1-1 úrslitin eftir hörkuleik. Þessi leikur var eiginlega skólabókardæmi um það hvernig á að spila gegn liðum undir Pep Guardiola. Byrja af krafti, spila svo hörkuvörn á meðan andstæðingurinn spilar boltanum á milli sín og reynir að finna glufur. Reyna svo eftir fremsta megni að sækja hratt og ná marki. Þetta gekk næstum því allt eftir. Næstum því.
Það er ýmislegt sem stendur upp úr í þessum leik.
Í fyrsta lagi: Danny Welbeck skoraði fullkomlega magnað mark á þriðju mínútu. Það var fullkomlega löglegt en dómarinn ákvað af einhverjum ástæðum að dæma það af vegna þess að varnarmaður Bayern setti andlitið á sjálfum sér í svona 1 metra hæð yfir jörðina. Það var ekki Danny Welbeck að kenna, langt í frá og við því rændir fullkomnri byrjun
Í öðru lagi: Danny Welbeck, sem spilaði þennar leik reyndar alveg frábærlega, komst í algjört dauðafæri gegn Neuer, eiginlega eins mikið einn á einn og hægt er að fá í fótboltanum. Hann reyndi hinsvegar að vippa yfir Neuer í staðinn fyrir að fylgja bara gömlu reglunni: Hægri fótur, hægra horn. Neuer er frábær markmaður og lætur ekki plata sig svona auðveldlega.
Í þriðja lagi: Hversu góður voru Jones og Büttner í þessum leik? Þeir gjörsamlega lokuðu á kantmenn Bayern í leiknum. Vidic og Rio stóðu sig einnig mjög vel. Þessi varnarlína reyndist mun betur en allir þorðu að vona.
Í fjórða lagi: Nemanja Vidic! Hversu fáranlega gott mark var þetta. Hann tók þennan skalla eins og Michael Jordan hefði verið með boltann og 4 sekúndur eftir í körfuboltaleik. Fyrirliðamark frá fyrirliðanum okkar og gæti reynst dýrmætt þegar uppi er staðið.
Í fimmta lagi: Augnabliks einbeitingarleysi í vörninni og Bayern náði í dýrkeypt útivallarmark. Sending barst fyrir, Mandzukicið skallað boltann út í teiginn þar sem Fellaini hafði ekki nennt að elta sinn mann. Bastian Schweinsteiger mætti á svæðið og hamraði hann upp í þaknetið.
Í sjötta lagi: Javi Martinez fékk gult spjald og er þar af leiðandi kominn í bann. Schweinsteiger fékk einnig rautt spjald á lokamínútunum og verður einnig í banni. Nú, þetta Bayern lið er auðvitað stútfullt af gæðum, það sást best þegar Götze kom inn á á meðan við settum Young inn á, en þessir leikmenn eru lykilmenn í liðinu og fínt að vera laus við þá í seinni leiknum eftir viku.
Eftir rúma viku höldum við því til München til að spila seinni leikinn með mun betri stöðu en nokkur maður þorði að vona. Menn afskrifa aldrei Manchester United og ef við náum að pota inn einu marki á Allinz-Arena er allt hægt. Meistaradeildar-Moyes sér um þetta fyrir okkur.
Liðin voru svona:
United
De Gea
Jones Rio Vidic Büttner
Valencia Carrick Fellaini Giggs Welbeck
Rooney
Bekkur:Lindegaard, Hernandez, Nani, Young, Fletcher, Januzaj, Kagawa.
Bayern
Neuer
Rafinha Javí Martinez Boateng Alaba
Lahm
Schweinsteiger
Robben Kroos Riberý
Müller
Bekkur: Starke – van Buyten, Mandzukić, Shaqiri, Pizarro, Götze, Højbjerg