Á morgun leika Manchester Utd við Chelsea á útivelli. Robin van Persie verður ekki með og ekki heldur Wayne Rooney. Ashley Young er líka meiddur sem veikir liðið líklega ekki neitt og sem fyrr eru Fellainio og Nani frá ásamt Phil Jones og Patrice Evra. Jonny Evans og Rio Ferdinand eru líklega leikfærir.
Ég held að ég hafi aldrei verið jafn svartsýnn fyrir stórleik hjá United í þau rúmu 20 ár sem ég hef stutt liðið. Það er ekki eins og liðið hafi aldrei lent í meiðslakrísum fyrr en liðið hafði alltaf magnaðan baráttuanda sem Alex Ferguson barði í það. Það er helsti munurinn á liðinu núna og undanfarin ár að liðið virðist ekki vilja leggja sig 110% fram fyrir David Moyes eða að þeir eru einfaldlega ekki jafn hræddir við að spila illa fyrir hann og fyrir Ferguson.
Meiðslalistinn hjá Chelsea er stuttur Frank Lampard verður mögulega leikfær á morgun en eitthvað lengra verður í Branislav Ivanovic og svo er Marco van Ginkel frá fram í júní.
Ég ætla ekki einu sinni að ræða eitthvað sérstaklega um markvarðarstöðuna þar sem hún er sjálfvalin þessa dagana enda hefur David de Gea verið frábær og stimplað sig inn sem einn besti ef ekki sá besti í deildinni. Vörnin er annað mál, Rafael verður að öllum líkindum í hægri bakverðinum og Alexander Büttner vinstra megin. Persónulega trúi ég varla mínum eigin orðum þegar ég fullyrði að Rio Ferdinand eigi ekkert erindi í svona leiki lengur og býst ég við honum á bekknum. Ég er nokkuð viss um að Jonny Evans og Chris Smalling verði í hjarta varnarinnar. Chelsea er með þannig lið að það borgar sig fyrir okkur að hafa akkeri á miðjunni, jafnvel tvö og það verða líklega (og vonandi) Darren Fletcher og Michael Carrick. Fyrir fram þá býst ég við 3 manna línu þar sem Antonio Valencia verður hægra megin, Shinji Kagawa sem leikstjórnandi og Adnan Januzaj vinstra megin. Þrátt fyrir magnað record hjá Javier Hernandez gegn Chelsea þá býst ég samt við að Danny Welbeck muni byrja uppi á topp.
Liðið mund þá líta út nokkurn veginn svona:
De Gea
RAFAEL SMALLING EVANS BUTTNER
CARRICK FLETCHER
VALENCIA KAGAWA JANUZAJ
WELBECK
Leikurinn hefst kl.16:00