæti mætt í Evrópuleikinn í vikunni. Jonny Evans er meiddur. Luke Shaw er þar með að verða einn eftir á meiðslalistanum. Ómögulegt virðist að segja til um hvernig byrja á miðju og frammi.
Hjá Forest virðast fair nýir leikmenn á meiðslalistanum. Danilo, Ibrahim Sangare og Andrew Omobamidele hafa verið frá í talsverðan tíma.
Forest er í sjöunda sæti ensku úrvaldeildarinnar fyrir leikinn með 22 stig en United í því þrettánda með 19 stig. United hefur betra markahlutfall og færi því upp fyrir Forest með sigri.
Á vesturströnd Bretlands hafa verið gefnar út rauðar viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar á morgun. Íþróttaleikjum í Wales hefur verið frestað. Gert er ráð fyrir leikir í Englandi fari fram á eðlilegan hátt, en það gæti samt orðið hvasst.
Leikurinn hefst klukkan 17:30 að íslenskum tíma.