Eins og undanfarnar vikur var ekki auðvelt að meta hvaða leikkerfi liðið myndi spila í dag út frá þeim leikmönnum sem voru valdir til verksins. Eftir nokkrar mínútur var ljóst að liðinu var stillt upp á eftirfarandi hátt:
Bekkur: Valdes, Jones, Valencia, Herrera, Young, Falcao, Wilson.
Blind var djúpur á miðjunni og beið á meðan bakverðirnir okkar fengu mikið frelsi til þess að fara upp kantana. Fellaini var örlítið fyrir aftan Robin van Persie í framlínunni og Di Maria og Rooney á köntunum.
Þetta byrjaði þó ekkert sérstaklega vel. Það var ekki liðin mínúta af leiknum þegar Cambridge fékk sitt besta færi. Blind var ekki alveg viss um hvort hann væri að senda boltann eða taka á móti honum og sendi sóknarmann Cambridge einn í gegn á móti De Gea. Sem betur fer fyrir okkur skaut hann í stöngina og við sluppum því með skrekkinn.