De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Young Carrick Cleverley Giggs
Van Persie Hernandez
Bekkurinn: Lindegaard, Valencia, Smalling, Vidic, Welbeck, Scholes, Kagawa
Mjög líkt því sem spáð var og sama uppstilling.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 4 ummæli
De Gea
Rafael Ferdinand Evans Evra
Young Carrick Cleverley Giggs
Van Persie Hernandez
Bekkurinn: Lindegaard, Valencia, Smalling, Vidic, Welbeck, Scholes, Kagawa
Mjög líkt því sem spáð var og sama uppstilling.
Björn Friðgeir skrifaði þann | 3 ummæli
Fyrsti leikur á nýju ári er stutt skrepp til Wigan.
Eins og venjulega er Wigan í bullandi fallbaráttu, en aldrei þessu vant eru þeir ekki í fallsæti heldur heilu stigi frá. Það er orðið fastur liður að Wigan bjargi sér frá falli, oftar en ekki með góðum kaupum í janúarglugganum. Spurning hvort að það verði í þetta skiptið lánsmaðurinn frá okkur, Ángelo Henriquez. Fyrri leikurinn var öruggur sigur United en Wigan kemur í leikinn núna með meira sjálfstraust eftir góðan sigur á Villa á laugardaginn. Það er þó fyrsti sigur þeirra í mánuðinum og óþarfi fyrir United að hafa of miklar áhyggjur fyrir þennan leik. Gætum séð Scholes og Giggs í byrjunarliði en ég ætla bara að skjóta á að við setjum vídd á miðjuna, enda Wigan með þriggja manna vörn sem staðalbúnað. Valencia búinn að spila alla jólaleikina og fær að hvíla sig á bekknum, Young getur spilað hægra megin, nú eða Welbeck.
De Gea
Rafael Vidic Ferdinand Evra
Young Fletcher Carrick Giggs
Van Persie Hernandez
Spurning hvort Carrick fær líka smá hvíld og Cleverley komi inn (nei, ég er ekki að fara að spá Giggs og Scholes í byrjunarliði, bara ekki). Spái 3-1 sigri okkar manna.
Annars er það að frétta að Sir Alex aftekur alveg að Nani sé á leiðinni í burtu og að hann ætli ekkert að gera í glugganum enda sé hópurinn einn sá besti sem hann hefur haft hjá United. Ætli sé þá ekki best að gera ráð fyrir sölu á Nani og minnst tveim kaupum? Nani er annars í Dubai í endurhæfingu að sögn Fergie, ekki bara í innkaupaferðum og búist við honum heilum um miðjan janúar.
Að lokum er bara tvennt:
Tryggvi Páll skrifaði þann | 8 ummæli
Hið spræka lið West Bromwich Albion mætti til leiks í rigninguna á Old Trafford. Fyrir leik var rigningin reyndar svo mikil að óttast var um tíma að fresta þyrfti leiknum. Völlurinn fékk þó grænt ljós og leikurinn fór fram. Sir Alex kom mörgum á óvart með liðsvali sínu í dag en liðið sem hóf leikinn var svona:
De Gea
Smalling Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Kagawa
Welbeck
Bekkur:
Lindegaard, Giggs, Hernández, Scholes, Büttner,Ferdinand,RvP
Kagawa kom óvænt beint í byrjunarliðið eftir langa fjarveru, Robin van Persie fékk verðskuldaða hvíld og Danny Welbeck fékk tækifæri í sinni réttu stöðu, uppi á toppi. United-menn byrjuðu leikinn af krafti og yfirleitt fór það í gegnum Kagawa sem spilaði í holunni fyrir aftan Welbeck. Welbeck, Young og Kagawa náðu vel saman í framlínunni og sköpuðu nokkurn usla. Strax á 9. mínútu leiksins kom fyrsta mark leiksins. Young og Kagawa tóku nettan þríhyrning, Young fékk boltann og dúndraði honum inn í teiginn þar sem McAuley varð fyrir því óláni að reka löppina í boltann, 1-0 fyrir United. Own goal mættur aftur.
