Það hlaut að koma að því. Ekki bara sannfærandi sigur heldur mörk frá þeim Danny Welbeck og Tom Cleverley sem hafa mikið verið gagnrýndir fyrir slakar frammistöður og þá sérstaklega Welbeck. Sérstaklega var ánægjulegt að sjá Darren Fletcher koma inná og fá 20 mínútur.
United stóð frammi fyrir því að mögulega tapa 3 leikjum í röð en það hefur bara tvisvar gerst í sögu úrvalsdeildarinnar (Bjössi við vitum að fótboltinn var ekki fundinn upp þá). United var nánast að spila 4-3-3 með Rooney sem framliggjandi miðjumann fyrir framan Cleverley og Giggs. Það var mjög mikill léttir að sjá Jones þar sem hann á heima á kostnað Ferdinand sem hefur alls ekki verið að gera góð mót hingað til. Hinn unga Januzaj er alltaf gaman að sjá í byrjunarliði og hann lýsti því yfir á dögunum að vilja að vera allt sitt líf hjá United. Einhverjir voru eflaust efins með þá ákvörðun að láta Welbeck byrja en það borgaði sig í dag, heldur betur.
Mörkin leiknum voru kannski ekki þau flottustu en guð minn góður hvað það var ánægjulegt að ekki bara að loksins kom mark heldur þrjú og frá mönnum sem veitti ekki af sjálfstraustinu sem fylgir því að skora. Lagleg fyrirgjöfin frá Rafael sem Januzaj skallaði í slá en var svo potað inn af Inga Birni Alberts Danny Welbeck. Seinna markið kom eftir fyrirgjöf frá Valencia og Welbeck afgreiddi boltann á sinn stað eins og sönnum potara sæmir. 2-0 eftir eftir 18 mínútna leik.
Tom Cleverley skoraði svo mark eftir sendingu frá Wayne Rooney en fagnið var mjög innilegt og greinilegt að markið skipti hann miklu máli. Mörk og tilþrif leiksins ásamt fagninu hans er hægt að sjá fyrir neðan í ‘Flott móment’ dálknum.
Maður leikins er Danny Welbeck (Jamm, þið lásuð rétt)
Flott móment
Lagleg hælsending frá Danny Welbeck til Antonio Valencia
Welbeck með sitt fyrra mark í leiknum
Tom Cleverley kemur United í 3:0
Fletcher og Young að ræða guð má vita hvað
————-
Byrjunarliðin eru komin í hús og stóru fréttirnar að Fletcher er mættur á bekkinn hjá United.
Annars lítur byrjunarlið United svona út:
De Gea
Rafael Jones Evans Evra
Valencia Cleverley Giggs Januzaj
Rooney Welbeck
Bekkur: Ferdinand, Lindegaard, Young, Fabio, Fletcher, Buttner, Zaha
Villa:
Guzan, Lowton, Clark, Baker, Luna, Westwood, El Ahmadi, Sylla, Albrighton, Agbonlahor, Benteke.
Bekkur: Steer, Bacuna, Weimann, Bowery, Gardner, Tonev, Kozak.