Manchester United er með fimmtán stiga forystu í deildinni. Hljómar fáránlega en samt svo fallega. Hver hefði trúað því? Eftir rosalega slaka frammistöðu City gegn Southampton þar sem þeir töpuðu sanngjarnt og sannfærandi þá áttum við Everton daginn eftir. Fergie sá þarna tækifæri til að ná tólf stiga forystu í deildinni og breytti liðinu í samræmi við það, það skilaði árangri og munirinn orðinn tólf stig.
En aftur að þessum fimmtán stigum. Ég verð að viðurkenna að ég var frekar smeykur við leikinn í dag. Hélt að þessi mikla forystu myndi leiða til vanmats gegn liðinu sem er neðst í deildinni og sárvantar stig til að bjarga sér.
Rafael da Silva ákvað á 23.mínútu að hjálpa mér að sigrast á óttanum með þessu frábæra marki. Robin van Persie var ekki alveg á sama máli og fór meiddur af velli fyrir leikhlé, óttinn ákvað að koma aftur.
Í seinni hálfleik var aðeins meira jafnvægi í leiknum en svo kom sá tími leiksins sem er alltaf áhyggjuefni þegar United virðast ekki ná að strengja saman 2-3 sendingar í röð án þess að gefa boltann frá sér. QPR sótti töluvert en voru aldrei neitt rosalega nálægt því að skora en maður neitt aldrei. Það kom ekki á óvart að í þessari viðkvæmu 0-1 stöðu og van Persie farinn af velli að Fergie myndi bregðast við. Rooney kom inná fyrir Chicharito. Það virðist nauðsynlegt að hafa að minnsta kosti annan þeirra á vellinum. David de Gea átti nokkrar fínar vörslur eins og venjulega og það stefndi í stressandi lokamínútur. En á 80.mínútu kom flott sókn hjá United og Nani stakk boltanum inn á Giggs sem gerði þetta. Nú slökknaði hressilega á QPR og milljamaðurinn Samba gat ekki sinni hjálpað þeim né Remy sem kom inná en gerði nákvæmlega ekki neitt. 0-2 sigur staðreynd og munirinn eins og áður sagði orðinn fimmtán stig á City sem eiga leik til „góða“ gegn Chelsea á morgun.
Það er stundum vandasamt verk að velja mann leiksins, sérstaklega þegar allt liðið er að leika vel. Auðvitað skoruðu Rafael og Giggs mörk leiksins en vörnin og markvarslan var freka solid í dag líka. Ætla að vera djarfur og Nani. Veit að það eru ekki margir endilega sammála þessu en ég vel hann í hvatningarskyni. Veitir ekki af að hann fái smá sjálfstraust.
Nokkur tíst:
https://twitter.com/nickcoppack/status/305378269241425921
https://twitter.com/hrannarbjorn/status/305369743160901632
https://twitter.com/vdsar1970/status/305360614690267136
https://twitter.com/sigurjon/status/305359332810301442
https://twitter.com/leifurel/status/305357717873233920
fyrir dömurnar:
https://twitter.com/forevruntd/status/305381344970694659