Fyrsta jafnteflið á þessu tímabili staðreynd. Eftir að hafa tekið forystuna snemma í leiknum þá leit þessu leikur rosalega vel út. Svo jöfnuðu Swansea eftir hræðilegan varnarleik okkar mann þá ná þeir að pota honum inn. Það sem eftir var af fyrri hálfleik réðu heimamenn algjörlega leiknum, spilamennskan okkar minnti á síðasta hálftímann gegn Sunderland síðustu helgi.
Seinni hálfleikurinn var mjög opinn og skemmtilegur og bæði lið gætu hafa skorað meira. United tók öll völd á vellinum undir restina en því miður skoruðum við ekki fleiri mörk.
Antonio Valencia átti mjög dapran dag og virðist vanta sjálfstraust til að taka menn á, Ashley Young náði ekki að byggja á góðri frammistöðu í síðusta leikjum og Wayne Rooney var ekki að spila sinn besta leik. Maður leiksins er klárlega Michael Carrick.
Næsti leikur er heima gegn Newcastla á öðrum degi jóla og krafa er gerð á sigur og ekkert annað.