Svona leit liðið út sem byrjaði leikinn
Fyrri hálfleikur var frekar laus við tilþrif. United var þó töluvert betri aðilinn og spilaði oft á tíðum glimrandi vel. Engin mörk litu þó dagsins ljós og ekki var mikið um færi heldur. Það var skrýtið að sjá gamla fyrirliðann okkar leika gegn United og átti hann fínan leik fyrir Inter.
https://twitter.com/gudmegill/status/494271687895298048
https://twitter.com/StrettyNews/status/494276230892777472
https://twitter.com/Traustisig/status/494272322954878977
Ein glæsilega sókn hjá United átti sér reyndar stað
https://twitter.com/thorvalduroli/status/494277562928226306
Liðið sem byrjaði seinni hálfleik

Seinni hálfleikurinn lítið betri en sá fyrri. Það var greinilegt að miðjuspilið var ekki alveg jafn skarpt eftir að Ander Herrera fór af velli en United hafði samt algjöra yfirburði í seinni hálfleiknum og það var varla að Inter reyndi ð sækja í leiknum. Það var gaman að sjá Zaha loksins fá sjensinn og virkaði hann ákafur og vildi augljóslega sýna hvað hann getur. Nani reyndi ekkert slíkt. Portúgalinn sem á einhvern óútskýranlegan hátt nældi sér í 5 ára samning í haust var svo andlaus og ósýnilegur og var tekinn af velli eftir hálftíma í seinni hálfleik og hlýtur það að senda þau skilaboð að van Gaal sé ekki hrifinn.
https://twitter.com/RobDawsonMEN/status/494290628013228033
https://twitter.com/DanielHarris/status/494285532261023744
https://twitter.com/TinManUnited/status/494287270141497344
https://twitter.com/CheGiaevara/status/494287299627462656
Hvorugu liðinu tókst að sigra sem þýddi það að leikurinn fór beint í vítakeppni. Í vítakeppninni kepptust liðin við að skorast sem öryggust mörk en það var þó leikmaður Inter sem negldi í slánna í öllum æsingnum og United vann því vítakeppnina 5-3.
https://twitter.com/Ian_Ladyman_DM/status/494291410305429504
https://twitter.com/Haukur8/status/494293707336986624
https://twitter.com/DiscoMirror/status/494293554932355072
Með sigrinum fær liðið 2 stig. 1 fyrir jafnteflið og hitt fyrir að vinna vítakeppnina.
Næst leikur er gegn Real Madrid og fer hann fram í Ann Arbor og hefst hann kl. 20:06.
ps: Þessir snillingar hittust og skiptust á treyjum eins og þeir voru búnir að tala um þegar þeir tóku yfir twitter síður liðanna:
https://twitter.com/InsideManUtd/status/494309149040054272