Þessi sigur í kvöld var ekki öruggur en hann var algjörlega sanngjarn. Það er samt varla fyrirgefanlegt að misnota svona góð færi í leik og það var næstum búið að kosta 2 stig en United getur þakkað David de Gea fyrir enn eina snilldar vörsluna, en hversu mörgum stigum ætli hann sé búinn að bjarga á tímabilinu? Stuttu síðar bjargaði Ashley Young á marklínu en boltinn var kominn með rúmlega hálfur yfir línuna.
Þó að þessi leikur hafi ekki verið mikið fyrir augað á köflum þó voru þónokkrir leikmenn að standa sig mjög vel í kvöld. Chris Smalling, Michael Carrick, Marouane Fellaini, Juan Mata og síðast en ekki síst David de Gea.
Einnig gladdi það að sjá James Wilson fá uþb 75 mínútur í kvöld en hann stórgóðan kafla rétt áður þar sem hann hefði getað skorað en skaut boltanum því miður framhjá markinu.
Það er náttúrulega ekki United leikur nema einhver fari meiddur af leikvelli og í kvöld var það hlutverk Ander Herrera. Herrera var sparkaður niður af N’Zonzi eftir að hafa náð af honum boltanum. Van Gaal tók engan sjens og skipti Herrera af leikvelli og inná í hans stað kom varafyrirliðinn Darren Fletcher.
Mörkin
Bekkur: Lindegaard, Blackett, McNair, Fletcher (Herrera), Januzaj (Mata), Falcao (Wilson), W.Keane
Svo er sérstakt útóp (shout out) á Jóhann Skúla (@joiskuli10) en hann var með það alveg á hreinu hvaða fyrrum United menn voru í byrjunarliði Stoke í kvöld.
Maður leiksins að þessu sinni er:

PS: Við lofuðum því í síðasta podkasti að þegar liðið væri búið að fá 12 stig myndum við taka upp næsta podkast þátt. Eitthvað voru van Gaal og félagar óþolinmóðir og ákváðu að taka fullt hús í síðustu 4 leikjum og þar með knýja fram nýjan þátt. Ef ekkert óvænt kemur uppá þá hann að koma fyrir helgi.