Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!
Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Manchester United mætir aftur til Sevilla í fjórðungsúrslitum og mætir Sevilla!
Sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr viðureign Juventus og Sporting.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 1 ummæli
Facundo Pellistri byrjar sinn fyrsta leik og Maguire og Malacia fá tækifæri
Varamenn: Heaton, Butland, Lindelöf (75′), Varane, Dalot (75′), Shaw, Sabitzer (61′), McTominay, Sancho (61′), Elanga (68+)
Aðeins tvær breytingar hjá Betis frá fyrri leiknum, González kemur inn fyrir meiddan Felipe og Ruibal fyrir Henrique. Canales situr á bekk.
Fyrsta alvöru færi fékk Betis, Juanmi fékk sendingu inn fyrir, Maguire var vel á eftir en sendingin var vel á ská og Juanmi var utarlega í teignum þegar hann skau og bolitnn framhjá De Gea og framhjá fjær stönginni líka. Betis voru þó nokkuð grimmari og sóttu meira, United náðu framan af ekki að halda ekki upp spili eða að halda boltanum.
Þetta álag rénaði þó og United fór að geta aðeins betur, almennileg færi létu þó á sér standa. United jók á pressuna en tókst ekki að finna leið í gegn, og þá fékk Betis færi, frábær stungusending en De Gea kom vel út á móti og blokkaði skot Juanmi.
Í millitíðinni er rétt að færa til bókar að Pellistri fékk gult spjald í líklega verstu dómaraákvörðun sem ég hef séð, renndi sér og sparkaði boltanum frá varnarmanni sem kom á ferðinni og sparkaði í Pellistri. Glórulausara en nokkuð annað.
Fyrri hálfleikurinn var þokkalega fjörugur, opinn en ekki mikið af markverðum atvikum fyrr en Pellistri skaut í stöng á síðustu mínútu. 0-0 í hléi.
Seinni hálfleikur byrjaði svipað, sóknir á báða bóga en varnirnar stóðu sig. Rashford fékk gott færi eftir góða sókn og fína sendingu Bruno, en Bravo varði það. Rétt á eftir var það De Gea sem vari veil, skalla eftir horn sem hann kýldi vel frá. Rashford átti að skora í frábæru færi eftir veggsendingu frá Fernandes en boltinn skoppaði örlítið og skotið fór upp á aðra hæð á vellinum. En hann bætti þvílíkt um betur strax í næstu sókn þegar hann tók neglu af 25 metra færi sem small í netinu úti við stöng. Frábært mark á 56. mínútu og sigur United í einvíginu gulltryggður.
Skiptingin kom þá, en það voru ekki leikmennirnir á gulu spjaldi í keppninni, Fernandes og Casemiro sem komu útaf heldur Fred og Rashford. Bruno fór þó fljótlega útaf líka. United voru sterkari án þess að gera neitt sérstaklega mikið og það voru skiptingar sem voru helst markverðar, Martinez og Wan-Bissaka næstir út.
Það var mesta furða hvað bæði lið reyndu þó þetta væri allt löngu búið en það var lítið sem var þess virði að bókfæra.
United er komið áfram án vandkvæða og verður í pottinum á morgun kl 12:00
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
United flaug í dag með 21 manns hóp til Sevilla á Spáni og leikur á morgun seinni leikinn við Betis. Fjölmörg ykkar hafa verið að spyrja hvað þetta Betis sé en það er auðvelt að skýra. Flest þau sem komið hafa til Sevilla vita að áin Guadalqivir rennur einmitt gegnum Sevillu, sem og reyndar þá ágætu borg Córdoba. Þau sem þekkja enn betur til vita auðvitað að rómverskt nafn Guadalqivir var einmitt Baetis, því stór hluti Andalúsiu sem svo nefndist síðar hét á tímum Rómverja Hispania Baetica.
Þá er áhugaverða hluta þessarar upphitunar í raun lokið. Þrátt fyrir hrösun um síðustu helgi þá var það í alls óskyldri keppni, United er engu að síður með 4-1 forskotið úr fyrri leiknum og það þarf stórslys á morgun til að það týnist niður. Verkefnið er því að koma í veg fyrir það.
