Í fyrradag kynnti United aðalbúninginn fyrir næsta tímabil, og pistlahöfundur fagnar að borðdúkurinn sé horfinn.
Eins og venjulega fylgir PR stöff með allt um það hvernig nýji búningurinn höfði til sögu Manchesterborgar, meira að segja eiga tölurnar fjórar einhvern veginn að vísa til þess líka. Hvernig veit ég ekki. Annars er þetta bara nokkuð smekklegt, rauði liturinn réttur, buxurnar hvítar og sokkarnir svartir, án þess að missa sig í einhverju bulli. Hægt verður að bretta upp kragann og leika Eric… ef maður man eftir að afhneppa tölunni aftan á kraganum. Treyjan er komin í búðir úti og ætti því að vera á leiðinni hingað heim.
Af leikmannaslúðri er fátt nýtt að frétta, annað en þetta venjulega að við erum að fara að kaupa Ronaldo, Bale, Fàbregas, Fellaini, Baines, Thiago Alcantara, Strootman (sá einhver Holland – Þýskaland í U21 í gær? Hvernig stóð Strootman sig?), Ezequil Garay frá Benfica og einn eða tvo í viðbót. Þetta er bara sama venjulega slúðrið og er alltaf í gangi, enda hafa allir hag af því, leikmenn sem vilja flytja sig eða fá betri samning, umboðsmenn sem vilja típrósentin sín af nýja samningnum leikmannsins og klúbbar sem vantar leikmenn, eða vilja selja, og svo auðvitað blöð og blogg sem vilja selja sig.
Hins vegar virtust fréttir í gær og tíst frá úrúgvæskum blaðamanni og fjármálastjóra Penarol þar í landi benda til að Guillermo ‘Guille’ Varela væri á leiðinni til Englands til að skrifa undir samning við United. Varela kom til reynslu til United í vor og er þetta því ekkert svo skrýtið. Hann er tvítugur hægri bakvörður (einmitt það sem við þurfum svo nauðsynlega!) og myndi kosta um milljón punda. Þetta er því ódýrari, yngri, og vonandi betri útgáfan af kaupunum á Büttner.
Af hinum sem hafa verið orðaðir við okkur er það helst að frétta að orðrómurinn um að Garay sé að koma gerist háværari, því nýr haffsent er jú akkúrat næst mesta vandamálastaðan á eftir hægri bakk eða hvað? Arsenal á að hafa boðið 22 milljónir í Fellaini sem er mætir útkaupaupphæðinni í samninginum, Leighton Baines hefur verið boðinn nýr samningur hjá Everton og Cesc harðneitar að hann vilji fara frá Barcelona. Þannig að þeir eru augljóslega allir að koma til United.
Ef ég yrði að giska á þrjú kaup í sumar eins og staðan er núna þá eru það Varela, Strootman og Garay. Ef við seljum Rooney, Nani og Anderson og fáum þokkalegt fyrir, þá bætast einhverjir við. En það verður hvorki Ronaldo né Bale.