Við skulum ekkert vera að velta okkur upp úr nýlegu gengi United fyrir þessa upphitun fyrir ferð okkar á Leikvang ljóssins við bakka Wear seinni partinn á morgun, en einbeita okkur að því að skoða hvað Sunderland er hroðalega lélegt.
Eitt stig úr sex leikjum, markatalan 4-14 og strax búið að rekja stjórann, ekki-svo-elskulega fasistann Paolo di Canio. Það er vægt til orða tekið að ástandið sé erfitt í Sunderland. Vinur okkar, John O’Shea er fyrirliði liðsins og líklega þekktasta nafnið í hópnum, þó að þarna séu gamlir úrvalsdeildarjaxlar á borð við Lee Cattermole og Sebastian Larsson. Steven Fletcher er meiddur sem og annar vinur okkar, We’vegotwesley Brown. Fabio Borini er á láni frá Liverpool og maðurinn sem mun sjá um að halda vestur-Íslendingnum Aaron Johanson úti úr landsliði, Jozy Altidore, er frammi með honum. Það er spurning hvort þetta lið fær einhvern kraft úr því að vera lausir við di Canio, þó ekki væri þess of vart um síðustu helgi þegar þeir töpuðu gegn Liverpool
Það verður fróðlegt að sjá hvaða leið Moyes fer í liðsvalinu
De Gea
Rafael Smalling Vidic Evra
Carrick Fellaini
Valencia Rooney Zaha
Van Persie
Það er vika í leik eftir þennan þannig að hvíld og rótering þarf ekki að vera neitt höfuðmál og því vonast ég til að sjá vörnina þarna inni eins og á miðvikudag, þeir stóðu sig vel. Ekki hef ég hugmynd um frekar en aðrir hvers vegna Zaha fær ekki tækifæri, amk á bekknum, enda er ég ekki daglegur gestur á Carrington. Set hann þarna inn bara til að hafa gaman af þessu.
Annar spái ég sterku liði, United þarf á því að halda að vinna auðunninn leik 1-3.