Maggi, Ragnar, Hrólfur og Friðrik fóru yfir fyrsta leik tímabilsins gegn Wolves, félagaskiptagluggann hingað til og mögulega endurkomu Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 111. þáttur
Magnús Þór skrifaði þann | 1 ummæli
Maggi, Ragnar, Hrólfur og Friðrik fóru yfir fyrsta leik tímabilsins gegn Wolves, félagaskiptagluggann hingað til og mögulega endurkomu Mason Greenwood.
Rauðu djöflarnir á:
Apple Podcasts
Spotify
MP3 skrá: 111. þáttur
Björn Friðgeir skrifaði þann | 12 ummæli
Byrjunarliðið nú í upphafi tímabils velur sig því sem næst sjálft
Varamenn: Henderson, Dalot, Lindelöf (46.), Maguire, Erikssen (67.), McTominay (88.), Pellistri (77.), Martial, Sancho (67.)
Það kann að vera að bekkurinn sé ekki nógusterkur en ef við fáum miðvörð og miðjumann og svo Kobbie Mainoo og Höjlund verður þetta strax betra
Wolves leit svona út
Fyrstu tuttugu mínúturnar í leiknum gekki boltinn fram og til baka en hvorugt lið náði að skapa alvöru færi, Wolves voru svo sem alveg jafn nálægt því og United, reyndu alveg að sækja. Af kantmönnunum sást meira til Antony en hann átti erfitt með að koma með góðar sendingar, hlaup hans enduðu alla jafna á því að hann sendi bolta sem endaði í vörn Úlfanna. Fyrsta skotið að ráði var meira að segja andstæðinganna, Sarabia komst í alveg þokkalega stöðu, skotið fór aðeins í Varane og rétt framhjá fjær stöng. Smá fjör í teignum eftir hornið en ekkert hættulegt. Enn og aftur var það Wolves sem ógnaði, stungusending, Cunha stakk Martines af og skaut, aftur fór skot Wolves rétt framhjá fjær stöng. United langt frá því að vera sannfærandi.
En undir lok hálfleiksins komst aðeins meiri ákafi í sóknir United og þeir fóru að komast meira upp að og inn í vítateig. Það urðu þó engin færi úr því og leikurinn markalaus í hálfleik og ef einhverjir áttu að vera svekktir yfir því voru það Úlfarnir.
Lisandro Martines fékk gult spjald í fyrri hálfleik og Viktor Lindelöf kom inná, en það voru ekki liðnar fjórar mínútur þegar Cunha átti að koma Wolves yfir. Frábær sókn, sending inn á teiginn var framlengt, og Cunha var á markteigshorninu en skaut í stöngina utanverða í opnu færi. United stálheppið þar!
Cunha var svo enn á ferðinni þegar hann óð upp völlinn og fékk að taka skot utan teigs óáreittur, Onana skutlaði sér og hefði átt að gera betur en að stýra boltanum í horn. Úr því varð svo ekkert.
Ten Hag reyndi að hreista aðeins upp í þessu með að setja Eriksen og Sancho inn á fyrir Mount og Garnacho, hvorugur þeirra hafði nokkuð gert af viti. Það verður að segja að það hafi tekist því á 76. mínútu skoraði Varane. United var búið að sækja á og Bruno vippaði boltanum inn á teiginn, Wan-Bissaka tók boltann viðstöðulaust og gaf fyrir og þar var Varane og skallaði inn af markteig. Kannske ekki besta vörnin en fínt mark.
Pellistri kom inná fyrir Antony en sást lítið, því Wolves sóttu mikið á síðasta kortérið. Ten Hag gerði varnarsinnaða breytingu og setti McTominay inn á fyrir Rashford.
