Lið United
Varamenn: Butland, Maguire, Malacia, Williams, Eriksen, Pellistri, Sancho, Sabitzer, Weghorst
Antony átti að koma United yfir eftir mínútu en skot hans frá teig fór rétt framhjá og tveimur mínútum síðar sendi Lindelöf of laust á Wan-Bissaka og Mitoma komst á milli, innfyrir og skaut svo beint í höfuðui á De Gea. Hann fékk aðhlynningu í nokkrar mínútur og hélt áfram .
Fyrri hálfleikurinn var ágætur hjá báðum liðum, United fékk þokkaleg færi án þess að nýta neitt þeirra en Brighton voru ferskir að vanda. 0-0 nokkuð sanngjörn staða í hálfleik.
Seinni hálfleikur var svipaður, Andre Marriner setti smá svip á leikinn með furðulegum dómum en fátt markvert gerðist, fyrr en De Gea varði tvö langskot á lokamínútunum og svo enn eitt þegar Brighton gerði harða hrið að markinu. En VAR skoðaði aðdragandann, Marriner fór í skjáinn og dæmdi réttilega að Luke Shaw hefði slæmt hendi í boltann.
Mac Allister gerði engin mistök og í stað þess að fá mikilvægt stig tapaði United mikilvægum leik. Pressa Brighton síðustu mínútur leiksins gaf sigurinn.