Í dag gengu tveir nýir þjálfarar til liðs við United. Ólíkt síðustu nýliðunum í þjálfarateyminu er algerlega óþarft að kynna þessa menn eitthvað frekar
[one_half]

[/one_half]
[one_half_last]

[/one_half_last]
Að auki er Robbie Cooke kominn frá Everton, hvað annað, til að taka við stöðu yfirspæjara.
Í gær var staðfest öllum að óvörum að Mats Møller Dæhlie, einn af efnilegri leikmönnum unglingaliðsins hefði gengið til liðs við Ole Gunnar Solskjær hjá Molde. Nokkur missir að honum úr unglingastarfinu en ekki virðist ljóst hvers vegna hann snýr heim, hvort honum finnist hann ekki ná framförum eða einfaldlega sé haldinn heimþrá.
Að lokum liggur við að maður fari að halda að stóra Thiago málið fái enda. Nú keppast fréttaveitur (ESPN og AP nú síðast) að halda því fram að Thiago hafi meira eða minna náð samkomulagi við United og aðeins sé eftir að slá smiðshöggið. Það væri ekki leiðinlegt að sjá það tilkynnt á morgun!