Wolves var í stöðugri sókn síðustu mínturnar af sjö mínútna viðbótartíma og voru svekktir að fá ekki víti þegar Onana kom stökk út og fór beint í Kalajdzic án þess að ná til boltans. VAR sleppti því, frekar óvænt og United hélt út
Þetta var vont. Þetta var rosalega vont. Það er varla nokkur leikmaður sem fær plús í kladdann nema Varane að hafa hangið frammi eftir að horn rann út í sandinn og skorað markið eins og hver annar senter af gamla skólanum. Miðja Wolves var sterkari fljótari og grimmari og ef Ten Hag ætlast til að United haldi boltanum og stjórni leiknum eru erfiðir dagar á æfingasvæðinu framundan hjá leikmönnum, það verða engin grið gefin. Onana var þokkalegur en hefði átt að fá á sig víti, eina björgunin er sú að sögulega hafa markmenn fengið að koma svona út og fara í sóknarmenn án þess að dæmt sé á þá en Wolves mega alveg vera súrir.
Betur má ef duga skal, næsti leikur er á laugardaginn á Tottenham Hotspur Stadium. Það gæti orðið langur laugardagur á Ölveri.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 4 ummæli
Loksins er sumrinu að ljúka og boltinn að byrja að rúlla. Við höfum verið þöglir í sumar og því ekki farið yfir það eina sem gerist á sumrin – leikmannamálin. Þetta hefur verið frekar einfalt allt í sumar. Kaupin voru gerð tiltölulega hávaðalaust og þó kannske sumum finnist að United hafi ofborgað eins og venjulega, þá er það líklega bara tja, eins og venjulega. United skattur. Áfram er haldið að hreinsa út, og eins og venjulega fæst ekki nógu mikið fyrir þá sem fara enda fæstir dáðadrengir.
Mason Mount kom frá Chelsea, átti eftir eitt ár á samningi og vildi ekki endurnýja og Chelsea þurfti því að selja. Mount var búinn að vera þar frá barnæsku, var valinn leikmaður ársins þar bæði tímabilin 2020/21 og 2021/2 en átti aðeins erfiðar uppdráttar í fyrra, skoraði lítið sem hann var þó þekktur fyrir og samningamálin voru að þvælast fyrir, Mount þótti Chelsea ekki meta sig að verðleikum eftir leikmannahringekjuna þar og ákvað því að yfirgefa uppeldisfélagið. Hann er á besta aldrei, aðeins 24. ára.. Mount hefur staðið sig ágætlega á undirbúningstímabilinu og engin ástæða til að ætla annað en að maður með 36 landsleiki gyrði sig í brók. Mount er hugsaður sem framliggjandi miðjumaður og mun kom fyrst og fremst í stað Christian Eriksen, spila framar en Casemiro og aftar en Bruno Fernandes en ætti þó að eiga auðvelt með að leysa þann síðarnefnda af. Ten Hag veit hvað hann er að gera, eins og með svo mörg kaup Ten Hag eru tengsl: Mount spilaði á láni með Vitesse í hollensku úrvalsdeildinni 2017/18.
Embed from Getty Images
Um kosti og galla David de Gea hafa verið skrifuð óteljandi orð og óþarfi að fara nánar í það. Málið er einfalt: André Onana er nútíma markvörður sem tekur virkan þátt í uppbyggingu spils. Það er ólíklegt að hann eigi eftir að verja jafn ótrúlega og De Gea gerði stundum, en það er ekki það sem er spurt um fyrst og fremst í dag. Ten Hag vissi hvað hann vildi og sótti manninn sem hafði spilað fyrir hann öll árin hjá Ajax. Það er ólíklegt að hann vinni gullhanskann en það er á hreinu að spilið hjá liðinu verður allt öðruvísi. Svo er það líka varnarinnar að sjá til þess að verjast.
