Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Liðið gegn Tottenham er klárt, það er svolítið öðruvísi en ég spáði:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Carrick Jones
Cleverley Kagawa Welbeck
Van Persie
Varamenn: Lindegaard, Valencia, Anderson, Rooney, Giggs, Smalling, Hernandez
Þann 29. september síðastliðinn tapaði Manchester United 3-2 fyrir Tottenham og var það í fyrsta skipti síðan 1989 sem Tottenham sótti sigur á Old Trafford. Leikurinn var mjög pirrandi á að horfa því hann tapaðist á fyrstu 30 mínútunum, sem voru líklega þær verstu sem United hefur spilað á tímabilinu. Eftir það átti United frekar góðan leik en náði ekki að kreista fram stig úr þeirri frammistöðu. Ég er núna búinn að bíða eftir því að mitt lið hefni fyrir þetta ömurlega tap á heimavelli í haust og er ég sannfærður um að það verði gert á morgun (sunnudag) klukkan 16:00, á White Hart Lane í Lundúnum.
Af leikmönnum er það helst að frétta að í vikunni var það tilkynnt að Darren Fletcher mun ekki leika meira á tímabilinu vegna aðgerðar sem hann þurfti að gangast undir, í þeim tilgangi að lækna sáraristilbólgu sem hann hefur glímt við núna í sirka eitt og hálft ár. Maður vonar bara að þessi aðgerð verði til þess að ljúka þessari sorgasögu Fletchers og við munum svo sjá hann aftur í sínu gamla formi á næsta tímabili. Fyrir utan Fletcher þá eru flestir okkar menn heilir, Jonny Evans mun reyndar ekki spila en hann varð fyrir smá tognun gegn West Ham á miðvikudaginn. Aðrir ættu að vera klárir í slaginn og ekkert því til fyrirstöðu að United stilli upp nánast sínu sterkasta liði. Ég ætla að spá þessu svona:
De Gea
Rafael Smalling Ferdinand Evra
Carrick Cleverley
Valencia Rooney Kagawa
Van Persie
Ferguson gaf til kynna að Vidic væri heill, mér finnst þó ólíklegt að hann spili þar sem var fyrir smá hnjaski gegn Liverpool. Hann var ekki í hópnum gegn West Ham þannig að ég ætla að skjóta á það að við sjáum hann byrja á bekknum gegn Tottenham. Á þessum tímapunkti tel ég ólíklegt að Ferguson spili Vidic nema hann sé 100% svo hann eigi ekki þá hættu að missa hann enn og aftur í lengri meiðsli. Ég set því Smalling í vörninni með Ferdinand.
Tottenham hefur verið að spila ágætilega undanfarið og verða ekki auðveldir viðureignar á heimavelli sínum, það er alveg klárt mál. Þeir til dæmis eiga þá merkilegu tölfræði að ekkert lið í deildinni hefur átt eins mörg skot á rammann í vetur, hinsvegar hafa Tottenham-menn tapað síðustu fjórum leikjunum sem þeir hafa spilað gegn sex efstu liðunum í deildinni. Annars hjálpar það okkur aðeins að það vantar nokkra mikilvæga leikmenn í hóp Tottenham en þeir Gallas, Kaboul, Sandro og Adebayor verða allir fjarverandi.
Þetta verður pottþétt hörkuleikur sem ég spái að endi með 2-1 sigri Man Utd, sú spá er unnin út frá þeirri tölfræði að MU skorar að meðaltali 2 mörk gegn Tottenham, á meðan Spurs skorar 0.8 gegn United.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 2 ummæli
Sir Alex gerði tíu breytingar á byrjunarliði, enda var þessi leikur allt í einu hættur að vera leiðindatruflun milli erfiðra deildarleikja og í staðinn fínn til að koma með menn til baka úr meiðslum og auka leikæfingu.
Það tók ekki langan tíma þangað til Wayne Rooney tók upp markaþráðinn þar sem hann hafði skilið við hann fyrir meiðsli. Anderson átti frábæra sendingu upp á Hernandez sem var hárfínt réttstæður, óð upp í teig og lagði boltann snyrtilega fyrir Rooney sem skoraði í opið mark.