Antony og Anthony fóru ekki með hópnum, Antony veikur og Martial enn meiddur. Skemmtileg staðreynd að Wout Weghorst hefur nú byrjað fleiri leiki á árinu fyrir United en Martial síðustu tvö árin. Garnacho er svo meiddur og verður frá fram yfir landsleikjahlé
Það hlýtur að vera að Ten Hag róteri aðeins. Hvernig er auðvitað bara ágiskun. Verður Casemiro með eða verður tækifærið notað til að reyna einhverja samsetningu sem kemur í stað hans. Martínez gæti verið færður framar, Fernandes aftar en líklegast er að svarið sé McFred. Vonandi verður Casemiro samt inná til slysavarna.
Set Lindelöf og Maguire í haffsentana svona til að gleðja augað.
Manuel Pellegrini er alveg þokkalega bjartsýnn á leikinn, amk útávið. Á Old Trafforsd meiddist Luiz Felipe og verður frá, en Victor Ruiz ætti að koma í stað hans. Það var gaman að sjá Joaquin í fyrri leiknum en Sergio Canales er orðinn heill og spilar. Pérez var fremstur á Old Trafford en Iglesias gæti komið inn líka, Betis þarf jú nauðsynlega að skora mörk
Leikurinn er eftirmiðdagsleikur, og hefst 17:45. Dómarinn er Serbinn Srđan Jovanović.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 5 ummæli
Byrjunarliðið United gegn Southampton var aðeins sóknarsinnaðra en við höfum vanist frá Ten Hag. Það virtist vera 4-1-4-1 með þá Antony, Fernandes, Weghorst, Sancho og Rashford alla inn á og væntanlega eru eitthvað flæðandi í þessum framliggjandi stöðum. Casemiro fékk engan Fred, Sabitzer eða McTominay með sér inn á miðjuna, þá fékk Aaron Wan-Bissaka traustið.
Bekkur: Heaton, Maguire, Malacia, Dalot, Fred, Pellistri, McTominay, Mainoo, Garnacho
Fyrri hálfleikur byrjaði hálf rólega og ekkert almennilegt færi hafði litið dagsins ljós á fyrstu 15. mínútum leiksins. Kyle Walker-Peters hafði átt skot í byrjun leiks en það fór beint á De Gea og var alltaf frekar hættulítið. En eftir rétt rúmlega 15 mínútna leik fékk Rashford ágætt færi, átti skot úr frekar þröngri stöðu sem Bazunu varði vel. Áfram hélt leikurinn ekki að bjóða upp á mörg færi, á 24. mínútu fékk Theo Walcott, já hann er enn að spila, fínt skallafæri sem De Gea varði vel enda á ekki að vera boðlegt að fá á sig skallamark frá Walcott. Nokkrum mínútum seinna fékk Sulemana fínt færi eftir að hafa stungið Wan-Bissaka af var Ganverjinn kominn inn á teig en skot hans í Varane sem gerði vel. Á 30. mínútu fékk Weghorst fínt skallafæri eftir að sending frá Luke Shaw fór yfir Bella-Kotchap en Weghorst klaufi og gerði ekki ráð fyrir boltanum.