Embed from Getty Images
Það var aldrei að fara að gerast að United myndi sækja Harry Kane í greipar Daniel Levy, enda Kane ekki seldur fyrr en Levy gat verið nokkuð viss að United reyndi ekki að stela honum. Þess í stað kemur ungstirnið Rasmus Højlund frá Atalanta. Hann var seldur frá FCK til Sturm Graz í fyrra, frá Sturm Graz til Atalanta síðasta sumar, skoraði sex mörk í sex landsleikjum síðasta vetur og er nú kominn til United á, ja, tiltölulega háa upphæð. Smellubeitur hafa reynt að leggja þá skandinava Højlund og Haaland að jöfnu og þá til að búa til óraunhæfar væntingar svo hægt sé að ráðast á Højlund um leið og hann skorar ekki grimmt. Við hlustum ekki á slíkt. Højlund mun þurfa aðlögun ekki síst vegna þess að hann er ekki í leikformi enn og við verðum að vera alveg róleg. Það hefði vissulega verið frábært ef uppbyggingin sem við hefðum verið að sjá hefði verið fullkomnuð með risanafni sem myndi skora frá fyrsta degi, en þetta er jú uppbygging og við bíðum róleg eftir að Rasmus sýni sitt.
Embed from Getty Images
Sem fyrr sagði hafa sölurnar verið hægari. Fred kvaddi í vikunni og þökkum við honum framlag hans, Alls ekki jafn slakur og stundum var látið en ekki mikil framtíð í honum. Nú er horft til þess að losa Maguire en launapakkinn hans er vandamál þegar kemur að West Ham. Donny van de Beek gæti endað á láni til Ajax og nú er útlit fyrir að Scott McTominay fari hvergi.
Það eru þessar sölur sem þarf til til að þeir sem bíði með passana tilbúna komi. United er vissulega að ræða við Bayern um Benjamin Pavard sem myndi spila hægri miðvörð eða hægri bakk, og Sofyan Amrabat hefur beiðið spakur eftir að Ten Hag hringi. Það er einmitt Ten Hag tenging þar: Amrabat lék hjá Utrecht þegar Ten Hag stjórnaði þar.
Þetta kemur allt í ljós, en á morgun leikur United við Wolves í fyrsta leiknum
United á við eitthvað af meiðslum að stríða og auðvitað ber þar fyrstan að nefna Rasmus Højlund. Það er leiðinlegt að Kobbie Mainoo missi af byrjun tímabilsins eftir frábæra frammistöðu í undirbúningsleikjunum en svo er það varamannabekkurinn sem er á meiðslabekknum, Malacia, Henderson, Heaton, Martial, og Amad.
Þetta er því næstum því sterkasta lið sem United getur stillt upp og við verðum að fara þess á leit við drengina að þeir byrji eins og á að byrja: Með öruggum sigri.
Það hefur allt farið í skrúfuna hjá Wolves. Félagið hefur keypt of dýra leikmenn sem ekki hafa staðið sig og eru í stökustu FFP vandræðum. Fyrir vikið gátu þeir lítið sem ekkert keypt í sumar, og í síðustu viku raungerðist það sem legið hafði í loftinu, Julen Lopetegui gafst upp og samdi um starfslok og við tók fyrrverandi stjóri Bournemouth, Gary O’Neil. Liðinu er spáð svona á morgun
Mathias Cunha eru einu alvöru kaup sumarsins eftir að hafa verið á láni hjá liðinu síðasta vetur, en Matt Doherty er kominn til baka frá Athletico Madrid og gæti spilað. Rúben Neves er farinn til Saudi og Raúl Jiminez til Fulham og mikil reynsla horfin með þeim. Þetta lítur því vel út á pappírnum fyrir United, og sigur og að halda hreinu væri gott framhald á virkinu sem var reist á Old Trafford í fyrra þegar aðeins einn leikur tapaðist í deild og aðeins tíu mörk fengin á sig.
