Fyrri hálfleikur
Þessi leikur fór ekkert sérstaklega af stað. Og greinilegt að það hentaði QPR bara ágætlega að spila gegn þessari 3-5-2 taktík. En þegar aðeins var liðið á hálfleikinn átti Falcao gott færi eftir fína sendingu frá Mata en Green í marki QPR varði vel.
En fyrir utan þetta þá var sóknaruppbygging hæg og fyrirsjáanleg. Fyrir utan ótalmörg skipti þar sem boltanum var hreinlega leikið til andstæðinga. Rooney var slakur á miðjunni og Di Maria augljóslega ekki framherji og óskiljanleg tilraun til að spila honum sem slíkum hélt áfram í dag. Markalaus fyrri hálfleikur staðreynd.
Seinni hálfleikur
Ein breyting var gerð á liði United í hálfleik en þá var Mata tekinn af velli og í hans stað kom Fellaini. Kom kannski einhverjum á óvart en Mata hafði verið sæmilegur í fyrri hálfleik en hafði þó nælt sér í gult spjald fyrir brot á Barton. Eftir um 13 mínútna leik hafði Fellaini sett mark sitt á leikinn þegar hann kláraði vel úr dauðafæri í vítateig QPR. Gaman var að sjá hann hlaupa til Januzaj til að fagna markinu.
Á 57. mínútu var Evans tekinn af velli og Wilson kom í hans stað. Framherji fyrir miðvörð. Þetta gat aðeins þýtt að van Gaal væri loksins að breyta um kerfi. Di Maria var færður á miðjuna og Wilson fór upp á topp Falcao til samlætis. Sú breyting lífgaði töluvert upp á liðið en liðið var samt meira og minna í vörn það sem eftir lifði leiks. Þrátt fyrir það átti United nokkrar liprar skyndisóknir og t.d. þessi hefði alveg mátt enda með marki.
Það var þó ekki fyrr en í uppbótartíma að annað mark United leit dagsins ljós. Wilson átti ágætt skot sem Green varði vel en náði frákastinu og afgreiddi það snyrtilega í netið.
2-0 sigur eftir mjög slaka frammistöðu staðreynd.
Maður leiksins
Það stóð sig enginn framúrskarandi vel í þessum leik en Fellaini fannst mér fínn og átti fínan leik eftir að hann kom inná.
Byrjunarlið
Bekkur
Valdes, Smalling, McNair, Januzaj, Herrera, Fellaini, Wilson