5 mínútum síðar sóttu Southampton, Casemiro renndi sér á boltann en braut á Alcaraz í leiðinni, Taylor gaf Casemiro gult spjald fyrir tæklinguna. Anthony Taylor fékk þó skilaboð að fara í VAR skjáinn og eftir nánari skoðun ákvað Taylor að taka til baka gula spjaldið og senda Casemiro í sturtu. Svekkjandi, svosem hægt að réttlæta rautt en algjört óvilja verk hjá Casemiro og brasilíumaðurinn óheppinn. James Ward-Prowse tók aukaspyrnuna, boltinn fór í vegginn og rétt framhjá markinu. Nokkrum mínútum síðar fékk United aukaspyrnu sem Bruno slengdi inn í teiginn þar var Varane mættur en Bazunu varði vel. Á 44. mínútu gerði Ten Hag loks breytingu, McTominay kom inn á í stað Weghorst, United hafði þó verið talsvert betri aðilinn eftir bottvik Casemiro og haldið boltanum ágætlega manni færri. Lítið annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum, eftir rauða spjaldið vildu United menn þó tvisvar fá vítaspyrnu fyrra atvikið var þegar Walker-Peters tæklaði Bruno en virtist þó hafa náð boltanum eitthvað þó hann hafi klárlega farið fyrst í Bruno. Seinna atvikið fannst undirrituðum talsvert meiri vítaspyrna, en þá stoppaði Bella-Kotchap boltann með hendinni þannig að boltinn barst ekki til Weghorst sem var í fínu færi. Bella-Kotchap er að detta og er að setja hendina niður sem stuðning en hún virtist vera talsvert frá líkamanum og var ekki komin á jörðina.
Svekkjandi fyrri hálfleikur, United voru ágætir en voru með smá mislagða fætur þegar á vallarhelming Southampton var komið og náðu að skapa sér frekar lítið. Rauða spjaldið á Casemiro gerir leikinn enn erfiðari fyrir United en liðið var þó miklu betri en Southampton þrátt fyrir að vera manni færri. Það var eins og rauða spjaldið hefði kveikt í leikmönnum United. Anthony Taylor var þó ekkert að hjálpa United með því að sleppa því að dæma víti í fyrri hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði talsvert rólega en efttir þriggja mínútna leik komst Walker-Peters upp að endamörkum. Sending hans fór af Scott McTominay sem var við það að skora sjálfsmark eftir að hafa sett fótinn í boltann, Wan-Bissaka var þó mættur á línuna og bjargaði hreinlega marki. Á 52. mínútu fengu Southampton aukaspyrnu fyrir utan teig, það er bara einn maður sem kemur til greina þegar Southampton fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, James Ward-Prowse. Ward-Prowse setti boltann ofan á þverslána, United heppnir. United lágu aðeins til baka og Southampton áttu í erfiðleikum með að búa til færi, Shaw fékk fínt færi eftir hraða sókn en Walker-Peters bjargaði í horn. Upp úr horninu fékk Southampton hraða sókn, Walcott slapp alveg einn inn fyrir. Martinez elti hann uppi en Walcott náði máttlausu skoti sem De Gea blakaði í horn. Á 67. mín átti Bruno mjög gott skot fyrir utan teig en Bazunu varði skotið í innanverða stöngina og út.
Fimm mínútum síðar gerði Ten Hag tvöfalda skiptinu, Pellistri og Garnacho komu inn á fyrir Sancho og Antony. Leikurinn hélt áfram að vera endanna á milli en samt lítið um opin færi, United að spila ágætlega verandi manni færri. Þegar 90 mínútur voru liðnar komu Fred og Maguire inn á fyrir Martinez og Garnacho, Garnacho hafði meiðst eitthvað nokkrum mínútum fyrr vonandi ekki of alvarlegt. Liðin héldu áfram að mása og blása en færi af skornum skammti og eftir 5 mínútna uppbótartíma flautaði Anthony Taylor leikinn af og markalaust jafntefli staðreynd.
Ég veit ekki hvað er hægt að segja eftir þennan leik, 11 á móti 11 þá hefði United alltaf unnið þennan leik, ég er sannfærður um það. Rauða spjaldið á Casemiro er fyrst og fremst svekkjandi, þá er líka alveg galið að United hafi ekki fengið a.m.k. eina vítaspyrnu í leiknum.
