
Það er orðið opinbert, Manchester United og Chelsea hafa komið sér saman um kaup United á Juan Mata. Kaupverð talið vera 37 milljónir punda sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Manchester United. Mata á eftir að standast læknisskoðun og skrifa undir samning. Læknisskoðanir hjá United eru algjört formsatriði enda komust bæði Owen Hargreaves og Michael Owen í gegnum slíkar. Þá hefur verið ljóst síðan í gær að samkomulag um kaup og kjör liggur. Þetta er því nær allt saman klappað og klárt, annað tímabilið í röð kaupir United gríðarlega sterka leikmenn frá fjendum sínum úr höfuðborginni.
Juan Mata er fæddur í Burgos á Spáni þann 28. apríl 1988 og er því 25 ára. Hann var í unglingaliði Real Madrid, gekk síðan til liðs við Valencia og eftir fjögur ár hjá þeim keypti Chelsea hann fyrir 23,5m punda sumarið 2011. Mata var ekki lengi að koma sér fyrir í ensku deildinni og á þeim tímabilum sem hann lék fyrir Chelsea lék hann 135 leiki, skoraði í þeim 35 mörk og lagði upp 58. Hann var valinn leikmaður ársins af Chelsea fyrir árin 2012 og 2013 sem þýðir það að Chelsea er að selja okkur sinn besta leikmann undanfarin tvö tímabil!
Hann féll þó í ónáð við endurkomu José Mourinho og hefur lítið fengið að spila undir stjórn hans. Mata hefur til að mynda aðeins lokið 90 mínútum tvisvar á leiktíðinni og varla fengið tækifæri til að spila nokkra leiki í röð. Það hefur þó ekki stoppað hann í að spila sinn leik, þrátt fyrir lítinn spilatíma er hann með tvær stoðsendingar og er næstefstur á blaði meðal Chelsea-manna þegar kemur að lykilsendingum í leik. Þess má geta að að hann er með jafnmargar stoðsendingar (2) á tímabilinu og Antonio Valencia sem hefur spilað umtalsvert meira en Juan Mata.
Þetta er skemmtilegt kvót frá Mata um Giggs:
When I was growing up, I had many idols, like Dennis Bergkamp and Gianfranco Zola. But Ryan Giggs was an inspiration to me. I think he showed what he’s worth with that goal. He’s one of the best wingers ever. Perhaps I noticed Giggs because he plays in the same position as me. He was incredibly impressive, with his tackling, dribbling and general style.