Liðið gegn Fulham er komið:
De Gea
Rafael Jones Smalling Evra
Carrick Anderson
Nani Rooney Giggs
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Kagawa, Scholes, Valencia, van Persie, Welbeck
Liðið gegn Fulham er komið:
De Gea
Rafael Jones Smalling Evra
Carrick Anderson
Nani Rooney Giggs
Hernandez
Varamenn: Lindegaard, Ferdinand, Kagawa, Scholes, Valencia, van Persie, Welbeck
Magnús Þór skrifaði þann | 7 ummæli
Fyrsti heimaleikur United í deildinni þetta tímabil var gegn Fulham, fyrsti af mörgum 3:2 sigrum tímabilsins. Þessi lið eru á ólíkum stað í deildinni þar sem United er á toppnum á meðan Fulham er í 14. sæti sex stigum frá fallsæti. Einhverjir gætu sagt að við værum óheppin að fá strax 2 úrvalsdeildarlið í röð svona snemma í keppninni, reyndar hafa verstu klúðrin yfirleitt verið gegn liðum úr deildunum fyrir neðan.
Með Fulham leika eins og margir vita tveir fyrrverandi leikmenn United, Kieran Richardson og Búlgarski sjarmurinn og sjentilmaðurinn Dimitar Berbatov. Richardson verður ekki með vegna meiðsla, Dimitar Berbatov mun leika sinn fyrsta leik gegn United í langan tíma. Berba hefur skorað 7 mörk í 17 leikjum fyrir Fulham eða rúmlega 20% marka þeirra.
Leikmenn Manchester United skelltu sér í æfingarferð til Qatar í vikunni og hafa vonandi náð að hlaða batteríin. Samkvæmt blaðamannafundi Ferguson í dag verða Ashley Young og Jonny Evans ekki með á morgun, hann segir að stutt sé í Young en að það sé aðeins lengra í Evans.
Það getur oft verið strembið að skjóta á rétt byrjunarlið þessa dagana en ég spái þessu svona:
Ég spái þessum leik 3-1, van Persie, Nani og Cleverley skora fyrir okkar menn og Berbatov skorar fyrir Fulham.
Magnús Þór skrifaði þann | 2 ummæli
Manchester United eru komnir tvo kínverska stuðningsaðila
Suarez heldur áfram að væla og segir United stjórna fjölmiðlunum á Englandi
Guardian skrifar um símtalið sem fékk Van Persie til United
Adam Marshall með flotta grein um De Gea eftir leikinn gegn Tottenham
ROM kom með tvær góðar greinar um United og eyðslu. Fyrri greinin svarar þeim sem segja að United hafi aðeins unnið titla því þeir borguðu meira fyrir leikmenn. Seinni greinin ber saman eyðslu United við helstu keppinautana.
Beautifully Red sýnir okkur brot af því besta frá De Gea á þessu tímabili
Manchester United og Tottenham skildu jöfn í hörku leik á White Hart Lane í dag. Aðstæður voru erfiðar, það snjóaði grimmt í London og um tíma fyrir leikinn var jafnvel möguleiki á frestun. Svo fór nú ekki, Ferguson setti bara upp Nike húfu og bar hana á höfði allan leikinn, eitthvað sem ég man varla eftir að hafa séð áður. Byrjunarlið United kom mér aðeins á óvart. Ferguson ákvað að spila ekki „official“ kantmönnunum heldur færði Cleverley upp á vinstri kantinn og var síðan með Welbeck á þeim hægri. Jones var svo staðsettur með Carrick sem varnartengiliður og Kagawa í hlutverki sóknartengiliðs en ekki Rooney eins og maður bjóst kannski við. Svona leit þetta semsagt út:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Jones Carrick
Welbeck Kagawa Cleverley
Van Persie
Jafnræði var á með liðunum í byrjun leiks, menn voru eðlilega ekki að taka of mikla sénsa, á meðan annað liðið hélt botlanum í kringum miðjuna varðist hitt vel og voru snöggir að loka svæðum. Svona gekk þetta á víxl í 25 mínútur en þá skoruðu United gott. Tottenham tapaði boltanum á slæmum stað á miðjunni, Welbeck fær boltann vinstri meginn á vellinum, svissar honum yfir til hægri á Cleverley sem gefur inn í teig og hver er þar mættur á fjærstöng annar en Robin Van Persie sem skallar í markið. Snaggaralega gert hjá okkar mönnum að setja eitt mark svona nánast upp úr þurru. Tottenham-menn höfðu hingað til gert mjög vel í að loka á allar aðgerðir United þannig að það hafði ekki verið nein ógn fram að þessu.
