Þrjár vikur liðnar og enn er komið að örlagastundu. Madrídingar eru lentir í Manchester og tilbúnir í slaginn á morgun. United eru líka tilbúnir en það sem verst er, Phil Jones er ekki tilbúinn. A.m.k. segir Sir Alex Ferguson ekki, og Fergie hefur aldrei sagt ósatt orð um hvort leikmenn séu tilbúnir eða ekki. Vindum okkur fyrst af öllu í uppstillinguna
Sir Alex
Ferguson veit hvernig liðið
verður en ég hef
ekki hugmynd
Sleppur ekki svona?
Nei, þetta er ekki alveg svona óljóst, það er í minum huga, sem og hjá fleirum bara tvö stór spurningamerki, og eitt lítið.
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Nani Carrick Cleverley Welbeck
Rooney
Van Persie
Mig grunar að Nani fái þarna tækifæri og held að Cleverley verði fyrir valinu frekar en Kagawa. Kagawa fær amk ekki að spila fyrir Welbeck.
Það má kalla það magnað að okkar besti varnarmaður sé ekki þarna með, en enn og aftur held ég að þessi þrír dagar milli leikja séu of stutt og að Evans sé hreinlega betri en Vidic þegar það er tekið með í dæmið.
Hvað Madrid varðar þá eru þeir með alla heila, Casillas ferðaðist með en er ekki leikfær þannig ég býst við sama liði og í fyrri leiknum. Væri gaman að sjá Pepé inná fyrir Varane, en því miður er það ólíklegt, Varane enda búinn að standa sig gríðarvel undanfarið.
Við erum búnir að vinna þessa þrjá leiki sem liðu frá útileiknum, en Real hefur gert betur, og unnið fjóra. Þá þarf varla að taka það fram að tveir síðustu leikir þeirra voru sigurleikir gegn Barcelona, og það þó þeir hefðu hvílt hálft liðið í leiknum á laugardaginn. Þannig að við vitum alveg hvað þetta verður erfiður leikur. Við þurfum a) að fá ekki á okkur mark, og b) helst að skora. Hvort tveggja er erfitt, en þó er ég viss um að b) er auðveldara. Vörn Real er ekki alveg jafn skæð og sóknin og því held ég að við getum sett eitt til tvö. Eins og ég fór rækilega yfir í upphitun fyrir fyrri leikinn fór síðasti leikur Real Madrid á Old Trafford 4-3, og Ronaldo skoraði þrennu. Það eru úrslit sem við getum mjög auðveldlega sætt okkur við á morgun, en mig grunar samt að við séum ekki að fara að fá á okkur þrjú mörk.
Vandamálið við þennan leik er ósköp einfalt. Bæði lið kjósa það öðru fremur þegar að svona leikjum kemur að byggja á þéttri vörn og sterkri miðju og beita svo gagnsóknum. United komst upp með það í útileiknum, en spurning hvort heimavöllurinn verður of freistandi til að sækja um of. Kannske sá Sir Alex Milan taka Barcelona í bakaríið á heimavelli þar sem Milan spiluðu lengst af í 5-5-0 með skyndisóknum. Ekki kannske það fallegasta, en samt var Milan að spila flottar en Barcelona sem dútluðu sér hægri vinstri, gjörsamlega bitlausir, en skyndisóknir Milan voru bara virkilega flottar.
Það væri því ekkert að því að vinna þennan leik á þann hátt 2-1.