Eins og allir vita er baráttan um Ísland framundan, Manchester United og Liverpool mætast í stórleik umferðarinnar kl. 13.30 á sunnudaginn. Við Kristján Atli hjá Kop.is höfum verið að henda póstum á milli okkar það sem af er vikunnar og ræddum við ýmislegt í tengslum við þennan leik, liðin tvö og deildina almennt. Þetta er vonandi ágætis upphitun fyrir stórleikinn og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan:
Í skugga risans – Umræða
Í skugga risans
West Brom 0:3 Manchester Utd
Þegar United vann Crystal Palace í síðustu umferð þá kveiknaði von hjá stuðningsmönnum um það væri vendipunktur á tímabilinu. Svo kom leikurinn gegn Olympiakos. En sigurgangan í deildinni hélt áfram í dag.
Þetta var ekki fallegasti fótboltaleikur tímabilsins og maðurinn með flautuna stóð sig ekki jafnvel og hann myndi vilja. Heimamenn komust upp með ansi margt, hóst, Amalfitano, hóst. En fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 34. mínútu þegar Phil Jones skallaði laglega inn aukaspyrnu Robin van Persie. Staðan 0-1 fyrir United og þannig stóðu leikar í hálfleik.
West Brom hefðu getað jafnað þegar Zoltan Gera misnotaði kjörið tækifæri. Robin van Persie var augljóslega orðinn mjög pirraður þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleik og nældi sér í gult spjald og var á mörkunum með að fá annað en slapp sem betur fer. Hann var svo að lokum tekinn af velli og inná hans stað kom Danny Welbeck. Þessi skipting breytti spilinu töluvert til hins betra og er það mikið áhyggjuefni hversu illa van Persie og Rooney eru að ná saman. Skyndilega er miklu meira tempó frammi við og liðið hreinlega líktist Manchester United á köflum.
Á 64. mínútu átti Rafael fína fyrirgjöf á Rooney sem skallaði boltann snyrtilega í netið. 2-0 og liðið að spila fínan sóknarbolta. Það var svo á 82. mínútu að Wayne Rooney stingur boltanum inn fyrir vörn Albion á Danny Welbeck sem afgreiddi boltann mjög snyrtilega í markið. 3-0 sigur staðreynd. Shinji Kagawa kom inná fyrir Januzaj og leit ágætlega út, átti marka fína takta sem meira hefði mátt koma úr. Svo þarf ég að minnast á að Fellaini virðist vera að smella betur og betur í liðið og það er vel.
Maður leiksins að mínu mati er Wayne Rooney.
Byrjunarliðið
De Gea
Rafael Jones Smalling Evra
Fellaini Carrick
Mata Rooney Januzaj
van Persie
Bekkur: Lindegaard, Giggs, Vidic, Young, Fletcher, Kagawa, Welbeck.
West Brom á útivelli
Þökk sé dapurri spilamennsku í deildarbikarnum þá höfum ekki séð Manchester United leika knattspyrnu síðan í stórleiknum gegn Olympiakos sem er samróma álit ritstjórnar síðunnar versti leikur United á tímabilinu og þá er mikið sagt. Eftir jafn andlausa og lélega spilamennsku þá er það ekki það besta að fá langt frí milli leikja. En ef þetta lið hefði snefil af sjálfstrausti og lágmarks vítaspyrnu hæfileika þá hefði það leikið í úrslitaleiknum gegn City.
En að leik morgundagsins. West Brom eru í 17. sæti deildarinnar einungis stigi á undan Sunderland sem á leik til góða. Þetta hefur ekki verið gott tímabil hjá þeim þótt þeir hafi undanfarið tekið stig frá Chelsea og Liverpool. Svo má ekki gleyma að þeir unnu United á Old Trafford fyrr í vetur (who hasn’t?). Billy Jones og Diego Lugano verða fjarri góðu gamni á morgun sem og Nicolas Anelka, en hann er náttúrulega í banni og óvíst hvort hann leiki aftur fyrir liðið. Stephane Sessegnon og Claudio Yacob eru tæpir fyrir morgundaginn en gætu mögulega komið við sögu.
Rauðu djöflarnir verða án Javier Hernandez sem meiddist í landsleik með Mexíko og Phil Jones verður líka frá. Rafael er tæpur en gæti mögulega verið í hóp. Sem fyrr er Nani frá vegna meiðsla og Jonny Evans einnig.
Liðið sem ég myndi stilla upp á morgun:
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Fellaini Carrick
Mata Rooney Januzaj
van Persie