Eftir góða byrjun okkar manna um helgina er ágætt að rúlla aðeins í gegnum fréttir og slúður.
Fyrst af öllu erum við búnar að bjóða 28m punda í Fellaini og Baines. 16m í Fellaini sem kostaði Everton 17.5m fyrir 6 árum, og 12m í Baines, aftur. Einhverra hluta vegna finnst Everton þetta lélegt boð.
Daniel Burdett (@luzhniki2008) tísti í gær mynd sem hann tók eftir 3. mark United í leiknum á laugardag. Myndin fór eins og eldur í sinu um netið, sem ekki er furða:
Comparison between @WayneRooney and team mates after United's 3rd goal here today :- pic.twitter.com/HEny6Kg5x2
— Daniel (@ManUtdKStand) August 17, 2013
Svo er spurning hvað þetta segir um Rooney?
Að skemmtilegri hlutum. Eric Harrison, unglingaþjálfari United í áratugi er sannfærður um að Ryan Giggs verði frábær þjálfari. Líklega fáir sem ég myndi treysta betur að spá um það.
Við munum auðvitað vera með „næsta leik“ hér alltaf á forsíðu bloggsins, en fyrir þau sem vilja fá leikjaplanið allt í dagatalið sitt er hægt að mæla með þessu. Farið eftir leiðbeiningunum og þá kemur þetta inn, og uppfærslur á leikdögum og tímum koma sjálfkrafa.
Orðið annars laust.