Leikurinn var síðan frekar opinn, United þó ferkar öflugri og náðu oft upp mjög fallegu spili og uppbyggingu, Oft vantaði aðeins herslumunninn til að lokasendingin rataði rétta leið, besta færið féll í skaut Nani, en West Ham náði að hreinsa nær því á línu. Síðari hluti hálfleiksins var allur okkar og West Ham náði lítið að brjóta niður þetta spil. Lokasendinguna vantaði þó enn.
Hernandez átti að bæta við strax á fyrstu mínútum seinni hálfleiks eftir einleik Rafaels alla leið úr vörn, fyrirgjöf sem varnarmaður klúðraði alveg og Hernandez hirti en skaut yfir og framhjá úr upplögðu færi. En það var síðan langt frá því að United næði upp sama spili og í fyrri hálfleik og West Ham réði lögum og lofum á vellinum. Hálfleiksræða stóra Sáms hafði greinilega áhrif. Rafael átti gott inngrip í sendingu sem var farinn framhjá Lindegaard og skömmu síðar kom skot yfir og farið að fara andskoti illa um mann.
Loksins kom smá séns hinu megin, aftur voru það Rafael og Hernandez sem náðu saman en Jaaskelainen sá við Chicharito.
Anderson var farinn að þreytast og Carrick kom inn á og við það komst betra skikk á leikinn. Scholes kom inná fyrir Nani, en Giggs fékk að vera áfram, búinn að vera gríðar frískur i leiknum og hann fiskaði víti á 78. mínútu með að negla í hendi Spence. Frekar harður dómur og virtist sem Rooney væri sammála enda dúndraði hann vítinu hátt yfir. Fer nú að líða að því að hann taki ekki víti lengur.
Annars gerðist ekki fleira í þessum leik en að Scholes var heppinn að sleppa með gult eftir glæfralega tæklingu á Taylor og United bókar leik gegn Berbatov í næstu umferð.
Þetta var semsé verulega kaflaskiptur leikur með réttum úrslitum og góðri leikæfingu fyrir leikmennina sem voru að stíga upp úr meiðslum. Í fyrri hálfleik átti allt liðið góðan leik, í seinni hálfleik síður en svo. Yfir það heila voru þeir Giggs og Rooney einna í síðari hálfleik ofan á góða frammistöðu í þeim fyrri. Það er ekki hægt að velja mann sem klúðrar víti mann leiksins þannig að Ryan Giggs fær það fyrir eina bestu frammistöðu sína í vetur.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 5 ummæli
Liðið komið, rótasjón og endurkomur eftir meiðsli allsráðandi!
Lindegaard
Rafael Smalling Jones Büttner
Valencia Anderson Giggs Nani
Hernandez Rooney
Varamenn: Amos, Ferdinand, Carrick, Welbeck, Van Persie, Scholes, Kagawa
Og það er nóg af kanónum á bekknum til breyta leiknum ef þarf. Líst vel á þetta!
Magnús Þór skrifaði þann | 10 ummæli
Hún verður ekkert rosaleg löng þessi upphitun þar sem ekki er langt síðan að þessi lið mættust síðast. Í millitíðinni unnum við Liverpool heima á meðan West Ham töpuðu úti gegn Sunderland 3:0.
Á dögunum bárust þær fréttir að meiðslalistinn frægi væri að verða styttri og nánast allir heilir fyrir leik morgundagsins fyrir utan Jonny Evans sem er eitthvað meiddur í hásin. Svo er óvíst hvort Wayne Rooney verði með en hann hefur verið í leyfi eftir að konan hans missti systur sína á dögunum. Nemanja Vidic og Ashley Young verða líklega hvíldir eftir að hafa farið laskaðir af velli á sunnudaginn.
Fyrri leikurinn á milli liðanna í bikarnum.
Hér kemur mín spá um sterkt byrjunarliðið annað kvöld:
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!