Þá er nýtt tímabil hafið og ákvað ritstjórnin að endurvekja „djöflalestursgreinarnar“ eftir fjöldamargar beiðnir frá lesendum síðunnar (Skál til ykkar!). Eins og áður verða þetta vikulegar greinar sem sýna ykkur það helsta sem ritstjórn síðunnar las síðastliðna viku. Nóg um það. Hér kemur lesefni vikunnar:
Manchester United 1:2 Swansea City
Nýtt tímabil, sama ruglið.
Liðið var eins og flestir spáðu, utan að Jesse Lingard fékk sénsinn í staðinn fyrir Reece James. Lingard fór á hægri kantinn og Ashley Young á þann vinstri:
Swansea leit svona út
Alvaran hefst – Swansea á morgun
Swansea í fyrsta leik. Eitthvað er það nú kunnuglegt. 4-1 sigur í fyrra var boðberi fagurra tima hjá David Moyes eða hitt þó heldur. Þannig að í ár verður skyldusigri á Swansea ekki tekið sem neinum spádómi um gengi liðsins. Og skyldusigur er það. Það getur verið að í fyrra hafi verið orðinn fastur vani að gefa aðskiljanlegustu minni spámönnum þeirra fyrsta sigur á Old Trafford í áraraðir en það var ekki boðlegt þá og er ekki boðlegt núna. Louis van Gaal mun án efa koma leikmönnum í skilning um það.
Spáð í spilin
Tveir dagar í mót, spennan er í hámarki. Hér spáir ritstjórn síðunnar í spilin og hitar upp fyrir tímabilið.
Manchester United 2:1 Valencia
Frá fréttaritara okkar á Old Trafford
Old Trafford var nokkuð þéttsetinn í gærkvöld þegar United tók á móti Valencia í fyrsta leik Louis van Gaal á Old Trafford sem stjóri United og síðasta æfingaleik áður en alvaran byrjar á laugardagsmorgun. Efsta hæð Sir Alex Ferguson stúkunnar sem og efri hæðir hornstúkanna voru þó lokaðar.
Liðið sem hóf leikinn var svona:
de Gea
Smalling Jones Blackett
Young Fletcher Herrera James
Mata
Chicharito Rooney
Það var strax ljóst að um æfingaleik var að ræða, stemmingin á vellinum nær engin og Valencia var mjög sátt við að sitja til baka og látt United sækja. Það var fréttaritaranum nokkuð í hag, þar sem ég sat í austurstúkunni, gamla Warwick Road End, fyrir aftan markið sem United sótti á. Það var eitt af fáu áhugaverðu við fyrri hálfleikinn að sjá þannig vel beitingu 3-4-1-2 uppstillingarinnar. Það verður að segjast að hún var verulega sljó, bæði hvað hvað hraða og bit varðar. Það vantaði verulega uppá að miðjumennirnir 3 væru að skila færum uppá sóknarmenn, hættulegustu færin komu þegar stungið var upp á kantmenn. Nokkrar þolanlegar fyrirgjafir skiluðu sér þannig, sem voru skárri en fyrirgjafatilraunirnar í fyrra þar sem kantmennirnir, (les: Young) voru komnir að endamörkum og því hættulegri. Ekkert kom þó úr þessu nema að í eitt skiptið fékk Rooney Valencia mann í sig og dæmt var víti. Ofan úr stúku virtist þetta augljóst en var víst ekki. Rooney tók sem oft áður lélegt víti og smellti honum í stöng að þessu sinni.
Sama lið hóf seinni hálfleik, og Valencia menn voru aðeins beittari.
Fyrri skiptingapakki United var Michael Keane, Cleverley, Kagawa og Lingard og eftir það hresstust Valencia nokkuð. Mistök Jones gáfu færi sem ekkert varð úr en misheppnuð sending Cleverley gaf færi og jöfnunarmark.
