Ekkert sem kemur á óvart, síst af öllu að Martial sé meiddur
Varamenn: Heaton, Dalot, Lindelöf, Maguire, Malacia, Mainoo, Sabitzer, Garnacho, Sancho
Björn Friðgeir skrifaði þann | 8 ummæli
Ekkert sem kemur á óvart, síst af öllu að Martial sé meiddur
Varamenn: Heaton, Dalot, Lindelöf, Maguire, Malacia, Mainoo, Sabitzer, Garnacho, Sancho
Björn Friðgeir skrifaði þann | Engin ummæli
Það verða tveir leikir á viku að minnsta kosti út mánuðinn og á morgun er það Crystal Palace á Old Trafford.
En fyrst: Voruð þið búin að hlusta á Djöflavarp gærdagsins?
Við erum alveg hætt að búast við mikilli róteringu. Marcel Sabitzer verður á bekknum sem og Jadon Sancho. Martial byrjar
Crystal Palace verður sirka svona, Wilfred Zaha er meiddur sem og James McArthur, Nathan Ferguson ogJoachim Anderson
Jafnteflið gegn United um daginn á Selhurst var fyrsta stig þeirra á árinu en þeir náðu svo líka jafntefli við Newcastle fyrir rúmri viku. Þar sem þeir duttu út úr bikarnum í þriðju umferð var það síðasti leikur þeirra og þeir fengið nægan tíma til að undirbúa sig undir þennan leik.
United verður að leika betur en í útileiknum til að sækja sigur, svo einfalt er það. Leikurinn er einn þessara sjaldséðu þrjú-á-laugardegi leikja og dómarinn er Andre Marriner
Magnús Þór skrifaði þann | Engin ummæli
Maggi, Ragnar og Hrólfur settust niður og fóru yfir nýlokaðan félagaskiptaglugga og leikjaplan mánaðarins. Mason Greenwood málið bar líka á góma.
Rauðu djöflarnir á:
MP3 skrá: 108. þáttur
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | 2 ummæli
United mætti Nottingham Forest á Old Trafford í seinni leik undanúrslita Carabao Cup, enska deildarbikarsins. Erik Ten Hag stillt upp sterku liði gegn Nottingham Forest, Tom Heaton fékk þó að byrja sem og Garnacho. Þá var gaman að sjá Sancho og Martial aftur í leikmannahópi United þrátt fyrir að það þeir væru bara á bekknum. United var 3-0 yfir eftir fyrri leik liðanna sem fór fram á City Ground, heimavelli Forest.
Varamenn: De Gea, Malacia, Maguire, Lindelöf, Martial, Mainoo, Pellistri, Rashford, Sancho
United menn byrjuðu leikinn betur og voru talsvert betri aðilinn framan af. Það reyndist þó erfitt fyrir United að skapa sér færi, United fóru mest megnis upp vinstri kantinn þar sem Garnacho var mjög sprækur og Luke Shaw fór upp og niður eins og rennilás. Það var eiginlega bara eitt færi á fyrstu 30 mínútum leiksins og það koma eftir aukaspyrnu frá Luke Shaw á 29. mínútu, bakvörðurinn sendi boltann á fjærstöng þar sem Casemiro var mættur en Hennessey varði skalla Casemiro. Stuttu seinna fékk Brennan Johson mjög fínt færi eftir að Forest tók hratt innkast og vörn United virtist ekki hafa tekið eftir því, þar sem Johnson rölti inn á teiginn en Tom Heaton varði vel. Á 43. mínútu komust Forest í sókn og boltanum var spyrnt fyrir markið, þar var Johnson tilbúinn en setti boltann í samherjann sinn Surridge sem mögulega bjargaði United. Seinasta færið í fyrri hálfleiknum fékk Wout Weghorst þegar Casemiro sendi boltann fyrir markið og hávaxni hollendingurinn skallaði boltann í stöngina.
Fyrri hálfleikurinn var tíðindalítill, Forest menn lágu djúpt og beittu skyndisóknum og fengu tvö fín færi. United áttu í erfiðleikum með að brjóta niður vörn Forest manna, United þó 3-0 yfir og ekkert stress fyrir United menn sem voru bara faglegir í fyrri hálfleiknum. United menn vildu snemma í fyrri hálfleiknum fá vítaspyrnu þegar Garnacho fór niður í teignum, það hefði verið hægt að réttlæta víti en þó ekki pjúra víti.
