Það er er gaman að vera United-maður í dag. Við höfum skellt hurðinni kröftuglega á andstæðinga okkar í deildinni í undanförnum leikjum og Tottenham, City og Liverpool hafa fengið að kenna á því á afskaplega sannfærandi hátt. Með sigrunum á þessum liðum hefur United tekist að þau senda þau niður í harða baráttu um afgangana á meðan strákarnir okkar hafa komið sér í tiltölulega þægilega stöðu.
Áður en að tímabilið hófst rýndi ég aðeins í stigasöfnunina á síðasta tímabili til að sjá hvar svigrúm væri til þess að ná í stig til þess að ná í eitt af meistaradeildarsætunum, markmiðum þessa tímabils. Við fengum nóg af slæmum úrslitum á síðasta tímabili en frammistaðan gegn toppliðunum sveið mest. Það var eingöngu gegn Arsenal sem leikmenn United litu út fyrir að vera klárir í slaginn en það var nánast tilgangslaust að spila hina leikina, andleysið var algjört. Uppskeran var einungis 6 stig úr 12 leikjum.
Staðan í firmamótinu gegn liðunum í efsta þriðjungnum lítur aðeins betur út í dag en hún gerði undir lok síðasta tímabils:
Þetta er frábært og líklega aðalástæðan fyrir því að nú þegar hefur liðið náð í fleiri stig en á öllu síðasta tímabili. Það er þó eitt að ná í stig gegn toppliðunum en það er allt annað að rúlla yfir þau eins og við höfum séð í síðustu leikjum liðsins. Við eigum eftir að spila gegn Chelsea og Arsenal en maður hefur varla minnstu áhyggjur gagnvart þeim leikjum eftir síðustu vikur.