
Þau ykkar sem héldu eða voru að vona að „gingham“ væri úr sögunni verða eflaust fyrir einhverjum vonbrigðum. Nýr varabúningur var kynntur í gær í Japan við Osaka kastalann. Eins og einhverjir vita þá er þetta gingham-mynstur tengt sögu iðnarins í Manchester en þetta var einmitt framleitt þar í borg. Þessi búningur er alls ekki slæmur en guð minn almáttugur hvað ég vona að þetta sé endirinn á hjónabandi gingham og Manchester United.
Slúður
Nani virðist vera búinn að vekja áhuga hinna nýríku Monaco og Anzhi Makhachkala í Dagestan sem leika í rússnesku deildinni. En margir búast við því að hann muni ekki leika með Manchester United á næstu leiktíð.
Valencia vilja frá Javier Hernandez lánaðan til að fylla skarð Roberto Soldado sem er sagður vilja fara til Tottenham. (Daily Mirror)
Roberto Martínez nýráðinn stjóri Everton segir að engin nýleg tilboð hafi borist í Fellaini og Baines.
Samkvæmt Metro þá er İlkay Gündoğan miðjumaður Dortmund líklegt skotmark United ef það mistekst að fá Fabregas.
Svo gæti Angelo Henríquez farið til Real Zaragosa á lánssamning, en spænska liðið féll úr La Liga í vor. Henríquez var einmitt á láni hjá Wigan sem að féllu einnig.