Í dag birtum við innsendan pistil frá Barða Páli Júlíussyni sem er búsettur í Barcelona. Þar horfir hann á United-leikina á börum auk þess að hafa takmarkaðan aðgang að netsambandi. Hann hefur því þurft að byrgja inn í sér allt sem honum hefur langað að segja um liðið sitt, Manchester United. Hann sendi okkur því eftirfarandi pistil þar sem hann léttir af hjarta sínu. Gefum Barða orðið:
Hér eru nokkrar spurningar sem ég hef spurt mig seinustu árin:
- Afhverju keyptum við Robin Van Persie og Kagawa seinustu árin?
- Til hver var Fellaini keyptur? Hvernig var honum ætlað að vera spilað og er hann partur af einhverri lausn í framtíðinni?
- Afhverju erum við með bæði Mata og Rooney? Þeir eru báðir með frábært auga fyrir spili, báðir hægir, geta ekki tekið menn á og spila sömu stöður. Það er ekki hægt að spila þeim báðum nema öðrum þeirra út úr stöðu.
- Afhverju gúdderaði van Gaal kaupin á Herrera ef hann ætlar sér ekki að nota hann? Þetta eru milljónir punda og þau sitja bara á bekknum. Þá fáu leiki sem maður hefur séð liðið spila fínan bolta er þegar miðjan hefur getað spilað á milli sín, sbr. Leicester fyrri hálfleikur og QPR leikurinn í byrjun tímabils og var það ekki Hull líka sem við unnum 3-0?
Hvernig erum við að spila í dag?
Í seinustu leikjum höfum við verið að spila með fjóra varnarmenn. Valencia hefur verið okkar eini hægri bakvörður þetta tímabilið. Rafael hefur aldrei náð að spila eitthvað af viti, hvort sem það er út af meiðslum eða bara vegna þess að Van Gaal virðist ekki treysta honum. McNair spilaði nýlega einn leik í hægri bakverði og stóð sig mjög vel og spurning hvort hann fái fleiri sjénsa á næstunni. Hins vegar finnst mér Van Gaal ekki hafa haft mikinn áhuga á að spila miðverði þarna hægra megin eins og má sjá með að hann hefur að mig minnir hingað til ekki notað Smalling né Jones í hægri bakverðinum í heilan leik.