Eftir vægast sagt svekkjandi frammistöðu og úrslit gegn Southampton á heimavelli um síðustu helgi er komið að öðrum heimaleik. Að þessu sinni mætum við Real Sociedad sem hafa ekki verið alltof sannfærandi í sinni deild og sitja nú í 12.sæti La Liga.
Danny Welbeck, Tom Cleverley, Nemanja Vidic og Rio Ferdinand eru tæpir vegna meiðsla en búist er við að einhverjir að þeim muni þó koma við sögu annað kvöld.
Nokkrar staðreyndir
Manchester United hafa aldrei mætt Real Sociedad í mótsleik
Real Sociedad eru án stiga í A-riðli eftir töp gegn Shakhtar og Leverkusen.
Manchester United hafa tapað síðustu 2 leikjum gegn spænskum liðum, 3-2 gegn Bilbao 11/12 og 2-1 gegn Real Madrid í alræmdum leik.
Reyndar hafa United einungis unnið 1 af síðustu 6 leikjum á heimavelli gegn spænskum liðum. Sá sigur var 1-0 sigur gegn Barcelona 2008 í undanúrslitum.
Samanlögð tölfræði yfir leiki gegn spænskum gestum er U:8 J:9 T:4
Wayne Rooney er markahæstur Breta í meistaradeildinni eftir að komast yfir Ryan Giggs í fyrstu umferðinni í ár. Robin van Persie hefur skorað 10 ár í röð í meistaradeildinni.