Liðið óbreytt frá síðasta leik
Varamenn: Butland, Malacia, Maguire, Dalot, Fred, McTominay, Rashford, Weghorst, Garnacho
Björn Friðgeir skrifaði þann | 3 ummæli
Liðið óbreytt frá síðasta leik
Varamenn: Butland, Malacia, Maguire, Dalot, Fred, McTominay, Rashford, Weghorst, Garnacho
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Manchester United mætti á Vitality, heimavöll Bournemouth í dag. United sem er þessa dagana í þriggja liða kapphlaupi um 2 laus sæti í Meistaradeildinni ásamt Newcastle og Liverpool. Síðarnefnda liðið hefur síðustu vikur verið að anda ofan í hálsmálið á liðunum í 3-4 sæti sem eru með jafnmörg stig. United hefur svolítið verið að hiksta og útivallarframmistaðan hefur ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir.
Leikurinn í dag var því kærkomin breyting því að Casemiro kom okkar mönnum yfir á 9.mínútu og sem betur fer dugði það til sigurs. United eins og í svo mörgum leikjum var með yfirburði en átti erfitt með að nýta þá til að skora mörk. En þrjú stig eru það einu sem skiptir máli þessa dagana og sem betur fer náði Aston Villa að taka tvö stig af Liverpool sem er nú þremur stigum á eftir United og Newcastle en eiga bara einn leik eftir en hin liðin tvö eiga leik inni og því algjörlega með þetta í sínum höndum.
Byrjunarlið United í dag
Bekkur: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred (Antony 86′), Pellistri, McTominay (Eriksen 86′), Weghorst (Martial 57′), Garnacho (Sancho 72′).
Marcus Rashford missti af leiknum vegna veikinda.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Liðið sem Erik ten Hag stillti upp til að hirða fyrstu þrjú stigin af níu sem þarf til að tryggja meistaradeildarsæti leit svona út
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Weghorst, Pellistri, Elanga, Garnacho
Lð Wolves
United var með boltann fyrsta hálftímann nær látlaust, en skapaði ekkert nema hvað Antony hefði getað gefið á Anthony í þokkalegu færi en skaut sjálfur, rétt framhjá. Annars sátu Úlfarnir djúpt og vörðust vel.
Það var svo aftur Antony sem var í frábæru færi á 30. mínútu. Sancho gaf fyrir og Antony var skilinn eftir á markteig. Ef boltinn hefði lent á hægri fætinum á honum hefði maður skilið að hann gæti ekki skorað en það var skalli hans sem fór hátt yfir. Þarna átti hann algerlega að gera betur!
En 90 sekúndum síðar kom markið. Loksins náði United upp hraðri sókn á fámenna Wolves vörn, boltinn upp á Antony sem lék in í teig og í þetta sinn gaf hann þvert þegar Bentley kom út í hann, Anthony Martial var einn og óvaldaður og markið auðvelt. 1-0.
Síðasta sókn hálfleiksins var svakalegur sprettur Antony upp allan kantinn, upp að teig og þvert, sending á Martial sem lagði fyrir sig boltann og skaut lausu skoti beint á Bentley, hefði betur gefið á Sancho þar.
Ef fyrri hálfleikur var í eigu United með helst til of fáum tækifærum var sá seinni meira streð. Wolves voru frískari og United agalega bitlausir. Antony var frískastur, reyndi í það minnsta skot. Bruno reyndi sitt besta til að búa til eitthvað en það var lítið að frétta af öðrum. Það var síðan því miður Jadon Sancho sem fékk prýðilegt færi í teignum, en það var ekki nógu öflugt, Bentley gat sýnt frábæra takta og varið í horn en hefði í raun ekki átt að eiga séns.
Ten Hag reyndi að loka þessu með að skipta Varane og Eriksen útaf fyrir Maguire og Fred, en gaf þó smá von að skipta um leið Alejandro Garnacho inná fyrir Sancho.
Strax á eftir var það bara Casemiro sem átti langskot og það þurfti frábæra vörslu frá Bentley til að koma því í horn. Bentley var algerlega maður leiksins hjá Wolves því hann vaarði enn á ný skot í horn á 91. mí´nutu, það var Antony enn á ný sem skaut.
