Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.
David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.
Gary Neville hefur einnig gagnrýnt David de Gea en hann tók sig til í gær í Monday Night Football á SKY og lofsamaði okkar mann fyrir framfararnir sem hann hefur sýnt undanfarin 3 ár eða svo:
David De Gea’s improvement over last 3 years by mfsn1604
Þessi mynd birtist í lok þessa myndbands og segir alla söguna. Það er mikið rót á vörninni okkar og hún gerir mörg varnarmistök en þau leiða ekki til marka vegna þess að fyrir aftan vörnina er einfaldlega heimsklassamarkmaður:
Þess má geta að ritstjórn þessarar síðu hannaði og smíðaði David de Gea vagninn og hefur keyrt hann allar götur síðan. Það þarf að negla þennan leikmann niður á langtímasamning ekki seinna en á morgun.