Desembermánuður var okkur United mönnum frekar góður. Liðið spilaði sjö leiki, náði í fimm sigra (til dæmis gegn City!), eitt jafntefli og tapaði svo einum „verðlausum“ leik gegn Cluj í Meistaradeildinni. Það er því komið að því að kjósa um það hvaða leikmaður skaraði framúr í desember.
Leikir United voru eftirfarandi:
- 1. desember | Reading 3:4 Manchester United | Enska deildin
- 5. desember | Manchester United 0:1 CFR Cluj | Meistaradeildin
- 9. desember | Manchester City 2:3 Manchester United | Enska deildin
- 15. desember | Manchester United 3:1 Sunderland | Enska deildin
- 23. desember | Swansea 1:1 Manchester United | Enska deildin
- 26. desember | Manchester United 4:3 Newcastle | Enska deildin
- 29 desember | Manchester United 2:0 WBA | Enska deildin
Kosning:
[poll id="3"]