
Slúður helgarinnar snýst allt um einn mann, Wayne Rooney. Í gærkvöld var þvi haldið fram að hann væri búinn að skrifa undir nýjan samning við Manchester United, en í dag virðist ljóst að þó samkomuleg sé í öllum meginatriðum í höfn sé ekki enn búið að setja nöfnin undir. Lykiltölurnar í samningnum eru tvær. Samningurinn er til fimm og hálfs árs, eða til sumars 2019. Laun Rooney á þessum fimm árum munu verða 300 þúsund pund á viku. Þessi laun mynd tryggja hann í sessi sem launahæsta leikmann ensku deildarinnar
Það er því ljóst að aftur hafa stjórnendur United látið undan launakröfum besta leikmanns liðsins. Eftir daður hans við Manchester City um árið sem skilaði honum glæsilegum samningi hefur fýlukast hans síðasta árið og daður við Chelsea gert enn betur. Einu heimsins knattspyrnumenn sem eru betur launaðir eru David Beckham… eða þannig, Lionel Messi og Cristiano Ronaldo
Eins og ég sagði hér áðan, þá er ekki spurning um að eins og staðan er í dag þá er Wayne Rooney á góðum degi besti leikmaður liðsins. Það er jafn ljóst að eins og nær allir leikmenn liðsins hafa þeir góðu dagar ekki verið margir í vetur, en hann er þó markahæsti leikmaðurinn í vetur. Stjórnendur stóðu því frammi fyrir því að missa þennan leikmann fyrir ekki neitt sumarið 2015 eða uppfylla allar hans kröfur. Ég fer ekkert í felur með þá skoðun mína að það væri rétti leikuinn í stöðunni. Það er eitt að borga honum þennan pening í dag, en ef einhver heldur að veturinn 2018-19 þegar hann verður þrjátíu og þriggja ára verði hann enn í svipuðu formi og í dag þá ætla ég bara einfaldlega að vera afskaplega ósammála þeirri skoðun. Ég held jafnframt að það hefði verið fá lið sem væru tilbúin í að borga honum þessi laun næsta sumar þegar hann er tæplega þrítugur, nema jú vegna þess að hann væri þá á frjálsri sölu.
Ég er líka alveg með það á tæru að stór hluti stuðningsmanna dýrkar Rooney og sumir hér heima kalla hann kónginn. Þar finnst mér að krúnan sem Denis Law og Eric Cantona hafa einir borið á Old Trafford vera nokkuð gjaldfelld.
Hvað um …
og sem ég er í miðjum pistilskrifum kemur þetta
https://twitter.com/sbates_people/status/435010731533025280
Þannig að þetta er líklega ótímabærasti pistilinn sem skrifaður hefur verið hér á blogginu fyrir utan ef við hefðum verið með „Ronaldo kemur heim“ pistil tilbúinn í fyrrasumar. Sem við vorum ekki.
En aftur að Rooney. Í sumar þarf að kaupa minnst þrjá heimsklassaleikmenn til að styrkja liðið. Í þeirri stöðu hljóta þeir að vera hræddir við ef Rooney er á leiðinni burtu að bæta þyrfti við enn einum leikmanni af því kaliberi því það er ekki eins og við séum með heimsklassaleikmann tiltækan sem getur spilað í holunni
.…
Ó.