Ég vona að þið fyrirgefið mér góðir lesendur það að þessi skýrsla verður í styttri kantinum. Ég man varla eftir leiðinlegri United leik en við fengum í dag. Það virðist henta þessu liði rosalega illa að hafa ekkert að keppa að. Þessi leikur var eiginlega þannig að það gerðist ekkert fyrr en á síðustu mínútunum. Chelsea skora eftir skot frá Juan Mata sem fer í Jones og stöngina inn, veit ekki hvort Chelsea þurfi Mourinho eða Falcao þegar own goal og Howard Webb eru þegar komnir. Ég ætla ekki að kenna dómaranum um úrslitin, læt stuðningsmenn litlu liðanna fyrir neðan okkur um það, en mér fannst Howard Webb leggja sig aðeins of mikið fram um að sanna að hann sé ekki hliðhollur Man Utd. Mikið er ég feginn að þessi leikur skipti ekki sköpum í titilbaráttunni.
Liðsvalið olli mér vonbrigðum í dag, fyrst að ekki átti að stilla upp sterkasta liði hefði ég viljað fá að sjá eitthvað kjúklingunum spila eða í það minnsta í hóp. Robin van Persie var einangraður uppi á toppnum og þegar hann fellur til baka að sækja boltann þá var engin ógn í teignum. Lindegaard og vörnin áttu ágætan leik en vörnin var á köflum kærulaus og Chelsea hefðu átt að vera duglegri að refsa en við skruppum með skrekkinn.
Mikið er David Luiz ómerkilegur.
Mikið er talað um að Anderson og Nani séu á förum (Rooney líka?) en ég skil ekki af hverju Valencia er ekki kandídat í brottför, kappinn eins og hann var frábær í fyrra hefur átt hrikalegt tímabil og skilaði engu í dag á meðan Anderson var sprækur, mögulega að sýna sig fyrir væntanlegum kaupendum.
https://twitter.com/sigurjon/status/331089762402308097
https://twitter.com/TheUnitedBible/status/331095578085822464
Það er alls ekki auðvelt að velja mann leiksins en ætli ég segi ekki bara enginn.
Ekki maður leiksins er Antonio Valencia.