Í síðustu leikjum Manchester United hefur Louis van Gaal stillt upp í 3-4-1-2 uppstillingu sem hefur farið mikið í taugarnar á stuðningsmönnum United. Við hér á ritstjórninni munum á næstu dögum birta okkar skoðanir á því hvernig best væri að stilla upp liðinu, við vitum jú auðvitað miklu betur en Louis van Gaal!
Fyrirkomulagið er þannig að við birtum tvo byrjunarlið, eitt sem á að rúlla upp QPR á heimavelli og annað sem á að ná í sigur á Stamford Bridge gegn Chelsea. Runólfur birti sína færslu á mánudaginn. Í fyrradag kom Bjössi með sitt álit og í gær lét Spaki maðurinn ljós sitt skína. Nú er komið að Sigurjóni:
Ok, ímyndum okkur nokkra hluti hérna: Ég er þjálfari Man Utd, núverandi hópur kemur saman eftir sumarfrí 2015 (enginn nýr leikmaður kominn), allir leikmenn eru heilir og við höfum allt sumarið til að slípa liðið sama. Hvaða leikaðferð myndi ég leggja upp með að nota á komandi tímabili?
Hérna er uppstilling sem ég myndi nánast alltaf spila með, sérstaklega gegn „minni liðunum“ í deildinni: