Hér er það helsta sem við lásum í síðustu viku…
- Gary Neville hitti Louis Van Gaal og út úr því kom þetta fína viðtal í The Telegraph.
- Ian Herbert hjá The Independent sýnir okkur hvernig aðstæðurnar hafa breyst hjá United og City.
- Jason Burt hjá The Telegraph gagnrýnir strategíu United í þessum leikmannaglugga.
- UnitedRant gagnrýnir einnig þennan leikmannaglugga.
- Tryggvi datt í rannsóknarstuð og ákvað að fara í smá stigapælingar til að sjá hvað United þarf að gera til að ná t.d. meistaradeildarsæti.
- Glazer fjölskyldan hefur engan áhuga á að selja United í náinni framtíð.
- David Conn sýnir okkur hvernig Glazers græða og græða á sama tíma og United tapar.
- Thomas Muller segist hafa fengið tilboð frá United en hafnað því.
- Einnig sagðist Marco Reus hafa fengið tilboð sem hann hafnaði.
- Rob Smyth birtir grein þar sem hann fer yfir feril Nani og gefur ástæður fyrir því að hann verðskuldi meiri virðingu.
- Nani fór svo á lán til Sporting þar sem hann fékk gult spjald, klúðraði vítaspyrnu og var skipt út af á 77’mín.
- Eftir fréttir um að United ætli að selja Welbeck, ákvað Scott hjá ROM að skoða tölfræðina hjá honum og bera hana saman við aðra þekkta sóknarmenn þegar þeir voru á sama aldri.
- Grein frá 2009 á Four Four Two sem sýnir okkur flott kvót frá Di Maria um United.
- Barry Glendenning hjá The Guardian ræðir við Gary Neville og Jamie Carragher og sýnir okkur af hverju Neville er að brillera sem í sjónarpinu þessa dagana.
- Scott hjá ROM fer yfir kaupin á Rojo og hvað hann þarf að gera til að sanna sig fyrir Van Gaal og stuðningsmönnum liðsins.
Finnst þér eitthvað lesefni vanta hingað inn? Bættu því hér fyrir neðan í athugasemdirnar!