Næstu þrjár mínútur fóru fram að mestu uppi við vítateig United, Wolves pressaði á fullu og skýrsluhöfundur beið bara eftir þessu klassíska lokamínútu marki. En það kom hinu megin, United vann boltann, Bruno tók á rás og á hárréttu augnabliki kom sendingin langt fram, Garnacho hljóp í boltann, komst inn í teig og náði að hrista af sér varnarmanninn og ná skotinu, framhjá Bentley og í stöng og inn. 2-0 sigur í höfn. Þrjú stig komin. Sex stig þarf.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 11 ummæli
United mætti West Ham í Lundúnum í dag, 7. maí. Erik Ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu frá tapinu gegn Brighton í miðri viku. Wout Weghorst fékk kallið og Eriksen kom aftur inn í byrjunarliðið, þá var Malacia í vinstri bakverði í stað Dalot. Þá var Garnacho kominn aftur í hópinn og Brandon Williams er á bekknum.
Bekkur: Butland, Williams, Dalot, Maguire, Fred, Sabitzer, Sancho, Martial, Garnacho
United voru talsvert betri í upphafi leiks, reyndu eins mikið að nýta sér hraða Rashford upp á toppnum og fengu fín færi en kannski ekkert dauða dauða færi. Fernandes, Antony og Rashford áttu allir skot rétt framhjá í fínum færum. Bæði Rashford og Antony áttu skot í markstangir West Ham, United átti samt í erfiðleikum með að opna vörn West Ham að einhverju viti og þrátt fyrir að halda boltanum meira en West Ham þá náðu djöflarnir kannski ekki að setja hamrana undir verulega þunga pressu. Á 27. mínútu hreinsuðu West Ham frá marki Antonio vann baráttuna á miðjuna og koma boltanum á Said Benhrama keyrði upp völlinn, Alsíringurinn var þó talsvert einn með þrjá United menn í kringum sig. Aðþrengdur ákvað Benhrama að láta vaða fyrir utan teig, í litlu jafnvægi og átti laust táarskot að marki United. Skot sem hvaða áhugamarkmaður sem er hefði varið en David De Gea launahæsti markmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem vill nýjan samning, á einhvern óskiljanlegan átt lét boltann leka framhjá sér.
Það verður erfitt fyrir fólk að réttlæta veru David De Gea hjá United ef hann ætlar bæta svona mistökum í vopnabúrið, hann gerði svipuð mistök gegn Brentford í haust. Eftir markið hélt United áfram að vera svo sem betri aðilinn í leiknum en sköpuðu lítið af alvöru færum. Maður lifði í voninni að Ten Hag næði að gíra menn upp í hálfleiksræðunni.
Ef stuðningsfólk batt vonir við það að United liðið kæmi trítilótt til seinni hálfleiks og myndi setja pressu á West Ham um leið, var United liðið fljótt að slökkva í þeim vonum. De Gea og Shaw byrjuðu hálfleikinn að missa boltann í sínum eigin vítateig eftir markspyrnu, og West Ham áttu nokkur fín hálffæri og hornspyrnur sem voru alltaf hættulegar. Á 52. mínútu komu West Ham menn boltanum í net United manna en dæmd var aukaspyrna á Antonio sem hafði brotið á De Gea. Eftir smá darraðardans í teig United var boltanum loftan inn í markteiginn þar sem De Gea reyndi að grípa boltann en Antonio truflaði hann talsvert. Að mínu mati þá átti De Gea samt bara að grípa þennan bolta, ég held að flestir topp markmenn í heiminum hefðu gert það. Þetta vakti heldur ekki United menn og 20 mínútum síðar komu West Ham boltanum aftur í netið nú var það Soucek en hann var þó dæmdur réttilega rangstæður. Erik Ten Hag gerði breytingar, fyrst tók hann Weghorst útaf fyrir Martial, nokkru seinna komu Sancho og Sabitzer inn á fyrir Antony og Eriksen. Það breytti þó ekkert svakalega miklu United menn voru svipað jafn andlausir. Það má þó segja að þeir hafi aðeins vaknað í uppbótartíma sem var 8 mínútur eftir að Wan-Bissaka og Soucek skullu saman í seinni hálfleik.
Eftir átta mínútna uppbótartíma og andlausa frammtistöðu fer United heim með ekkert stig og meistaradeildarsætið langt frá því að vera öruggt. United voru bara andlausir, mér fannst þetta vera öðruvísi leikur en gegn Brighton, gegn Brighton fannst mér liðið berjast en bara vera hálfþreytt en samt sína vilja. Í dag fannst mér frammistaðan vera andlaus og menn ekki leggja sig almennilega fram, klaufa mistök í uppspili getur kannski skrifast á þreytu en baráttuandinn var lítill. West Ham voru ekkert sérstaklega góðir, þeir spiluðu fínan varnarleik en ég skrifa þetta frekar á lélega frammistöðu United heldur en eitthvað sérstaklega góða frammistöðu West Ham.