Síðari hálfleikurinn byrjaði alveg eins og sá fyrri ekkert mikið um færi og United liðið talsvert betra. Þegar tíu mínútur voru liðnar af hálfleiknum náði Wout Weghorst boltanum af McKenna. McKenna sem ætlaði að hreinsa boltann sparkaði í Weghorst og héldu allir á vellinum að United væri að fá víti, dómarinn dæmdi þó ekkert og VAR hleypti honum ekki í skjáinn. Fáránlegur dómur og þarna hefði United svo sannarlega átt að fá víti. Fimm mínútum síðar átti Garnacho fínan sprett inn á teig en skot hans varið af Hennessey. Á 61. mínútu gerði Erik Ten Hag þrefalda skiptingu, Rashford, Martial og Sancho komu allir inn á í stað Garnacho, Weghorst og Antony. Við skiptinguna ómaði Sancho, Sancho, Sanchooo um Old Trafford. United vildi aftur fá vítaspyrnu eftir fína sókn United þar sem Rashford féll eftir baráttu við Boly en snertingin var ekki mikil. Við skiptingarnar koma meira líf í United, Casemiro átti fínt skot sem Hennessey varði eftir góðan samleik Rashford og Martial, Bruno fékk þá fínt skotfæri eftir sendingu frá Martial en Martial var þó réttilega dæmdur rangstæður eftir að skot Bruno fór framhjá.
Á 73. mínútu vann Casemiro boltann á miðjunni og sendi boltann inn fyrir á Martial, hann sendi boltann á Rashford sendingin þó léleg sem gerði það að verkum að McKenna náði að renna sér fyrir skot Rashford. Boltinn hrökk þó aftur fyrir Martial sem renndi honum í netið, 1-0 fyrir United. Tveimur mínútum síðar óðu United menn aftur í sókn, Sancho kom boltanum á Bruno á hægri kantinum. Bruno með fína sendingu á fjærstöng þar sem Rashford var mættur og setti hann aftur þvert fyrir markið og Fred aleinn á marklínunni mjaðmaði boltann yfir línuna, 2-0 United. Mikið líf sem kom með varamönnunum þremur. Á 80. mínútu gerði Ten Hag svo tvær skiptingar til viðbótar, Lindelöf og Maguire komu inn á í stað Varane og Casemiro, Lindelöf virtist koma beint inn í stöðu Casemiro. Á 82. mínútu fengu Forest menn skyndisókn, Danilo fékk fínt skotfæri en Tom Heaton varði vel. Ekki mikið annað markvert gerðist í leiknum og United fer sannfærandi á Wembley eftir samanlagt 5-0 sigur á Forest.
Það er ekki mikið um þennan leik að segja, United menn voru afslappaðir og Forest menn virtust ekkert ætla að gera leikinn nokkuð spennandi. United virtust ætla að sigla bara leiknum í 0-0 jafntefli en við innkomu Sancho, Rashford og Martial breyttist leikurinn og það koma aðeins meiri gredda í United fram á við. Að lokum var þetta mjög þægilegur og verðskuldaður 2-0 sigur og fagmannleg frammistaða United staðreynd. United mun mæta Newcastle í úrslitum Carabao Cup þann 26. febrúar á Wembley, það verður mjög athyglisverður leikur, þar sem fyrsta dolla Ten Hag með United gæti komið í hús.
Ragnar Auðun Árnason skrifaði þann | Engin ummæli
United mætir Nottingham Forest á morgun, miðvikudaginn 1. febrúar á Old Trafford, í seinni leik undanúrslita enska deildarbikarsins. United sigraði fyrri leik liðanna 3-0 þar sem Rashford, Weghorst og Bruno skoruðu í talsvert þægilegum sigri. Leikurinn á morgun ætti því þannig séð að vera formsatriði, þriggja marka tap á heimavelli er bara hreinlega ekki í boði. Með sigri í einvíginu mun United mæta Newcastle í úrslitum á Wembley og í boði hinn margrómaði Carabao Cup, þann 26. febrúar.
Næsti leikur United er gegn Crystal Palace næsta laugardag og gæti vel verið að Erik Ten Hag myndi hvíla nokkra lykilmenn. Undirritaður hefur þó nokkrum sinnum spáð því að Ten Hag muni hvíla leikmenn en svo ákveður hann sjaldan að gera það. Í leiknum gegn Reading síðustu helgi bættist við á meiðslalista United þegar Christian Eriksen lenti í hrottalegri tæklingu frá Andy Carroll og verður frá í nokkra mánuði. Ég mun spá því að Ten Hag leyfi sér að hvíla Casemiro hvort sem það er að taka hann snemma útaf eða byrja honum ekki.
Ég mun spá því að við fáum McFred miðju enda fullkominn til þess að drepa leiki og 0-0 væri alveg fínt, McTominay er þó eitthvað tæpur en McFred miðjan er samt spá mín. Kannski fáum við að sjá byrjunarliðsleik frá Kobbie Mainoo en samt ólíklegt. Þá langar mig að spá því að Sancho byrji þó að mér finnist það ólíklegt en ætla og að Rashford hvíli. Luke Shaw er þá búinn að vera með smá flensu þannig hann fær örugglega áframhaldandi hvíld.
Ég veit ekkert hvernig Forest mun stilla upp, hvort þeir ætli að reyna að sækja til sigurs eða hvort þeir fari inn í þetta með hugan frekar við deildina og hvíli lykilleikmenn. Morgan Gibbs-White þeirra sprækasti maður er meiddur skv. Fotmotb og verður a.m.k. ekki með.
Vertu með í Fantasy leiknum okkar!