Eins og gefur að skilja fara blöðin rækilega í saumana á stöðunni á Old Trafford þessa dagana.
Guardian segir
- að Glazerar styði David Moyes til endurbyggingarstarfsins sem framundan er og fer yfir njósnastarfið hans
- að David Moyes hafi engu að tapa nema starfinu og verði að taka sig saman í andlitinu
- að Robin van Persie muni endurskoða framtíð sína í sumar
Independent fer líka yfir njósnastarfið og heldur því fram að framtíð hans sé í hættu .
Í Daily Telegraph segir Paul Hayward sem skrifaði sjálfsævisögu Sir Alex, að hugsanlega sé leikmenn um það bil að gefast upp á Moyes. og Mark Ogden rýnir í ‘hitakortin’ til að sjá hvað sé hæft í ummælum Van Persie um staðsetningar.
Skv þessu sem SportWitness póstaði á twitter
The Robin van Persie interview transcript. Seems Dutch people think it's been overblown. pic.twitter.com/n2h642PqA3
— Sport Witness (@Sport_Witness) February 26, 2014
virðist samt að þessi ummæli séu nú mun vægari en gefið hefur verið til kynna.
Manchester Evening News fer yfir tíu mistök Moyes og skrifar svo opið bréf til hans.