Það verður þó að vera á kristaltæru að það er einum manni að kenna að United fékk ekkert út úr þessum leik og það er David De Gea. Já United voru lélegir en höfðu svo sem verið fínir fram að markinu og mörk breyta leikjum, þetta voru óásættanleg mistök sem gætu endað á því að kosta okkur meistaradeildarsæti. United er núna enn í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar, einu stigi á eftir Liverpool og með einn leik til góða á bítlaborgarliðið. Maður var farinn að halda að meistaradeildarsæti ætti að vera öruggt en með svona spilamennsku mun United aldrei ná meistaradeildarsæti.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 1 ummæli
United mætir í heimsókn á London Stadium til West Ham á sunnudaginn, 7. maí, klukkan 18:00. West Ham berst núna við falldrauginn en fyrir umferðina sitja þeir í 15. sæti fjórum stigum frá fallsæti. Á meðan situr United í fjórða sæti, fjórum stigum á undan Liverpool en eiga þó leik til góða á bítlaborgarfélagið. Það er ótrúlega mikilvægt að United vinni þennan leik eftir vonbrigðin gegn Brighton í miðri viku. Það eru ekkert sérstakar fréttir fyrir United að leikurinn sé á útivelli enda hefur liðið verið talsvert sterkara á heimavelli en á útivelli á leiktíðinni. United hefur fengið 24 stig úr 17 útileikjum á tímabilinu en 39 stig úr 16 leikjum á heimavelli. Svipaða sögu má segja með West Ham en þeir hafa fengið 22 stig úr 16 heimaleikjum en aðeins 12 úr 17 útileikjum.
Það er alltaf erfitt að mæta liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu og leikurinn gegn West Ham allt annað en gefins 3 stig. Þá gæti kalt vatn runnið milli skins og hörunds United stuðningsmanna að mæta West Ham með lávaxna vörn og markmann sem er oft límdur við línuna, þar sem þeir vita að David Moyes hatar ekkert að láta lið sín dúndra fyrirgjöfum inn í box andstæðinga sinna. United liðið hefur virkað frekar lúið í lok síðustu leikja, óskandi að lið nái aðeins að hrista af sér slenið, þrátt fyrir leik á fimmtudaginn og sæki þrjú stig til Lundúna.
Ég myndi telja að flestir stuðningsmenn United átti sig á meiðslavandræðunum sem klúbburinn er í, sérstaklega í hafsenta stöðunni, Luke Shaw hefur þó verið að standa sig prýðilega sem hafsent með Victor Lindelöf (ef frá er talið vítið sem hann gaf í síðasta leik). Það eru þrír á meiðsla lista West Ham og helst bera nefna Kurt Zouma sem meiddist um daginn og verður líklegast ekki með um helgina, það gengur þá vonandi betur fyrir United að skora.
Ég ætla að skjóta á það að Erik Ten Hag geri tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Brighton. Ég myndi halda að Eriksen komi aftur inn í stað Fred, brasilíumaðurinn var þó ágætlega sprækur gegn Brighton en ég held að Ten Hag hafi stillt honum upp gegn Brighton til þess að „matcha“ hlaupagetu og snerpu Brighton liðsins. United mun að öllum líkindum halda meira í boltann gegn West Ham og því Eriksen talsvert betri kostur. Þá held ég að Sancho geti byrjað í stað Martial og Rashford fari upp á topp, Martial var ekkert sérstakur gegn Brighton svo sem eins og allt United liðið. Það kæmi mér samt svo sem ekkert á óvart ef Martial byrjar fram yfir Sancho.
Frá því 2010 haf þessi lið mæst 32 sinnum í öllum keppnum og hefur United unnið 19 sinnum og West Ham fimm sinnum. Peter Bankes verður dæmir leikinn, hann hefur dæmt 18 leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili, gefið 79 gul spjöld, ekkert rautt og ekki eina vítaspyrnu. Þetta verður fyrsti United leikurinn sem hann dæmir á tímabilinu en fjórði West Ham leikurinn.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!