Leikurinn byrjar á slaginu sjö annað kvöld en ef eitthvað er að marka leiki helgarinnar má búast við nægum viðbótartíma í báðum hálfleikjum þannig úrslit verða ekki ljós fyrr en rúmlega níu! Simon Hooper er maðurinn sem sér til þess að allar tafir bætast við leiktímann.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 9 ummæli
Eins og dyggustu lesendur hafa tekið eftir hefur síðan legið í sumardvala. Af ýmsum ástæðum og aðstæðum pennanna var vorið erfitt í að manna skýrslur og fleira og það var því kærkomið sumarfrí sem við tókum okkur.
En nú er komið að alvörunni aftur og pennar hafa peppast upp á ný og planið fyrir haustið lítur vel út.
Við viljum því vara ykkur við að þetta er allt að fara í gang aftur, fyrsta upphitun kemur á morgun með hnausþykku yfirliti yfir sumarið og allt sem því fylgdi. Til að koma þessu vel í gang aftur biðjum við ykkur að vera duglega að deila síðunni okkar á samfélagsmiðlum, kommenta hér og á facebook og hjálpa okkur að koma skrjóðnum á fulla ferð!
Sjáumst!
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 17 ummæli
United mætti City í bikarúrslitaleik FA bikarsins, keppninni sem er kölluð sú elsta og virtasta í Englandi. Það kom ekki mikið á óvart í uppstillingu Ten Hag fyrir leikinn nema kannski að Fred byrjaði leikinn, Eriksen byrjaði í holunni og Bruno út á kanti. Meiðsli eru náttúrulega enn að plaga United en Antony var frá, Martial meiddist í lokaræðu Ten hag eftir leikinn gegn Fulham og Martinez auðvitað enn meiddur.
Lið Manchester United. Enginn Antony
Varamenn: Butland, Dalot, Maguire, Malacia, McTominay, Pellistri, Elanga, Garnacho, Weghorst
Lið City
Leikurinn byrjaði vægast sagt illa en Ilkay Gundogan skoraði eftir aðeins 13. sekúndur. Menn á ölver voru enn að ná í fyrsta bjórinn og varla hægt að ímynda sér verri byrjun. Ortega spyrnti boltanum langt fram, Haaland vann skallaeinvígi, Fred var ekki alveg í sambandi og Lindelöf skallaði sendingu Haaland beint fyrir fætur Gundogan sem tók hann á lofti og smellti honum í netmöskvann. David De Gea var stóð límdur á marklínunni og þrátt fyrir að skot Gundogan hafi verið gott þá mátti De Gea alveg reyna að verja skotið, þar sem boltinn endaði ekki í samskeytunum. Jæja 1-0 fyrir City og útlitið ekki gott. United vann sig aðeins inn í leikinn en City var lengst af betri aðilinn, Haaland fékk tvö færi sem enduðu annars vegar í höndum De Gea og hins vegar talsvert yfir markið. Á 32. mínútu sendi Bruno boltann yfir á Wan-Bissaka sem var í hlaupi inn á teiginn, Wan-Bissaka skallaði boltann aftur inn á teiginn en boltinn endaði í höndum Ortega. United menn vildu þó meina að boltinn hafi farið í hönd Jack Grealish, nokkru seinna stoppaði Paul Tierney leikinn og fór í VAR skjáinn. Eftir smá skoðun í VAR skjánum var ákvörðunin ljós, VÍTI fyrir United. Bruno fór á punktinn og sendi Ortega í vitlaust horn, 1-1 og allt í járnum. Lítið gerðist það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en Varane komst þó næst því að skora eftir að Casemiro fleytti áfram sendingu úr horni sem Varane náði að setja fótinn í en boltinn talsvert framhjá City markinu. 1-1 í hálfleik og þrátt fyrir hörmulega byrjun þá var ekkert sem skildi liðin að í hálfleik. City voru vissulega betri í fyrri hálfleik og héldu boltanum betur. United átti erfitt með að spila boltanum í gegnum fyrstu pressu City og oft enduðu United menn á því að láta De Gea sparka langt. Spánverjinn er ekkert sérstaklega góður að hitta á sína eigin samherja þegar hann bombar boltanum fram og oft á tíðum endaði boltinn bara hjá Ortega markmanni City. City sköpuðu sér þó ekki urmul færa og áttu erfitt með að brjóta vörn United á bak aftur svona eftir 13. sekúndu leiksins. Eriksen var líklegast slappasti leikmaður United í fyrri hálfleik og hefur ekki alveg verið hann sjálfur eftir meiðslin. Það átti sér galið atvik í lok fyrri hálfleiks þegar að Wan-Bissaka „braut“ á Grealish og fékk gult spjald, ég hef sjaldan séð mann grýta sér í jörðina við jafn litla snertingu og Grealish þar, en dómarinn ræður víst.
