Ruben Amorim stýrir Manchester United í fyrsta sinn á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni þegar United tekur á móti Everton á morgun, 1. desember. Hann vonast eftir til að fylgja eftir sigrinum á Bodo/Glimt á fimmtudag og fá fleiri leikmenn úr meiðslum.
Amorim heldur sennilega áfram að leita að væntanlegu byrjunarliði sínu á morgun. Það er barist um ýmsar stöður. Höjlund gerir væntanlega áfram tilkall til framherjastöðunnar og Alejandro Garnacho hefur verið sannfærandi fyrir aftan hann, en Marcus Rashford, Masoun Mount og jafnvel Amad Diallo eða Bruno Fernandes berjast um næstu stöðu. Bruno og Ugarte gætu haldið áfram aftar á miðjunni, en Kobbie Mainoo bíður enn eftir sínu fyrsta tækifæri hjá Portúgalanum.
Amorim hefur líka gert tilraunir með kantbakverðina, Amad stóð sig vel þar gegn Ipswich fyrir viku og átti góða innkomu gegn norska liðinu. Tyrrell Malacia nýtti ekki tækifærið vinstra megin á fimmtudag þannig líklegt er að Diego Dalot haldi henni. Antony byrjaði hægra megin á fimmtudag en fór út af meið einhver meiðsli.
Luke Shaw hefur komið inn sem miðvörður vinstra megin í fyrstu tveimur leikjunum en Lisandro Martinez byrjaði þar í vikunni. Noussair Mazraoui hefur verið virkilega góður hægra megin. Casemiro lauk leiknum í miðri vörninni á fimmtudag, en hann kann betur við sig á miðjunni. Mathijs de Ligt verður væntanlega þar áfram. Líklega sömu miðverðir og í Evrópudeildinni.
Victor Lindelöf, Harry Maguire, Johnny Evans og Leny Yoro hafa allir verið frá vegna meiðsla. Þeir gætu farið að koma aftur inn í hópinn.
Í liði Everton er gamli James Garner fjarri vegna meiðsla. Fleiri leikmenn eins og Seamus Coleman, Youssef Chermiti og Tim Iroegbunam eru meidir. Chermiti spilaði áður hjá Sporting Lissabon undir stjórn Amorims.
Leikurinn hefst klukkan 13:30.