Anthony Taylor má alveg taka fína pásu frá því að dæma United leiki, kannski það þurfi að heyra í Arsenal og spyrja hvernig þeir hentu Lee Mason í burtu. Leikurinn sjálfur var frekar skrítinn hann var líflegur og endana á milli en samt er ekki eins og liðin hafi verið að fá urmul góðra færa. Oftast þegar United komst í fína stöðu á vellinum þá virtust leikmennirnir fá mislagða fætur og sóknin rann út í sandinn. Það er alveg uppörvandi þó að liðið hafi ekki gefist upp eftir rauða spjaldið, þá voru þeir ekkert verri en Southampton, sem segir kannski meira um hversu lélegir Southampton eru.
Þessi leikur var einstaklega frústrerandi, Casemiro á leið í fjögurra leikja bann, Anthony Taylor ákvað að United mætti ekki vinna, Garnacho meiddist og Southampton voru í afskaplega ljótum búningum. Það verður þó kannski að virða punktinn, United situr enn þægilega í þriðja sæti, tveimur stigum á undan Tottenham sem hefur þó leikið einum leik meira. Næst er það seinni leikurinn gegn Betis á Spáni, Casemiro fær a.m.k. að spila þann leik, svo er það heimaleikur gegn Fulham í FA Cup næstu helgi. Næsti leikur í ensku úrvalsdeildinni er 2. apríl á St. James’ Park í Newcastle.
Það er bara næsti leikur!
Svo legg ég til að Anthony Taylor biðjist afsökunar á að hafa gleypt flautuna sína og verið almennt óþolandi.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 1 ummæli
Á morgun, sunnudaginn 12. mars klukkan 14:00, mun United taka á móti Southampton á Old Trafford í 27. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Eftir að hafa verið slegnir all hressilega niður á jörðina síðustu helgi þá svaraði liðið mjög vel fyrir sig gegn Real Betis í miðri viku, 4-1 sigur á Old Trafford og miðinn í 8-liða úrslit evrópudeildarinnar nánast tryggður (7,9,13). Dýrlingarnir í Southampton sitja á botni ensku úrvalsdeildarinnar með 21. stig. Liðið tapaði gegn Leeds 1-0 í ensku úrvalsdeildinni 25. febrúar, liðið lék þá gegn Grimsby í FA bikarnum 1. mars og tapaði 2-1. Liðið vann svo síðasta leik sinn í ensku úrvalsdeildinni gegn Leicester síðustu helgi 1-0.
Það er nánast óþarfi að segja það en þessi leikur er skyldusigur, þrátt fyrir að United ætti að sigra Southampton talsvert þægilega, þá hafa Southampton verið að sækja stig gegn stærri liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Liðið er búið að vinna Chelsea tvisvar, City einu sinni, hafa sótt stig gegn Arsenal á tímabilinu. James Ward Prowse er markahæsti leikmaður liðsins á tímabilinu með sex mörk og ég biðla til United leikmanna að sleppa því að brjóta af sér í ákjósanlegri skotstöðu fyrir Ward-Prowse.
United liðið var óbreytt milli Liverpool leikjarins og Betis leikjarins, kannski skynsamlegt að leyfa mönnum að girða sig sjálfa í brók. Maður fær smá á tilfinninguna að sumir United leikmanna séu orðnir dálítið lúnir á löngu og ströngu leikjaprógrammi og kannski líklegt að Ten Hag hvíli 1-2 leikmenn annað hvort um helgina eða í leiknum í bikarnum næstu helgi. En Ten Hag hvílir aldrei leikmenn, hann gæti mögulega tekið Casemiro og Rashford ef United er í góðri stöðu gegn Southampton. Það er alltaf vesen að mæta liðum sem eru að berjast fyrir lífi sínu og því mikilvægt að United mæti strax til leiks en ekki bara til síðari hálfleiks eins og hefur komið fyrir talsvert oft á tímabilinu.
Ég ætla bara að spá sama liði og gegn Betis, kannski kemur Wan-Bissaka inn á fyrir Dalot en annars held ég að Ten Hag haldi sig við þetta byrjunarlið.
Ég hef ekki mikið að segja um lið Southampton nema fylgist með hinum 19 ára Lavia á miðjunni hann er mjög skemmtilegur. Gæti verið fínn miðjukostur, sérstaklega ef Southampton fellur.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!