Það væri hægt að búa til 20 diska DVD safn af því besta, og versta, frá Ferguson árunum. Þess vegna er hér farin hin leiðin og ritstjórar kusu 5 bestu eða verstu í örfáum flokkum:
Bestu kaupin
1. Eric Cantona (5 atkvæði)
1. Cristiano Ronaldo (5 atkvæði)
1. Peter Schmeichel (5 atkvæði)
Allir ritstjórarnir sammála um að þessir kappar væru ein af fimm bestu kaupum Ferguson.
4. Roy Keane (3 atkvæði)
Þegar þú vinnur titil, hvað er þá betra að gera en að kaupa besta leikmanninn á markaðnum? (Hint, hint, Mr Moyes)
5. Ole Gunnar Solskjær (2 atkvæði)
5. Nemanja Vidic (2 atkvæði)
Aðrir: Denis Irwin, Wayne Rooney, Edwin van der Sar
Verstu kaupin
Hér vorum við aftur nokkuð sammála
1. Bébé (5 atkvæði)
1. Kléberson (5 atkvæði)
1. Juan Sebastian Verón (5 atkvæði)
(sumir reyndar gleymdu atkvæði sínu og sóru um helgina að það væri bara ekki rétt að Verón ætti að vera á þessum lista. En það er of seint fyrir m…hann að breyta!
4. Eric Djemba-Djemba (2 atkvæði)
4. Ralph Milne (2 atkvæði)
4. Massimo Taibi (2 atkvæði)
Aðrir: David Bellion, Diego Forlán, Liam Miller, Alan Smith
Besta tímabilið
1. 1998-99 (4 atkvæði)
Það er ekki hægt að horfa framhjá tímabilinu 98-99 þegar þrennan vannst. Það er hreint út sagt ótrúlegt að maður hafi ekki drepist úr hjartaáfalli þann veturinn því dramatíkin var í botni í nánast öllum leikjum frá áramótum það tímabilið.
2. 1993-94 (1 atkvæði)
Stressið frá árinu áður farið, almanaksárið 1993 stórfenglegt, hársbreidd frá þrennunni og fyrsta tvennan, á tíma þegar tvennan virkilega skipti máli og var annað merki um að við værum komnir á stallinn. Og besta byrjunarlið sem United hefur stillt upp.
Besta andartakið
1. And Solskjær has won it (5 atkvæði)
2. Steve Bruce gegn Wednesday (4 atkvæði)
Annað: Bikarmeistarar 1990, Tvennan ’96, Evróputitilinn 2008
„Það eru svo mörg móment sem maðurinn hefur skapað að það er vonlaust að velja eitthvað eitt. “
Besta liðið
(atkvæði í sviga)
Schmeichel (5)
G.Neville (5) Ferdinand (3) Vidic (4) Irwin (4)
Ronaldo (5) Keane (5) Scholes (5) Giggs (5)
Cantona (5) Rooney (2)
Aðrir: Patrice Evra, Steve Bruce, Jaap Stam, David Beckham, Robin van Persie
Tveir ritstjórar tilnefndu varamenn og bætast þá við Edwin van der Sar, Michael Carrick, Andrei Kantsjelskís, Paul McGrath, Bryan Robson og auðvitað Ole Gunnar Solskjær.
Reyndar fékk Ronaldo 3 atkvæði á hægri kant og tvö í senter, Beckham 2 í hægri kant og Rooney 2 í senter. Því var látið ráða að Ronaldo fékk fleiri atkvæði sem kantmaður og settur þar. Þá var bara pláss fyrir Rooney í senter. Þetta er með öllu óskylt því að talningamaður setti Ronaldo í hægri kant, enda sleppti talningamaður BÆÐI Beckham og Rooney.
Ótrúlegt samt að á 27 árum þegar orðið hafa til amk 3 stórkostleg lið séum við samt svo sammála að sjö leikmenn fái öll atkvæði. Hjálpar reyndar að ’99 miðjan sé almennt talin ein besta miðja allra tíma í enskri knattspyrnu. En samt.
Ég ætla að láta vera að nefna á nafn piltinn sem fékk svarið við fyrstu tillögunni sinn „Enginn Cantona?“ og svaraði „shiiiiiit ég bara gleymdi…“. Honum, og mér, til varnar var lokaliðið hans öðruvísi á fleiri máta en bara að bæta inn Le Dieu
Svona færsla hreinlega öskrar á smá umræðu!