Loksins! Loksins! Fyrsta skipti sem við vinnum Liverpool heima og heiman í deild í fimm ár!
Liðið var aðeins öðruvísu upp raðað en ég bjóst við í uppstillingarpóstinum:
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Cleverley Carrick Kagawa
welbeck Van Persie
Það er ekki hægt að segja að leikurinn hafi verið spennandi fyrsta kortérið. Bæði lið voru með boltann, United þó meira, og reyndu að loka spili andstæðingsins og tókst að verulegu leyti þangað til á 19. mínútu að snyrtilegt spil endaði hjá Evra sem smellti inn fyrirgjöfinni. Agger hafði hleypt Van Persie hálfan metra frá sér og það var nóg til að Van Persie átti auðvelt með að ná öflugu innanfótarskoti fram hjá Reina. Ekta Van Persie.
Hann hefði mátt bæta við sex mínútum síðar þegar hann skaut yfir frá vítateig en annars var þetta sama streðið. Ashley Young lenti í slæmu samstuði við Daniel Agger og virtist meiðast illa en kom svo aftur inná. Enn voru það síðan United sem voru að gera betur, Welbeck átti færi en var ekki alveg nógu góður með vinstri fætinum í tvígang. United fór síðan að taka meiri völd og færin komu fleiri. Cleverley átti gott skot framhjá og á 44. mínútu kom frábær sending frá Carrick inn á Rafael, hann var ekki í góðu jafnvægi og í stað þess að skjóta gaf hann, Van Persie tók hælinn framhjá Reina, Agger varði á línu og síðan náði Kagawa ekki boltanu en náði Reina hins vegar ágætlega. Ekki Shinji að kenna enda var hann ekki í jafnvægi eftir að Wisdom fór í hann og hefði átt að dæma víti á það sem hrindingu.
Fyrri hálfleikur var þannig verulega United í hag og hefðum helst átt að vera búnir að skora fleiri mörk. Meðal þeirra sem stóðu sig vel voru Carrick og Welbeck, þó að vissulega væru Danny eilítið mislagðir fætur fyrir framan mark.
Young var greinilega ekki orðinn góður og fór útaf í hálfleik og Valencia kom beint inn í staðinn. United náði ekki alveg upp spilinu aftur en á 53. mínútu kom löng sending fram sem Reina hirti en Skrtl braut á Welbeck í eltingarleiknum og United fékk aukaspyrnu utan við teiginn. Van Persie tók aukaspyrnuna og sveiflaði boltanum yfir á fjærstöng. Vidic stökk upp náði ekki til boltans, það gerði hins vegar evra, skallaði í Vidic og undir handarkrikann á Reina. Örlítil heppni þar að línuvörðurinn var góða 2 metra fyrir aftan og sá ekki að þegar Evra skallaði var fóturinn á Vidic framan við boltann þannig að tæknilega var þetta rangstaða. Það hefði hins vegar nær ógjörningur að sjá þetta nema í hægri endursýningu og kom á á móti vítinu sem við áttum að fá í fyrri hálfleik.
En United fékk ekki að njóta tveggja marka forystu lengi, Gerrard vann boltann vel, átti þrumuskot að marki sem De Gea gerði vel að setja hendina í. Boltinn fór út í teiginn og Sturridge ar á undan Rafael sem vaar alveg sofandi og Sturridge skoraði auðveldlega. Ekki í fyrsta sinn sem De Gea ver svona út í teiginn, en í þetta skiptið var skotið erfiðara en í fyrri tilvikum og varslan mikilvægari en hitt. Rafael má hins vegar alveg kíkja á þetta í endursýningu og passa sig betur næst.
United hélt áfram að fá færin, Reina varði stórvel skot Kagawa en úr horninu lenti Vidic illa saman við Wisdom og lenti er og varð fyrir hnéhnaski. Hann harkaði það þó af sér.
Uppúr þessu kom Sturridge vel inn í leikinn og Liverpool fór að ógna. Vörn United átti í vandræðum með að koma boltunum frá, voru að senda sín á milli í alltof hættulegum aðstæðum. Miðjan hvarf og Liverpool hélt boltanum nær stöðugt.
Þetta reyndi Ferguson að leysa með að setja Phil Jones inn í stað Kagawa, Jones fór á miðjuna og Danny út á vinstri kantinn. Stuttu seinna kom svo Smalling inn fyrir Vidic til að þétta þetta enn frekar. Það var samt ekki alveg að gera sig og pressan jókst frá Liverpool og trekk í trekk komu þeir boltanum inn á teiginn þar sem Suarez gat haldið boltanum von úr viti og tengst Sturridge. Tvö slík færi klúðruðust þó hjá þeim.
United átti staka sókn sem endaði með hælskoti Robin og góðri vörslu Reina. Fjórum mínútum var bætt við og United náði að halda boltanum loksins og spila út tímann.
Eftir mjög góðan fyrri hálfleik varð þetta síðan alltof erfitt. Danny Welbeck var góður í leiknum og Gary Neville valdi hann mann leiksins. Ég ætla að velja Robin van Persie sem með smá heppni hefði getað skorað þrjú mörk, á gríðarlega hættulegar sendingar úr föstum leikatriðum, sýndi hvers vegna við keyptum hann og síðast en ekki síst, skorar í stóru leikjunum.
Aðrir sem nefna má eru Carrick eins og fyrr segir, Örning var að mestu örugg, Evra og Rafael góðir, nema Rafael í markinu þeirra, Vidic og Ferdinand náðu vel saman og nú bíður slæm bið eftir fréttum af meiðslunum. Loks ber að nefna Kagawa sem vann hörkuvel í leiknum
En einfalt að ljúka þessu með að segja: Njótið vikunnar á vinnustöðunum, í skólunum, á MSN, Facebook og Twitter!