Eftir markið hélt ég að United myndi ganga frá WBA í þessum leik. Liðið spilaði skemmtilegan og hraðan bolta og satt best að segja voru strákarnir hans Steve Clarke varla með í leiknum, liðið átti varla skot á markið í fyrri hálfleik. En þessir yfirburðir United skiluðu sér ekki í mörkum, fyrir framan markið gengu hlutirnir ekki upp og það vantaði aðeins meiri kraft og áræðni í sóknarleikinn. Liðið skapaði sér nokkur hálffæri en það var lítið um opin marktækifæri í þessum leik. Í lok fyrri hálfleiks fengu WBA-menn nokkrar aukaspyrnur á hættulegum stöðum en varnarlína United var, aldrei þessu vant, algjörlega vandanum vaxin.
WBA-menn voru töluvert sprækari í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist í kjölfarið. Bæði lið sköpuðu sér nokkur hálffæri en United-menn voru klaufar að nýta sér ekki góðar leikstöður á meðan varnarlína okkar varðist fimlega með tæklingum og blokkeringum þegar WBA komst í skotfæri. Þannig gekk þetta út seinni hálfleikinn, liðin skiptust á að sækja án árangurs. Ferguson var þó augljóslega orðinn stressaður síðustu 20 mínútur leiksins því að þá sá maður að Valencia spilaði nánast sem bakvörður á meðan Smalling færði sig í miðvörðinn með Evans og Vidic. Þetta var líklega gert til þess að berjast gegn Lukaku sem kom með aukinn kraft inní lið WBA.
Það var þó aðeins maður sem gat gert út um þennan leik, um miðjan síðari hálfleik kom Robin van Persie inná fyrir Kagawa og hann kláraði leikinn fyrir okkur á 91. mínútu með laglegu skoti við vítateigslínuna, staðan orðinn 2-0 og úrslitin því ráðin.
Heilt á litið var frammistaða liðsins svolítil vonbrigði, liðið spilaði flottan bolta en náði ekki að skapa sér færi gegn afar döpru liði WBA. Varnarmenn WBA voru oft á tíðum algjörlega úti á þekju og synd að við skulum ekki hafa getað nýtt okkur það betur. En á þessum tímapunkti er frábært að ná sigri og láta með því City þurfa að elta okkur áfram. Þessi frammistaða var líklega mörkuð af því að menn eru orðnir þreyttir eftir þessa leikjatörn og því ætti maður ekki að vera að kvarta yfir þessum þremur stigum.
Auk þessara þriggja stiga er það klárlega jákvætt að liðið hafi náð að halda hreinu. Varnarlínan var frábær í þessum leik og réði við allt það sem WBA henti að henni. Vidic, Evans, Smalling og Rio vernduðu De Gea afskaplega vel enda þurfti hann varla að taka þátt í þessum leik. Það er augljóst að Ferguson og þjálfarateymi hans hafa nýtt tímann á milli leikjanna til þess að fara vel yfir varnarleik liðsins. Það var einstaklega ánægjulegt að sjá Nemanja Vidic stíga upp og hann var einfaldlega frábær í þessum leik og óhætt að segja að hann hafi verið besti maður liðsins í leiknum, með þá Evra, Evans og Smalling í öðru sætu á eftir honum. Meira svona.
Einnig var gaman að sjá Kagawa koma svona sterkt til baka. Hann var arkítektinn af flestu því besta sem United gerði í fyrri hálfleik, spilaði boltanum frábærlega frá sér og birtist allstaðar á vellinum. Það er frábært að fá hann aftur og vonandi að hann nái að haldast heill út tímabilið.
Næsti leikur er svo á nýársdag gegn Wigan á útivelli, þrjú stig þar og þá er ljóst að jólavertíðin hefur reynst liðinu afar vel.
Tryggvi Páll skrifaði þann | 9 ummæli
Það var í vafa hvort að leikurinn myndi fara fram vegna mikillar rigningar en eftir ástandsskoðun á vellinum hefur leikurinn fengið grænt ljós. Þetta eru þeir leikmenn sem munu hefja leikinn á rennblautum Old Trafford:
De Gea
Smalling Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Kagawa
Welbeck
Bekkur:
Anders Lindegaard
Ryan Giggs
Javier Hernández
Robin van Persie
Paul Scholes
Alexander Büttner
Rio Ferdinand
Það er alltaf hægt að treysta á að það er ekki hægt að spá fyrir hvernig Ferguson stillir upp liðinu á milli jóla og nýárs. Kagawa byrjar inná, RvP á bekknum og loksins fær Danny Welbeck að spila í sinni réttu stöðu, frammi. Nokkuð spennandi byrjunarlið verð ég að segja.