Eftir markið hélt Tottenham boltanum meira en vörn United gerðu vel í því að halda þeim frá því að ógna marki af einhverju viti, besta færi Tottenham í fyrri hálfleik var á 40 mínútu þegar Bale átti þrumuskot fyrir utan teig, boltinn sigldi í gegnum vörn United (með smá viðkomu í Vidic) og gerði De Gea gríðarlega vel í að verja boltann með löppunum.
Þar við sat í fyrri hálfleik, eitt færi hjá United og eitt mark. Bestu fréttirnar voru hinsvegar góð varnarvinna hjá okkar mönnum, þeir gerðu vel í að stoppa öll hraðaupphlaup Tottenham. Skotið hjá Bale af sirka 20-25 metra færi var þeirra eina færi.
Seinni hálfleikur byrjaði fjörlega, bæði lið áttu góð færi á fyrstu 5 mínútunum og þurfti De Gea t.d. að verja einu sinni alveg meistaralega frá Dempsey sem var kominn einn inn fyrir. Eftir þetta virtust menn ná einbeitingunni aftur en leikurinn var þó mun opnari en í fyrri hálfleik. Bæði lið ógnuðu marki, Tottenham voru klárlega grimmari fram-á-við en áður þannig að maður var smá stressaður yfir þeim möguleika að þeir myndu ná að pota inn jöfnunarmarki.
Á 62 mínútu kom Rooney inn á fyrir Kagawa, rökrétt skipting að mínu mati, það hafði ekki mikið komuð út úr Kagawa sóknarlega þó varnarlega hafði hann barist vel. Rooney vildi frá víti nokkrum mínútum eftir að hann kom inn á þegar hann datt í teignum. Í endursýningu var klárlega farið í lappirnar á honum en það hefði verið afar strangur dómur að dæma á þetta atviki, held að Rooney hefði alveg getað staðið þetta af sér hefði hann viljað (uppfærð skoðun á þessu atviki má lesa hér).
Á 75 mínútu kom Valencia inn á fyrir Cleverley, maður hélt kannski að Welbeck yrði tekinn þar sem hann var búinn að vera í endalausu fram að þeim tíma. Munurinn á Welbeck og Cleverley var þó sá að Welbeck var allavega í einhverju hnoði, ég var nánast búinn að gleyma því að Cleverley var inn á. Stuttu seinna fékk Defoe svo DAUÐAFÆRI sem Ferdinand gerði ótrúlega vel í að renna sér fyrir. Maður hefur nánast ekki séð svona tilþrif frá Ferdinand í vetur, vel gert honum þó svo De Gea hefði örugglega étið þennan bolta!
Síðustu 10-15 mínúturnar voru erfiðar á að horfa. Það var mikil barátta í gangi, ekkert um alvöru færi þannig lagað en þegar forskotið er bara eitt mark veit maður aldrei hvað getur gerst. Svo gerðist það sem maður óttaðist mest, nokkrum sekúndum áður en leikurinn er flautaður af kemur Tottenham boltanum inn í teig, það gengur illa hjá United að hreinsa frá, menn panika aðeins og gleyma sínum mönnum, svo best boltinn til Clint Dempsey sem var einn og óvaldaður og smellir boltanum nánast í opið markið. Strax þar á eftir er leikurinn svo flautaður af.
Auðvitað er það gallsúrt að tapa tveimur stigum á síðustu sekúndunni en það er hinsvegar erfitt að svekkja sig af mikið á þessu af tveimur ástæðum. Númer eitt, Tottenham eru með virkilega gott lið og ég held að sá tími sé hreinlega liðinn að við völtum yfir þá tvisvar sinnum á hverju tímabili. Leikurinn var í járnum allan tímann, þeir áttu til dæmis mun fleiri marktilraunir þannig að þeir áttu skilið eitt stig út úr þessum leik. Númer tvö, hversu mörg stig höfum við tekið í vetur á síðustu mínútunum? Ætli maður þurfi ekki stundum að bragða sitt eigið meðal.
Það er margt gott hægt að taka út úr þessum leik. Heilt yfir átti vörnin okkar góðan dag, Carrick var frábær og David De Gea bjargaði okkur nokkrum sinnum meistaralega. Hvaða endalausa rugl er maður alltaf að lesa um að maðurinn sé ekki nægilega góður fyrir United og sé jafnvel á förum? Ég veit ekki um neinn markmann í ensku deildinni sem ég væri frekar til í að vera með en David De Gea. Þegar kemur að því að því að velja mann leiksins þá held ég að Michael Carrick hafi unnið fyrir þeirri nafnbót í dag.
Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!