Klukkutíma fyrir leik kom í ljós að Wayne Rooney hafði orðið eftir heima í Manchester til að hvíla sig aðeins og ná sér af smá nárameiðslum. Liðið leit því svona út.
De Gea
Smalling Vidic Evans Evra
Carrick Cleverley
Young Giggs Kagawa
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Anderson, Welbeck, Fabio, Fletcher, Zaha, Januzaj.
United byrjuð leikinn vel og voru mikið meira með boltann. Spilamennskan var góð og Kagawa og Giggs voru að skipta nokkuð oft um stöður. Þeir sköpuðu þó engin afgerandi færi heldur var það Norwich sem átti fyrsta slíkt eftir kortérs leik. Komust þá upp hægra megin og inn í teig. De Gea varði vel , boltinn fór út í teiginn en Norwich maðurinn þar náði ekki að leggja boltann fyrirsig þannig að ekkert meira varð úr því. Norwich pressaði vel í hvert skipti sem þeir voru með boltann og voru komnir með fjögur horn í leiknum þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður.
Sóknir United skiluðu afskaplega litlu, langar sendingar fram á Hernández skiluðu engu og það var ekki fyrr en Michael Carrick dúndraði yfir á 37. mínútu að United átti marktilraun, en þá voru komnar 7 hjá Norwich, flestar reyndar beint á De Gea.
Þannig að fyrri hálfleikur var hreinlega skelfilega slakur. Það vantaði alveg að halda boltanum, miðjan var slök og færslan fram þegar United fékk boltann var slök. Á móti pressaði Norwich United alveg upp að teig, átti fínar sóknir og sem fyrr segir fullt af skotum. Slakasti maður United var án efa Patrice Evra sem hvað eftir annað hleypti sóknum framhjá sér.
Moyes var ekkert að taka þessu aðgerðalaus og Danny Welbeck kom inná í hálfleik fyrir Ryan Giggs. United komu svolítið sterkir inn eftir þetta og Ashley Young tók tvo fína spretti og á 57. mínútu kom svo Danny Welbeck United yfir. Hann sóti af harðfylgi upp völlinn, missti boltann aðeins of langt frá sér en gaf ekkert eftir, blokkaði hreinsunina og boltinn á Chicharito sem gaf í veg fyrir Welbeck sem fór upp, fram hjá Ruddy og setti boltann í netið. Gríðarlega vel gert!
https://twitter.com/BathAlex/status/416967324349251584
https://twitter.com/Marwan_KF/status/416967111224082432
Eftir markið voru United áfram betri, en Norwich var aldrei langt frá því að detta í gírinn frá í fyrri hálfleik, þá fyrst og fremst þar sem miðjan var ekki nógu sterk, þó Welbeck hefði vissulega breytt þar miklu, vann gríðarlega vel í holunni og aftur. Januzaj kom inná fyrir Kagawa og undir lokin Fletcher fyrir Javier Hernandez. Undir lokin var United farið að halda boltanum til spila upp á tímann og sigurinn var að lokum innbyrtur.
Þetta hafðist sem sé en auðvelt var þetta ekki. Fyrri hálfleikur hrikalega kraftlaus og vantaði alla vinnslu. Welbeck breytti algerlega leiknum þegar hann kom inná, kom með það sem þurfti.
Ótrúlegt en satt þá erum við nú með bestan árangur á útivelli allra lliða. 20 stig úr 10 leikjum, Arsenal og Spurs koma næst með 19 stig úr níu leikjum. Það er ekkert grín að spila tvo útileiki á þrem dögum og sex stig úr þeim eru vel þegin þó það hafi verið gríðarlegt streð að innbyrða þau. Það verður seint sagt að þetta hafi verið fallegur fótbolti og ekki sannfærandi en við erum komnir í sjötta sætið. Framundan er Tottenham í síðdegisleiknum á nýársdag og þá verða vonandi bæði Rooney og Van Persie með, það gæti breytt einhverju, sem og verður Carrick vonandi kominn í betra form, var ekki góður í dag.
Ljúkum þessu á manni leiksins: