Liverpool – Manchester United er erfiðasti útileikur vetrarins fyrir Manchester United. Það er ekkert flóknara en það. Þetta er líka stærsti útileikur vetrarins fyrir stuðningsmenn, hvort sem er hér heima eða á Englandi, þó að vissulega séu viðhorfin eilítið öðruvísi Það er hægt í Englandi að halda því fram að fólkið í borginni 50 km í burtu sé allt öðruvísi, leiðinlegra og ljótara, heimskara og vitlausara og hvað nú sem er, og í hópefli trúa þessu. En hér heima er Liverpool stuðningsmaðurinn systkini þitt, foreldri, samstarfsmaður eða besti vinur (nú eða al…flest þetta í einu). Og við erum næsta lík öll.
Djöfullegt lesefni: 2015:09
Hér er lespakki vikunnar!
Lesefni vikunnar
- Við tókum upp sérstakan podkast-þátt með félögum okkar af Kop.is til þess að hita upp fyrir stórleik Manchester United og Liverpool á sunnudaginn. Hann fór í loftið í gær.
- Skyldulesning þessa lespakka: Jonathan Wilson fer yfir feril Van Gaal til þess að koma auga á hvað nákvæmlega felist í leikspeki hans.
- Adnan Januzaj er farinn að rífa í járnin.
- Stefan Coerts ræðir um Memphis Depay sem á að vera á radarnum hjá United fyrir sumarið.
- Meistaradeildarsæti eða ekki, Louis fer hvergi.
- Paul Breitner, ráðgjafi stjórnar Bayern Munchen, segir að Louis van Gaal hafi lagt grunninn að núverandi velgengni Bayern og er sannfærður um að hann geti gert það sama fyrir United.
- Gary Neville segir að Louis van Gaal eigi að halda sig við leikkerfið sem við höfum séð í undanförnum leikjum.
- Fyrirliðinn hóaði leikmennina saman fyrir leikinn gegn Tottenham og hélt kraftmikla ræðu yfir þeim sem kom þeim í gírinn.
- Hann þarf þó líklega að halda svipaða ræðu yfir sjálfum sér fyrir leikinn gegn Liverpool.
- Juan Mata tileinkaði aðdáendum United sigurinn gegn Spurs.
- Svo er það spurningin hvort Di Maria eigi skilið að koma aftur í byrjunarlið United?
- Andy Mitten telur að United eigi eftir að reynast erfitt að halda De Gea.
- Svo er það slúðrið: United er reiðubúið til þess að kaupa Bale eða Ronaldo ef tækifæri gefst en miðvörður, hægri bakvörður og miðjumaður eru í forgangi fyrir sumarið.
Sigurmark vikunnar
Lag vikunnar
Atoms for Peace – Before Your Very Eyes
Podkast Rauðu djöflanna og Kop.is
Í tilefni stórleiks Manchester United og Liverpool á Anfield nk. sunnudag tókum við á Rauðu djöflunum og félagar okkar á Kop.is höndum saman og hituðum við upp fyrir þennan stórleik í sérstökum podkast-þætti!
Fyrir hönd Rauðu djöflanna mættu Tryggvi Páll og Sigurjón og fyrir hönd Kop.is mættu Einar Örn og Kristján Atli sem stýrði umræðum. Við ræddum um gengi og stöðu Manchester United og Liverpool auk þess sem við spáðum í spilin fyrir stórleikinn á sunnudaginn.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podcast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: Rauðudjöflarnir – Kop.is podkast
Mánudagspælingar 2015:01
Mikið rosalega var sigurinn í gærkvöldi gegn Tottenham kærkominn. Ekki nóg með það að frammistaða liðsins hafi verið eitthvað sem við höfum beðið eftir í allan vetur (jafnvel lengur) heldur tókst liðinu bæði að setja pressu á Manchester City í öðru sætinu sem og að senda einn af okkar helstu keppinautum um sæti í Meistaradeildinni að ári niður í miðjumoðið. Það er nóg eftir af tímabilinu en hver sigur á þessu stigi deildarinnar er einfaldlega gulls ígildi.
Mig langar að skoða tvennt að þessu sinni. Í fyrsta lagi ætla ég aðeins að kíkja á varnarleik liðsins en nú hefur liðið haldið hreinu í síðustu þremur deildarleikjum. Í öðru lagi ætla ég aðeins að skoða leikmannamálin fyrir næsta tímabil.
Manchester United 3:0 Tottenham
Við fengum að að vera með í veislu hér í dag þegar Manchester United tók á móti Tottenham. Tottenham sá aldrei til sólar því að leikmenn okkar einokuðu sviðsljósið. Heitasti framherji deildarinnar og besti leikmaður deildarinnar í janúar- og febrúar var aldrei með. Ein besta miðja deildarinnar hitti fyrir Michael Carrick og United styrkti stöðu sína í baráttuna um 2.-4. sæti.
Byrjunarliðið var svona:
United:
Bekkur: Lindegaard, Rafael (Carrick 86′), Blackett, A Pereira (Mata 76′), Januzaj, Falcao (Fellaini 82′), Wilson.
Tottenham:
Bekkur: Vorm, Chiriches, Davies, Dembele, Lamela, Paulinho, Adebayor