Síðan komu Fellaini og Januzaj inná og þá var loksins kominn miðjumaður sem spilaði vel. Það var fagnað í hvert sinn sem Fellaini kom við boltann og þaðan sem ég sat gat ég ekki betur skilið en þetta væru háðsfögn en ekki til að yfirgnæfa baul, sem þó heyrðist aðeins. En þetta sýndi bara vel að í hvert skipti sem Fellaini snerti boltann þá skilaði hann honum vel frá sér, hvort sem var stutt eða langt. Það var því alveg fullkomlega sanngjarnt að hann fengi laun þessa þegar varnarmistök Valencia í einnarmínútu uppbótartíma skildu hann eftir á auðum sjó og auðvelt sigurmark var raunin.
Það er erfitt að sjá fyrir sér annað en nokkuð streð framundan ef þetta á að vera liðið sem á að spila í vetur. Varnarlínan er kannske þokkaleg, en ekki meira, og má ekki við neinum meiðslum, en Jonny Evans er einmitt meiddur nú og líklega ekki með á laugardaginn. Tyler Blackett er reyndar prýðisleikmaður, líklega besti leikmaður United í leiknum og á svo sannarlega að vera í hóp í vetur. Hann var góður til varna, öruggur á boltanum og gat hvort sem er dreift spilinu vel eða sótt fram. Sama var ekki hægt að segja um Reece Jones. Hann var í vinstri kantverðinum fyrir meiddan Luke Shaw og olli því ekki. Þokkalegur til varna, en reyndi of lítið framávið. Gat stundum elt stungur en of lítið kom út úr því. Jesse Lingard kom síðan í stöðuna og er einfaldlega ekki kantvörður frekar en Robin van Persie, á ekkert í varnarhlutverkið. Leiðinlegt að sjá menn spilaða í stöðum sem þeir valda ekki, þegar vitað er að um flotta leikmenn er að ræða.
Enginn þeirra Herrera, Fletcher eða Cleverley var nógu skapandi á miðjunni sem var það sem olli bitleysinu. Fellaini reyndi mun meira og gerði það betur.
Frammi voru Chicharito og Rooney slakir og sérstaklega var þetta mjög lélegur leikur hjá Rooney. Adnan spilaði í senternum fyrir Hernandez og sást lítið.
Niðurstaðan er einföld. Okkur vantar haffsent, vinstri kantvörð, vara-hægrikantvörð, miðjumann og helst kantmann. Miðað við slúður gærdagsins eiga þeir Marcus Rojo vinstrii miðvörður, vinstri kantvörður), Danny Blind (vinstri kantvörður, vinstri miðvörður og afturliggjandi miðja) og Angel Di María (kant- og miðjumaður) að leysa allar þessar stöður.
Rojo er kominn í bann hjá Porto fyrir að reyna að þvinga fram skipti og hlýtur þvi að vera eitthvað til í því, Hann er víst flottur varnarmaður en á það til að missa sig í brotum eða gleyma sér í leiknum og spila út úr stöðu og gleyma að dekka. Spurning hvor Van Gaal geti slípað það af honum.
Do absolutely see the sense in Man Utd moving for Marcos Rojo: athletic, good size, mobile, intelligent, left footed, ideal for a back 3
— Tor-Kristian Karlsen (@karlsentk) August 12, 2014
Di María spilaði ekki bara kant hjá Real í fyrra heldur líka inni á miðjunni. Hann er klárlega frábær leikmaður og myndi henta mjög vel í 4-3-3 þegar Van Gaal treystir liðinu til þess.
Eftir leikinn var svo tilkynnt að Wayne Rooney er nýr fyrirliði Manchester United og Darren Fletcher er varafyrirliði. Frábært fyrir Fletcher sem er sannur leiðtogi og á eftir að vera ómissandi fyrir hópinn. Um Rooney eru skiptari skoðanir og ég dreg enga dul á það að ég er einn af þeim sem hefðu heldur kosið að sjá Robin van Persie. En núna er bara að sjá hvernig Rooney stendur undir þessu. Hann þarf a.m.k. að spila mun betur en í gær til að halda sæti sínu í liðinu.