WBA liðið er eftirfarandi:
Foster
Jones McAuley Ridgewell Tamas
Brunt Thorne Dorrans Odemwingie
Rosenberg Long
Tryggvi Páll skrifaði þann | 8 ummæli
Jólavertíðin er í fullum gangi og það þýðir bara að maður getur varla andað á milli leikja. Kvörtum þó varla yfir því. Eftir háspennuna gegn Newcastle er komið að því að fá eitt af spútnik-liðum deildarinnar í heimsókn, West Bromwich Albion. Steve Clarke og lærisveinar hans hafa komið flestum á óvart í vetur og sitja spakir í 6. sæti hafandi unnið frækna sigra á Liverpool og Chelsea. Þessi góði árangur liðsins er fyrst og fremst heimavallarformi þeirra að þakka en liðið sæti í 3. sæti á eftir Manchester-liðinum ef taflan tæki aðeins mark á heimaleikjum.
Þetta er fyrsta tímabil Steve Clarke sem stjóra en hann er auðvitað vel skólaður í aðstoðarþjálfaraskólanum hafandi verið aðstoðarþjálfari hjá Chelsea, West Ham og Liverpool. Hann hefur byggt gríðarlega vel ofan á það sem Roy Hogdson var að gera með liðið og hefur það stigið skref áfram undir stjórn Clarke. Liðið er afskaplega jafngott. Það er erfitt að segja að einhver einn leikmaður skari fram úr heldur myndar liðið sterka heild sem erfitt er að brjóta á bak aftur. Liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína en í síðasta leik meiddust Jonas Olson, Youssouf Mulumbu og Goron Popov, einnig er Claudio Yacob meiddur. Þetta er talsvert áfall fyrir WBA enda mynda Mulumbu og Yacob gríðarsterkt akkeri á miðjuni hjá WBA og því ljóst að hún verður veikari fyrir vikið. Vonandi eitthvað sem við getum nýtt okkur.
Nóg um WBA, Rooney er víst „meiddur“ og verður ekki með ásamt Phil Jones og líklegt er að Giggs og Scholes verði hvíldir. Shinji Kagawa gæti látið sjá sig á bekknum eftir langa fjarveru. Liðið vann auðvitað frábæran sigur á annan í jólum og þó að leikurinn hafi verið mikil skemmtun er ekki annað hægt en að gera miklar athugasemdir við varnarleik liðsins. Það er ekki mikill tími til æfinga á þessum árstíma og ég vona að Ferguson hafi sent varnarmenn okkar heim með myndbandsspólur af varnarleik liðsins gegn Newcastle. Dembum okkur í byrjunarliðið:
De Gea
Rafael Evans Vidic Evra
Valencia Carrick Cleverley Young
Hernandez Van Persie
De Gea heldur sínu sæti, Rafael kemur inn eftir „meiðslin“ sín og Vidic fær aftur leik. Markamaskínan Evra auðvitað á sínum stað. Á miðjunni kemur Cleverley inn við hliðina á Carrick en það er óhætt að segja að fáir leikmenn í deildinni séu að spila jafn vel og hann akkúrat núna. Young kemur inn fyrir Giggs og Valencia heldur sæti sínu. Það kæmi mér ekki á óvart ef Welbeck eða annar miðjumaður komi í staðinn fyrir Valencia sem hefur vægast sagt verið afar dapur undanfarið. Fregnir herma að hann sé meiddur á ökkla en á meðan það eru bara sögusagnir verður hann að hysja upp upp um sig buxurnar. Á meðan Nani er frá er fátt um fína drætti á hægri kantinum og maður spyr sig hvort að Fergusons sé hreinlega að reyna að spila Valencia í gang? Hernandez og Van Persie eru svo sjálfkjörnir fram í fjarveru Wayne Rooney.
Ferguson á það auðvitað til að flippa algjörlega um jólin og því set ég þetta byrjunarlið án allrar ábyrgðar, aldrei þessu vant.
WBA er lið sem við eigum að sigra og höfum raunar gert það undanfarið, liðið hefur ekki unnið leik í síðustu 13 heimsóknum á Old Traff0rd. Við skulum endilega halda því áfram.
Ég spái 2-3 sigri í háspennuleik. Við lendum 2-0 undir en Evra, Carrick og Hernandez skora mörkin. Leikurinn er kl. 15.00 á morgun.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!