Líkt og fyrri hálfleikinn byrjuðu City þann seinni betur og héldu boltanum vel. Á 50. mínútu braut Fred á Kevin De Bruyne út við hliðarlínu á vallarhelmingi United. De Bruyne tók aukaspyrnuna sjálfur, lyfti boltanum út fyrir teiginn þar sem Ilkay Gundogan beið, þjóðverjinn tók boltann í fyrsta og boltinn endaði í netinu, 2-1 fyrir City. Gundogan hitti boltann með legghlífinni og mann leið eins og hann væri heila eilífð að markinu. Mitt mat er að De Gea hefði átt að gera talsvert betur, það geta verið einhverjir markmanns sérfræðingar sem segja að hann hafi séð boltann seint. David De Gea er samt þekktur fyrir að vera shot stopper og að vera frekar lélegur í fyrirgjöfum, ef United á að fyrirgefa slappleika hans í fyrirgjöfum þá þarf hann að bæta það upp með því að verja svona skot. Það sem eftir lifði leiks reyndi United hvað þeir gátu en fengu ekki mikið upp úr því krafsi. Garnacho sem kom inn á fyrir Eriksen átti fína tilraun sem fór rétt framhjá markinu. Rashford átti fínt skot fyrir utan teig sem fór rétt yfir. Á loka mínútum leiksins skapaðist alvöru darraðardans inn í teig City þar sem Ortega varði vel, boltinn lenti ofan á slánni og McTominay sem kom inn á fyrir Lindelöf skallaði boltann í Rodri og í horn. City fengu líka ágætis færi í seinni hálfleik, De Bruney átti skot sem De Gea varði og Gundogan skoraði eftir að að De Gea varði skot frá Haaland en þjóðverjinn var klárlega rangstæður. Eftir 4 mínútna framlengingu sem varð 5 og hálf eftir tafir hja City leikmönnum flautaði Paul Tierney til leiks loka. Loka niðurstaða 2-1 fyrir City og þeir eiga enn séns á þrennunni.
City voru betri í leiknum en það United þurftu aðeins meiri heppni með sér í lið til þess að koma leiknum í framlengingu. Það er alveg augljóst að þetta City lið er betra en United liðið en það er samt ekki ósigrandi. Mér fannst vanta aðeins meiri ákefði og þrótt í United leikmennina, það hefði kannski ekki skilað sigri en bara að láta City leikmenn finna aðeins meira fyrir því hefði getað komið liðinu í framlengingu. Mörkin sem City skora eru bæði eitthvað sem á að vera hægt að koma í veg fyrir. Einbeitingarleysi á upphafs mínútum frá miðju- og varnarmönnum til markmanns er óásættanlegt í úrslitaleik. Seinna markið er líka einbeitingarleysi og markmannsmistök, það er það sem svíður mest að þetta er ekki City að vera „unplayable“ það er vel hægt að koma í veg fyrir þessi mörk.
Tímabil United er nú búið og nú hefst tímabil sem við United þekkjum of vel, að vera orðaðir við annan hvern leikmann í Evrópu. Fyrir mér, þrátt fyrir tap í þessum úrslitaleik, þá er Ten Hag á réttri leið með liðið og það verður spennandi að sjá liðið sem hefur næsta tímabil hjá Rauðu Djöflunum.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!